Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar
Fréttir 15. apríl 2015

Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin Copa Cogeca, sem er samstarfsvettvangur bænda innan Evrópusambandsins, hélt fund með mjólkurframleiðendum á dögunum vegna lækkandi mjólkurverðs og hækkandi framleiðslukostnaðar.
Var landbúnaðarráðherra ESB hvattur til að beita sér fyrir aðgerðum til að styrkja bændur vegna aðlögunar að breyttu landbúnaðarkerfi (New Common Agricultural Policy - CAP). 
Forsvarsmenn Copa Cogeca funduðu með háttsettum mönnum ESB í Lettlandi fyrir skömmu. Telja bændur nauðsynlegt að hjálpa framleiðendum vegna breytinga á markaðsaðstæðum samfara breytingum á landbúnaðarkerfi ESB. Þá hefur viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússum haft gríðarleg áhrif á bændur víða um álfuna.
ESB hefur tilkynnt að áhersla verði lögð á lífræna framleiðslu sem bændur segjast fagna. Þeir segja þó um leið að taka verði tillit til krafna þeirra um að allt kerfið verði einfaldað og að dregið verði úr skriffinnsku. Þá verði haldið áfram með stefnu sem mörkuð var undir forystu Ítala um áherslu á blandaðan búrekstur.
Í ljósi viðskiptabannsins á Rússa telja bændur mikilvægt að opnað verði fyrir viðskiptasamninga við Bandaríkin og Japan. Þar verði þó að vanda vel til verka. Þá er bent á að margvíslegar viðskiptahindranir hafi verið í vegi fyrir því að fríverslunarsamningur geti orðið að veruleika. 

Skylt efni: Matvara | CAP

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...