Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Myndin sem Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður tók af fólki inni á milli hægrennandi hraunjaðranna.
Myndin sem Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður tók af fólki inni á milli hægrennandi hraunjaðranna.
Fréttir 27. apríl 2021

Vantar jákvæðari umfjöllun, talanda og hugsun

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Það getur verið erfitt að vera jákvæður í skrifum og talanda þegar verið er að skrifa um forvarnir, öryggi, heilsu og umhverfi. Það vita flestir að manni líður betur í kringum jákvætt fólk í fallegu umhverfi, lesa jákvæðar fréttir, gera eitthvað skemmtilegt með skemmtilegu fólki.

Í fjölmiðlum síðastliðið ár hefur mér fundist vera of mikið lagt upp úr neikvæðu fréttunum í „Covid-umræðunni“. Það vantar að leggja meira upp úr að segja hvað hefur áunnist, hve mörgum er batnað og hver sé jákvæður lærdómur af Covid.

Vil sjá jákvæðari fréttir frá landamærunum

„Með lagaflækjum skal land smita.“ Þessa fyrirsögn las ég í einhverri Facebook-færslu fyrir stuttu, nennti ekki að lesa lengra, var í leit að jákvæðari fréttum. Hélt áfram að lesa, þann dag var bara eitt smit sem greindist, mjög jákvætt. Áfram hélt ég að lesa:
Tveir greindust á landamærunum og var annar þeirra með gamalt smit, en það var ekkert sagt frá hversu margir komu til landsins sem var búið að bólusetja né fjöldann sem var með vottorð um að þeir væru búnir að fá COVID. Svona upplýsingar vil ég lesa, fjölda þeirra sem koma til landsins fullbólusóttir og líka fjölda þeirra sem koma og eru með mótefni. Bara neikvæðar fréttir í fjölmiðlunum, fór á Facebook.

Skemmtilegar myndir í Facebookleik

Flestir Íslendingar eru á Facebook og margir sem þar eru í leik sem felst í því að birta skemmtilegar myndir úr ferðalögum sínum sér og vinum sínum til skemmtunar. Ég hef mjög gaman af þessum myndum enda margar hverjar af fallegum stöðum. Enda er ég mikill unnandi íslenskrar náttúru og tek mikið af myndum sjálfur og hef oft farið í sérstakar ferðir þar sem tilgangurinn var númer eitt að taka fallegar myndir jafnt að vetri sem sumri. Ferðir sem skilja eftir ljúfar minningar og gleði.

Mikið af gosmyndum gleðja marga núna

Fallegar myndir af gosinu í Geldinga­dölum gleðja marga núna, en það eru líka myndir sem margir hneykslast á sem „tröllríða“ samfélaginu. Vinur minn Reynir Freyr Pétursson er þyrluflugmaður og hefur tekið margar fallegar myndir af gosinu. Um síðustu helgi birti hann mynd sem margir „stálu“ og settu í færslu á Facebook (sjá mynd sem hann leyfði með þessari grein).

Flestir hneyksluðust á hátterni og hegðun fólks á myndinni með ýmsum neikvæðum athugasemdum. Jóhann Axelsson setti umrædda mynd á Facebook-statusinn sinn og Björn Ragnarsson, sem má titla „fyrrverandi hitt og þetta“, skrifaði athugasemd sem var m.a.:
„...Ég myndi alveg vilja vera þarna smá stund þó ég sé ekki lengur með „death wish“ en það hljóta margir að vera komnir með það núna í allri COVID-klikkuninni. Ef við fabúlerum aðeins með þetta þá eins og þú veist og hefur örugglega prufað sjálfur einhverntíma í mótorhjóla „geðveiki“ eins og margt grandvart fólk mundi sennilega kalla það þá veistu að við mikinn sársauka líður yfir mann mjög fljótt og maður veit ekki meir. Vandinn er hinsvegar þú vaknar aftur og þá ertu í helvíti. Þetta fólk sem er að keyra mótorhjól á ofsahraða,“ nei fyrirgefðu ... er að labba hættulega nálægt hrauninu eru bara að gambla og upplifa eins og við öll.

Auðvitað eiga einhverjir eftir að drepast við þetta gos. Segjum bara eins og kaninn, „hús er ekki orðið háhýsi fyrr en einhver hefur hrapað niður og drepist.“ Þessi gosvellingur er ekki gos fyrr en einhver hefur tekið það að sér að fórna sér. Peace bro.... (takk, Bjössi, fyrir leyfi á birtingu þessara hugrenninga).

Veit lítið um geðveiki og geðlyf

Neikvæð skrif og talandi er engum hollt, höldum okkur á jákvæðu nótunum. Besta geðlyfið, gera eitthvað skemmtilegt, lesa skemmtifrásagnir, það hressir hugann og gleður sál.

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f