Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ (t.v.), með útskriftarnemendum á Hvanneyri sem voru rösklega 70 þetta vorið.
Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ (t.v.), með útskriftarnemendum á Hvanneyri sem voru rösklega 70 þetta vorið.
Mynd / Áskell Þórisson
Líf og starf 19. júní 2014

Útskrift frá LBHÍ

Landbúnaðarháskóla Íslands var slitið í tíunda skipti föstudaginn 6. júní síðastliðinn. Rösklega 70 nemendur háskólabrauta og búfræði voru útskrifaðir að þessu sinni. Athöfnin fór fram í Ásgarði á Hvanneyri. Starfsstöð LbhÍ á Reykjum í Ölfusi – Garðyrkjuskólanum – var slitið fyrir nokkru, en þar voru útskrifaðir 35 nemendur. Þá er þess að geta að á sumardaginn fyrsta (á Skeifudaginn) voru 45 nemendur útskrifaðir úr Reiðmanninum, sem er námslína í endurmenntun LbhÍ.

Ágúst Sigurðsson rektor minntist þess í ræðu sinni á Hvanneyri að nú væru 125 ár liðin síðan skólastarf hófst á Hvanneyri og 75 ár síðan Garðyrkjuskólinn varð að veruleika. Á næsta ári er liðin hálf öld frá því að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hóf starfsemi, en Rala ásamt skólunum tveimur er grunnur Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta eru merkar vörður í sögu íslensks vísinda- og skólastarfs. Við getum rakið sögu bændamenntunar á Hvanneyri til þess er Hjörtur Hansson frá Hækingsdal í Kjós kom í skólann um Krossmessu vorið 1889, en skólaárið taldist þá frá miðjum maí til jafnlengdar næsta ár. Þá var skólastjórinn jafnframt eini kennari skólans,“ sagði rektor.

Þurfum að framleiða meiri mat

Ágúst gerði loftslagsbreytingar og hraða fjölgun mannkyns að umtalsefni í ræðu sinni, en ljóst er að framleiða þarf helmingi meiri mat í heiminum á næstu 50 árum en nú er gert. „Fólksfjölgun er ör og sífellt fleiri vilja borða jafn vel og Vesturlandabúar hafa tamið sér. Þetta verður að gera án þess að ganga frekar á gæði jarðarinnar. Það þarf að auka framleiðni verulega á sama tíma og margt bendir til þess að skilyrði muni versna á stórum landsvæðum vegna loftslagsbreytinga. Staðan er ekki vonlaus – langt í frá. Nú sem endranær er best að treysta á hugvitið og velja árangursríkustu leiðirnar að settu marki. Þarna höfum við – starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands – mikilvægu hlutverki að gegna. Alveg tvímælalaust. Lágmarkið er að við sjáum okkur sjálfum fyrir nægum matvælum, en því er spáð að Íslendingum muni fjölga um 30% fram til 2060. Við þurfum því að finna leiðir til þess að nýta það ræktarland sem við eigum sem betur fer nóg af og þetta þarf að gera með hagkvæmum hætti án þess að ganga á gæði landsins. Íslenskar landbúnaðarafurðir gætu orðið mikilvæg útflutningsvara en þá er nauðsynlegt að tryggja samkeppnishæfni þeirra. Það kallar aftur á mikil gæði og aukna framleiðni í greininni og þar hljótum við að hafa verk að vinna,“ sagði Ágúst.

8 myndir:

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...