Varað við svínaormi í innfluttu kjöti í Belgíu
Í það minnsta 12 einstaklingar í borgunum Antwerpen og Limburg í Belgíu hafa greinst með svínaorm eða tríkínu á síðustu vikum. Veiktist fólkið eftir neyslu á kjöti sem talið er hafa verið flutt inn frá Spáni.
Samkvæmt upplýsingum af vefsíðu Center for Burden and Risk Assessment (CBRA) höfðu tólf einstaklingar verið lagðir inn á sjúkrahús í Belgíu á laugardag eftir að hafa neitt svínakjöts sem smitað var af tríkínu. Sendu heilbrigðisyfirvöld í Belgíu út varnaðarorð í útvarpi og öðrum fjölmiðlum til almennings þar sem líkur séu á meiri útbreiðslu þessa sníkjudýrs sem getur leitt sjúklinga til dauða.
Um 100 ár eru síðan Belgar töldu sig hafa útrýmt þessu sníkjudýri hjá sér og hefur þess ekki orðið vart þar í landi síðan, eða þar til nú.