Útlit fyrir góða humaluppskeru á Bretlandseyjum
Bjóráhugamenn í Bretlandi eru glaðir á svipinn þessa dagana enda bendir flest til þess á humaluppskera í ár verði með betra móti enda vaxtarskilyrði fyrir humal víða mjög góð.
Spár fyrir humaluppskeru í Hereford- og Worcesterskíri eru mjög góðar enda vaxtarskilyrði fyrir humal á yfirstandandi vaxtartímabili nánast fullkomin. Uppskera í Kent og öðrum héruðum í suður Englandi er sögð vera meiri en síðast liðin tvö ár þrátt fyrir minni rigningu en vonast var eftir.
Í kjölfar humaluppskerunnar á Bretlandseyjum fylgja víða bjórhátíðir þar sem gestir fá tækifæri til að smakka tugi ef ekki hundruð ólíkar gerðir af bjór frá litlum bjórgerðum. Ólík kvæmi af humal framkalla mismunandi bragð sem er allt frá því að vera rammbitur yfir á að vera silkimjúkt.