Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar
Fréttir 15. apríl 2015

Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin Copa Cogeca, sem er samstarfsvettvangur bænda innan Evrópusambandsins, hélt fund með mjólkurframleiðendum á dögunum vegna lækkandi mjólkurverðs og hækkandi framleiðslukostnaðar.
Var landbúnaðarráðherra ESB hvattur til að beita sér fyrir aðgerðum til að styrkja bændur vegna aðlögunar að breyttu landbúnaðarkerfi (New Common Agricultural Policy - CAP). 
Forsvarsmenn Copa Cogeca funduðu með háttsettum mönnum ESB í Lettlandi fyrir skömmu. Telja bændur nauðsynlegt að hjálpa framleiðendum vegna breytinga á markaðsaðstæðum samfara breytingum á landbúnaðarkerfi ESB. Þá hefur viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússum haft gríðarleg áhrif á bændur víða um álfuna.
ESB hefur tilkynnt að áhersla verði lögð á lífræna framleiðslu sem bændur segjast fagna. Þeir segja þó um leið að taka verði tillit til krafna þeirra um að allt kerfið verði einfaldað og að dregið verði úr skriffinnsku. Þá verði haldið áfram með stefnu sem mörkuð var undir forystu Ítala um áherslu á blandaðan búrekstur.
Í ljósi viðskiptabannsins á Rússa telja bændur mikilvægt að opnað verði fyrir viðskiptasamninga við Bandaríkin og Japan. Þar verði þó að vanda vel til verka. Þá er bent á að margvíslegar viðskiptahindranir hafi verið í vegi fyrir því að fríverslunarsamningur geti orðið að veruleika. 

Skylt efni: Matvara | CAP

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...