Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Úttekt á stöðu kvenna í sauðjárrækt
Fréttir 23. október 2015

Úttekt á stöðu kvenna í sauðjárrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landssamtök sauðfjárbænda rituðu í dag undir samning við RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, um sérstaka fræðilega Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt, í þeim tilgangi að kanna hvort halli á konur í greininni og ef svo er, hvaða leiðir megi finna til að bæta þar úr.

Ljóst er að víðast þar sem hjón búa með sauðfé leggja bæði af mörkum til búskaparins. Ýmsar vísbendingar eru þó um að kynjahalli sé til staðar innan sauðfjárræktar á Íslandi. Þótt tveir af fimm stjórnarmönnum í Landssamtökum sauðfjárbænda séu konur hafa hins vegar mun fleiri aðalfundarfulltrúar verið karlar og vísbendingar eru um að kynjahlutföllin séu konum í óhag á ýmsum fleiri sviðum.

Á heimssíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að sterk rök hníga að því að innsýn inn í stöðu kvenna í greininni geti gefið haldbærar vísbendingar um hvernig má vinna að umbótum í sauðfjárrækt, en ekki síður í byggðamálum, nýliðun, nýsköpun og í því að tryggja réttindi bænda.

Því hafa Landssamtök sauðfjárbænda, í samvinnu við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands vinna nú að grunngreiningum á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Verkefnisstjóri af hálfu RIKK er Kristín I. Pálsdóttir en Svavar Halldórsson er verkefnisstjóri af hálfu Landssamtaka sauðfjárbænda. Til viðbótar verður, ef þurfa þykir, mótaður rannsóknarrammi fyrir stærra framhaldsverkefni þar sem ítarlegri rannsókn verður gerð á stöðu kvenna í sauðfjárrækt.

Verkefnið ber yfirskriftina Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Í því felst að gera úttekt á stöðunni miðað við fyrirliggjandi gögn og gloppugreining á þekkingu á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Stefnt er að því að skila niðurstöðum, um miðjan nóvember, eða eins fljótt og auðið er, svo hafa megi þær til hliðsjónar við gerð nýs sauðfjárræktarsamnings og væntanlegar breytingar á félagskerfi landssamtakanna.

 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...