Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Varað við neyslu á romaine salati frá Bandarikjunum
Fréttir 23. nóvember 2018

Varað við neyslu á romaine salati frá Bandarikjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna daga hafa borist fréttir frá Bandaríkjunum og Kanada um hugsanlega shigatoxin E.coli mengun í salati. Samkvæmt faraldsfræðilegum rannsóknum beinist grunur að Romaine salati en ekki tekist að rekja frá hvaða svæði mengaða salatið kemur. Nýjustu fregnir herma að 32 hafi veikst af E.coli 157 bakteríunni vísvegar um Bandaríkin og 19 í Kanada.

Í ljósi þess þá varar Matvælastofnun neytendur sem kunna að eiga romaine salat, sem upprunnið er í Bandaríkjunum, við neyslu þess og hvetur þá til að farga því og sótthreinsa ílát sem salatið kann að vera geymt í.

Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun hafa á síðustu dögum unnið að því að afla upplýsinga um innflutning á romaine-salati til landsins sem upprunnið er í Bandaríkjunum.

Hér á landi hefur verið á markaði innflutt romaine salat, bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Innflutningsaðilar hafa brugðust skjótt við með því að stöðva dreifingu og draga vöruna úr verslunum og fyrirtækjum sem þegar hafði verið dreift til. Var það gert í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur eftirlit með ræktun, dreifingu og sölu á grænmeti.

Sóttvarnarlæknir hefur ekki merkt aukningu sjúkdómstilfella vegna þessara bakteríu hér á landi. Hér er því fyrst og fremst um varúðarsjónarmið að ræða.

Krónan ehf. hefur sent frá sér fréttatilkyningu um innköllun á romaine-salati sem fyrirtækið hefur flutt inn frá Bandaríkjunum. Auk þess hefur Hollt og Gott ehf framleitt Cesarsalat með kjúklingi undir vörumerki „Eldhúsið“ fyrir Krónuna ehf sem inniheldur romaine-salat frá Bandaríkjunum og er það einnig innkallað.

Krónan bendir viðskiptavinum sem hafa keypt romaine salat frá Bandaríkjunum í verslunum Krónunnar eða Cesarsalat með kjúklingi, vörumerkið Eldhúsið, framleitt 20. Nóvember, að neyta ekki matvælanna heldur farga þeim eða skila í verslun Krónunnar og fá endurgreitt.

Neytendur eru beðnir að athuga að einungis romaine salat frá Bandaríkjunum liggur undir grun.

Samkvæmt 8. gr. reglugerðar 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytanda, þá eiga neytendur rétt á að vita upprunaland matjurta, bæði pakkaðra og þeirra sem er dreift án umbúða.

Á vef Matvælastofnunar má finna heilræði um meðferð grænmetis sem nota á í salat.

 

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...