Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Val á vottunaraðila
Á faglegum nótum 30. ágúst 2018

Val á vottunaraðila

Höfundur: Oddný Anna Björnsdóttir
Að ýmsu þarf að huga við val á vottunaraðila. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta.
 
Val á vottunaraðila byggir á því hver staðallinn er, á hvaða mörkuðum fyrirtæki starfa, hverjar vörurnar eru og tillögum frá viðskiptavinum eða öðrum. 
 
Oddný Anna Björnsdóttir.
Þegar fyrir liggur hvaða staðli fyrirtækið vill vinna eftir og fá vottun samkvæmt þarf að finna út hvaða vottunarstofur eru faggildar til að framkvæma samræmismat og vottun samkvæmt þeim staðli. Vottunarstofur eru jafnan faggildar til að votta samkvæmt tilteknum staðli, einum eða fleirum. 
 
Þegar um alþjóðlega vottun er að ræða er mikilvægt að velja vottunarstofu með alþjóðlega viðurkennda faggildingu. 
 
Faggildar vottunarstofur er að finna um allan heim. Yfirlit yfir þau lönd sem hýsa alþjóðlega viðurkennda faggildingarþjónustu má finna á síðu International Accrediation Forum (IAF) undir „IAF MEMBERS AND SIGNATORIES“. 
 
Gott er að byrja á því að spyrja helstu viðskiptavini og birgja um þær kröfur sem þeir gera til vöru- eða þjónustuvottunar. 
 
Lista yfir vottunarstofur sem eru faggildar til að votta samkvæmt tilteknum staðli má yfirleitt finna á vefsíðu staðalsins/staðaleigandans.
 
Einnig er hægt að fara inn á síður þekktra alþjóðlegra vottunaraðila og kanna eftir hvaða stöðlum þeir eru faggildir til að votta.
 
Stundum er aðeins um einn vottunaraðila að ræða en í öðrum tilfellum eru fleiri en einn vottunaraðili sem kemur til greina. Sem dæmi eru fjórar vottunarstofur faggildar til vottunar á bandaríska staðalinum „Non-GMO Verified“, og eru þær tilgreindar á heimasíðu staðaleiganda (undir „Product Verification / Technical Administrators“). 
 
Þegar um fleiri en einn vottunaraðila er að ræða er skynsamlegt að kynna sér hverja vottunarstofu fyrir sig, þ.m.t. sögu, markaðshlutdeild, traust, vinnuaðferðir og gjaldskrá áður en ákvörðun er tekin. 
Einnig er gott að hafa samband við fleiri en eina vottunastofu, fá nánari upplýsingar, fara yfir þarfir fyrirtækisins o.fl. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir er hægt að bera saman og taka ákvörðun byggða á þeim samanburði.
 
Vottunaraðilar með starfsemi á Íslandi
 
Þegar um alþjóðlegan staðal er að ræða getur valið staðið á milli innlendra og erlendra vottunaraðila. Meta þarf ávinningin af því að geta leitað til aðila sem talar sama tungumál og hefur reynslu af því að votta íslensk fyrirtæki og þess að leita til aðila sem hefur enga starfsemi eða tengiliði hér á landi. 
 
Á Íslandi eru þrír vottunaraðilar með starfsemi eftir því sem höfundur komst næst; Vottun hf., Vottunarstofan Tún og BSi á Íslandi. Fleiri aðilar eru með tengiliði hér á landi þó þeir hafi ekki formlegt aðsetur hér. 
 
Faggildingarsvið Einka-leyfastofu (ISAC) annast faggildingu íslenskra vottunarstofa.
 
Starfi fyrirtæki samkvæmt fleiri en einum staðli, t.d. IRF og MSC, lífrænum staðli og MSC eða tveimur ISO stöðlum, er vert að kanna hvort vottunarstofa geti samræmt úttektir fyrir báða eða alla staðla sem um ræðir.  
 
 
Vottun hf. er íslensk vottunarstofa stofnuð árið 1991 og er faggild af ISAC til vottunar stjórnunarkerfanna ISO 9001 og 14000, ásamt OHSAS 18001 og ÍST 85:2012. Vottun hf. býður einnig upp á ýmsa úttekta- og vottunarþjónustu, m.a. í samstarfi við erlendar faggildar vottunarstofur.
 
 
Vottunarstofan Tún ehf. er íslensk vottunarstofa stofnuð árið 1994 að frumkvæði samtaka bænda og fyrirtækja, neytenda og verslunar. Tún er faggild af ISAC til vottunar lífrænnar framleiðslu og af þýsku stofunni ASI GmbH til MSC vottunar fiskveiða og rekjanleika sjávarafurða. 
 
 
BSi á Íslandi er umboðsaðili BSi group sem vottar stjórnunarkerfi samkvæmt ISO stöðlum og öðrum alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Faggilding BSi á Íslandi er því í gegnum BSi group. Stofan hefur á að skipa hóp sérfræðinga á ólíkum sviðum varðandi faggildar vottanir um allan heim. 
 
 
Sýni ehf. er faggild til að veita úttektarþjónustu m.t.t. staðla eins og IRF/MSC og BRC/IFS/ISO 22000. Rannsóknarstofan Promat á Akureyri sem er í samstarfi við Sýni veitir úttektarþjónustu fyrir BRC staðalinn.
 
– Oddný Anna Björnsdóttir er bóndi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi.  Greinar í Bændablaðinu um vottanir og upprunamerkingar byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018.

6 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...