Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Úttekt á stöðu kvenna í sauðjárrækt
Fréttir 23. október 2015

Úttekt á stöðu kvenna í sauðjárrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landssamtök sauðfjárbænda rituðu í dag undir samning við RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, um sérstaka fræðilega Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt, í þeim tilgangi að kanna hvort halli á konur í greininni og ef svo er, hvaða leiðir megi finna til að bæta þar úr.

Ljóst er að víðast þar sem hjón búa með sauðfé leggja bæði af mörkum til búskaparins. Ýmsar vísbendingar eru þó um að kynjahalli sé til staðar innan sauðfjárræktar á Íslandi. Þótt tveir af fimm stjórnarmönnum í Landssamtökum sauðfjárbænda séu konur hafa hins vegar mun fleiri aðalfundarfulltrúar verið karlar og vísbendingar eru um að kynjahlutföllin séu konum í óhag á ýmsum fleiri sviðum.

Á heimssíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að sterk rök hníga að því að innsýn inn í stöðu kvenna í greininni geti gefið haldbærar vísbendingar um hvernig má vinna að umbótum í sauðfjárrækt, en ekki síður í byggðamálum, nýliðun, nýsköpun og í því að tryggja réttindi bænda.

Því hafa Landssamtök sauðfjárbænda, í samvinnu við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands vinna nú að grunngreiningum á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Verkefnisstjóri af hálfu RIKK er Kristín I. Pálsdóttir en Svavar Halldórsson er verkefnisstjóri af hálfu Landssamtaka sauðfjárbænda. Til viðbótar verður, ef þurfa þykir, mótaður rannsóknarrammi fyrir stærra framhaldsverkefni þar sem ítarlegri rannsókn verður gerð á stöðu kvenna í sauðfjárrækt.

Verkefnið ber yfirskriftina Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Í því felst að gera úttekt á stöðunni miðað við fyrirliggjandi gögn og gloppugreining á þekkingu á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Stefnt er að því að skila niðurstöðum, um miðjan nóvember, eða eins fljótt og auðið er, svo hafa megi þær til hliðsjónar við gerð nýs sauðfjárræktarsamnings og væntanlegar breytingar á félagskerfi landssamtakanna.

 

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...