Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Úttekt á stöðu kvenna í sauðjárrækt
Fréttir 23. október 2015

Úttekt á stöðu kvenna í sauðjárrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landssamtök sauðfjárbænda rituðu í dag undir samning við RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, um sérstaka fræðilega Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt, í þeim tilgangi að kanna hvort halli á konur í greininni og ef svo er, hvaða leiðir megi finna til að bæta þar úr.

Ljóst er að víðast þar sem hjón búa með sauðfé leggja bæði af mörkum til búskaparins. Ýmsar vísbendingar eru þó um að kynjahalli sé til staðar innan sauðfjárræktar á Íslandi. Þótt tveir af fimm stjórnarmönnum í Landssamtökum sauðfjárbænda séu konur hafa hins vegar mun fleiri aðalfundarfulltrúar verið karlar og vísbendingar eru um að kynjahlutföllin séu konum í óhag á ýmsum fleiri sviðum.

Á heimssíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að sterk rök hníga að því að innsýn inn í stöðu kvenna í greininni geti gefið haldbærar vísbendingar um hvernig má vinna að umbótum í sauðfjárrækt, en ekki síður í byggðamálum, nýliðun, nýsköpun og í því að tryggja réttindi bænda.

Því hafa Landssamtök sauðfjárbænda, í samvinnu við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands vinna nú að grunngreiningum á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Verkefnisstjóri af hálfu RIKK er Kristín I. Pálsdóttir en Svavar Halldórsson er verkefnisstjóri af hálfu Landssamtaka sauðfjárbænda. Til viðbótar verður, ef þurfa þykir, mótaður rannsóknarrammi fyrir stærra framhaldsverkefni þar sem ítarlegri rannsókn verður gerð á stöðu kvenna í sauðfjárrækt.

Verkefnið ber yfirskriftina Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Í því felst að gera úttekt á stöðunni miðað við fyrirliggjandi gögn og gloppugreining á þekkingu á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Stefnt er að því að skila niðurstöðum, um miðjan nóvember, eða eins fljótt og auðið er, svo hafa megi þær til hliðsjónar við gerð nýs sauðfjárræktarsamnings og væntanlegar breytingar á félagskerfi landssamtakanna.

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...