Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar
Fréttir 15. apríl 2015

Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin Copa Cogeca, sem er samstarfsvettvangur bænda innan Evrópusambandsins, hélt fund með mjólkurframleiðendum á dögunum vegna lækkandi mjólkurverðs og hækkandi framleiðslukostnaðar.
Var landbúnaðarráðherra ESB hvattur til að beita sér fyrir aðgerðum til að styrkja bændur vegna aðlögunar að breyttu landbúnaðarkerfi (New Common Agricultural Policy - CAP). 
Forsvarsmenn Copa Cogeca funduðu með háttsettum mönnum ESB í Lettlandi fyrir skömmu. Telja bændur nauðsynlegt að hjálpa framleiðendum vegna breytinga á markaðsaðstæðum samfara breytingum á landbúnaðarkerfi ESB. Þá hefur viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússum haft gríðarleg áhrif á bændur víða um álfuna.
ESB hefur tilkynnt að áhersla verði lögð á lífræna framleiðslu sem bændur segjast fagna. Þeir segja þó um leið að taka verði tillit til krafna þeirra um að allt kerfið verði einfaldað og að dregið verði úr skriffinnsku. Þá verði haldið áfram með stefnu sem mörkuð var undir forystu Ítala um áherslu á blandaðan búrekstur.
Í ljósi viðskiptabannsins á Rússa telja bændur mikilvægt að opnað verði fyrir viðskiptasamninga við Bandaríkin og Japan. Þar verði þó að vanda vel til verka. Þá er bent á að margvíslegar viðskiptahindranir hafi verið í vegi fyrir því að fríverslunarsamningur geti orðið að veruleika. 

Skylt efni: Matvara | CAP

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...