Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vandi og lausnir
Mynd / smh
Skoðun 13. september 2017

Vandi og lausnir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Bændur ræða nú tillögur landbúnaðar­ráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda vegna lækkunar afurðaverðs og mikilla birgða. Tillögurnar eru vissulega athyglisverðar en bændum þykir samt ljóst að þær séu aðeins plástur á sárið en ekki lausn á vandanum.
 
Það virðist vera samdóma álit flestra að fækka þurfi fé í landinu tímabundið til að koma í veg fyrir birgðasöfnun afurða. Ef farið verður í stórfelldan niðurskurð og samið um möguleg starfslok einhvers  fjölda bænda, þá mun birgðavandinn hins vegar aukast til muna, allavega til skamms tíma. Það sem verra er er að um leið mun það án efa leiða til tilviljanakennds niðurbrots á samfélögum víða um land. 
Það er mikilvægt að byggð haldist sem víðast um land. Einnig að hún sé kraftmikil og lifandi og skapi ásættanlegt lífsviðurværi fyrir blandað samfélag allra aldurshópa. Hver einasti bóndi sem lætur af störfum og hver einasti sveitabær sem leggst í eyði dregur máttinn úr samfélaginu sem eftir stendur. Erfiðara og mun dýrara verður að halda uppi nauðsynlegri þjónustu, bæði við íbúa á viðkomandi svæði og við vaxandi straum ferðamanna. 
 
Vissulega er vont og kostnaðarsamt að þurfa að takast á við áföll í landbúnaði. Menn mega þó ekki gleyma því að landbúnaður er víða uppistaðan í heilu sveitarfélögunum. Það að stjórnvöld bregðist við vanda eins og nú blasir við í sauðfjárrækt er ekki bara spurning um aðstoð við einhverja vesæla  rollubændur, heldur miklu frekar spurning um hvort við viljum halda landinu í byggð sem víðast eða ekki. 
 
Ef sauðfjárrækt legðist t.d. af í Húnavatnssýslum, yrði algjört hrun í samfélögum fólks sem þar býr. Því má hiklaust spyrja þeirrar spurningar hvort ekki yrði mun dýrara fyrir okkar sameiginlegu sjóði að bregðast við slíkum vanda. Það myndi um leið hafa í för með sér að afskrifa þyrfti alla innviðauppbyggingu liðinna áratuga á viðkomandi svæði. Þá þyrfti um leið að byggja upp samsvarandi innviði á öðrum stöðum, nema menn sjái fyrir sér að íbúarnir hreinlega hverfi af yfirborði jarðar. Heill landshluti gæti hæglega lagst í eyði og lokast myndi fyrir alla þjónustu á svæðinu. Afskrifa þyrfti gríðarlega fjármuni í fasteignum og setja enn meiri fjármuni í að byggja upp á öðrum stöðum. Vandi sauðfjárbænda í dag yrði trúlega harla lítilfjörlegur í þeim kostnaðarsamanburði. 
 
Annað mál sem tengist þessari umræðu er verðlagning á matvöru. Hver þekkir ekki sönginn um að íslenskar landbúnaðarvörur séu allt of dýrar? Þar verður að hafa í huga að ef sauðfjárrækt og annar landbúnaður nyti ekki stuðnings úr opinberum sjóðum væru afurðirnar án efa mun dýrari. Sama væri upp á teningnum í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ef þessa stuðnings nyti ekki við mætti leiða að því sterkum líkum að hér væri enginn landbúnaður starfræktur. Þora menn virkilega að taka þá áhættu í ljósi sögunnar í hvikulum heimi? Aðrar þjóðir treysta sér ekki til þess og þykir lífsnauðsynlegt að tryggja fæðuöryggi sinna þegna. Hví ættu Íslendingar þá að leggja út á slíka háskabraut?  
 
Það er samt bæði hollt og bráð­nauðsynlegt að menn velti við öllum steinum til að finna leiðir sem gætu leitt til meiri skilvirkni í landbúnaði. Þannig má t.d. benda á að í framsetningu afurða til neytenda er landbúnaðurinn á svipuðu stigi og sjávarútvegurinn var fyrir nokkrum áratugum. Það er t.d. stórundarlegt að það hafi þurft erlenda stórverslun inn á markaðinn til að hægt væri að bjóða íslenskum neytendum íslenskt kindahakk í neytendapakkningum og skurð á kjöti sem fólki hugnast að kaupa.  
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...