Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Valur Blomsterberg með flottan sjóbirting úr Tungulæknum.
Valur Blomsterberg með flottan sjóbirting úr Tungulæknum.
Í deiglunni 2. júní 2017

Valur hættur í Tungulæknum

Höfundur: Gunnar Bender
Breytingar hafa orðið á leigumálum í Tungulæk í Skaftafellssýslu en Valur Blomsterberg hafði tekið svæðið á leigu til 10 ára og greiddi vel fyrir það á hverju ári en er nú að hætta.
 
Samningnum hefur verið sagt upp við Val, en hann  rak staðinn  í eitt og hálft ár með miklum myndarbrag.
Valur sagði í samtali við fjölmiðla þegar hann tók lækinn á leigu að Tungulækur væri besti sjóbirtingslækur heims, sem eru orð að sönnu. Veiðin hefur verið ævintýraleg oft og tíðum og fiskurinn vænn.
 
Vel hefur gengið að veiða í læknum í vor og veiðimenn fengu fína veiði. Þórarinn Kristinsson, sonur Kristins heitins í Björgun, er víst kominn aftur með veiðimálin í læknum eftir þetta leiguævintýri. En einhverjar meiri hræringar eru í gangi á svæðinu.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...