Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari hjá Spírunni í Garðheimum og áhugamaður um sveppi.
Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari hjá Spírunni í Garðheimum og áhugamaður um sveppi.
Líf&Starf 4. september 2014

Væta og hlýindi hafa góð áhrif á sveppavöxt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sveppir skjóta upp kollinum síðsumars í ágúst og fram eftir hausti í september og jafnvel fram í október ef vel viðrar. Sumar tegundir vaxa í kringum ákveðnar trjátegundir, eins og furusveppur og lerkisveppur, en aðrar lifa í sambýli við margar tegundir, eins og kóngssveppur og kúalubbi.

Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslu­meistari hjá Spírunni í Garðheimum og áhugamaður um sveppi, segir að best sé að tína sveppi 3 til 4 dögum eftir rigningu og í þurru veðri því annars séu þeir slepjulegir viðkomu. Þá sé líka mest af þeim. „Mér sýnast sveppir vera fyrr á ferðinni núna en undanfarið ár enda kunna þeir vel að meta vætuna og hlýindin í sumar.“

Mikið af sveppum í Hrísey

„Ég var í Hrísey í viku í byrjun ágúst og það var hellingur af sveppum, kúalubba, furu- og lerkisvepp og gorkúlu. Það var greinilega enginn búinn að tíma neitt þarna á þeim tíma því auk sveppa var hellingur af berjum líka. Ég safnaði slatta af sveppum og grillaði og þeir smökkuðust yndislega.“

Söfnun sveppa

Mest er um sveppi í skóglendi og tegundum matsveppa hefur fjölgað með aukinni skógrækt en þeir finnast einnig í mó- og graslendi.

Sveppir eru bestir á meðan þeir eru ungir og óskemmdir af áti snigla eða skordýra. Þegar sveppir eru tíndir skal taka neðst um stafinn og snúa honum varlega og losa þannig frá jarðveginum. Einnig má skera þá lausa með beittum hníf. Ekki er ráðlagt að kippa sveppum upp því þá er hætt við að ímurnar eða sveppþræðirnir skemmist.

Ráðlegt er að tína sveppi í ílát sem loftar vel um, til dæmis körfu eða kassa, en aldrei í plastpoka eða plastílát því þá rotna þeir. Gott er að skera neðsta hlutann af stafnum burt og hreinsa skal allt lauf og óhreinindi af um leið og sveppirnir eru tíndir og er ráðlegt að fjarlægja allar skemmdir strax. Ef til stendur að þurrka sveppina er gott að skera þá í tvennt til að sjá hvort þeir eru maðkaðir. Möðkuðum sveppum verður að henda og er best að gera það á staðnum.

Meira um sveppi en í fyrra

Hinrik segist hafa litið í kringum sig í Heiðmörk eftir sveppum á síðustu dögum. „Fljótt á litið sýnist mér meira af þeim núna en á síðasta ári enda þurfti maður að hafa talsvert fyrir því að finna sveppi síðasta sumar. Ásókn í sveppi í Heiðmörk er gríðarlega mikil og stundum sé ég heilu hópana af fólki sem er markvisst að tína og lítið eftir þegar það er búið að kemba svæðið.

Ég er fremur vanafastur þegar kemur að því að tína sveppi og tíni eingöngu sveppi sem ég þekki og ég veit að eru góðir enda engin ástæða til að taka óþarfa sénsa í þeim málum.“ 

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun