Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Valgeir Bjarnason fer með umsjón yfir áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Valgeir Bjarnason fer með umsjón yfir áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Fréttir 24. ágúst 2016

Útilokað að flýta birtingu niðurstaðna úr áburðareftirliti Matvælastofnunar

Höfundur: smh
Á aðalfundum Landssambands kúabænda (LK) og Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem haldnir voru síðastliðið vor, var skorað á Matvælastofnun að birta niðurstöður úr áburðareftirliti sínu fyrr en tíðkast hefur. Í ályktunum beggja funda er tiltekið sérstaklega að æskilegt sé að niðurstöður séu ljósar áður en áburður fyrir næsta ár er pantaður.
 
Valgeir Bjarnason hefur yfirumsjón með áburðareftirliti Matvælastofnunar. Hann segir að reynt sé að flýta ferlinu eins og kostur sé, en af ýmsum ástæðum er útilokað að flýta því enn frekar. „Fyrir það fyrsta þá setur reglugerð 291/2010 okkur þær skyldur á herðar að útilokað er að birta þessar niðurstöður fyrr. Þar er í 2. grein kveðið á um að eftirlitsskýrslan nái yfir þær vörur og sem eru skráðar og eru á markaði á viðkomandi ári. „Áburðarskráningar og innflutningur á sér stað allt árið. Því er ekki hægt að loka svona skýrslu  fyrr en á nýju ári. Áburðareftirlitið tekur ekki bara til jarðræktaráburðar heldur einnig ylræktar, blómaræktar, lífræns áburðar og fleira. 
 
Svo geta veðurfarslegar aðstæður verið misjafnar og gert okkur erfitt fyrir – til dæmis í vætutíð. Með þeim sýnatökuaðferðum sem notaðar eru nást ekki nema sex til átta sýni á dag og síðan þarf annan dag til að skipta þeim og ganga frá þeim til sendingar. Efnagreiningastofan þarf tvær vikur til greininga. 
Eftir að niðurstöður eru fengnar eru þær fyrst sendar á fyrirtækin og þeim gefinn kostur á andmælum samkvæmt stjórnsýslulögum.“
 
Ekki hægt að breyta verklaginu
 
Valgeir er því ekki bjartsýnn á að hægt sé að breyta verklagi þannig að hægt sé að mæta kröfum LK og LS. „Skýrslan um áburðareftirlit undanfarins árs er ein viðamesta skýrsla sem Matvælastofnun gefur út varðandi einstakt eftirlit. Hún á að taka til áburðareftirlits undangengins árs og er miðað við að í skýrslunni sé yfirlit yfir efna- og örverugreiningar, athugasemdir sem gerðar eru við merkingar og listi yfir þær vörur sem skráðar eru og eru á markaði á viðkomandi ári. Skýrslan fyrir síðasta ár kom út 25. janúar 2016, þannig að nægur tími á að gefast til að skoða hana áður en gengið er frá áburðarpöntunum. Stefnt er á að skýrslan komi fyrr út fyrir árið í ár, en þó ekki fyrir áramót.
 
Eftirlitið miðast því að öllum áburði sem fluttur er til landsins eða er framleiddur hérlendis, til dæmis kjötmjöl og molta. Stöðugt er verið að skrá nýjar áburðartegundir, nýir aðilar að koma á markað og verið að flytja inn eða framleiða áburð allt árið. Reglugerðin gerir því ráð fyrir að birtar séu upplýsingar fyrir allt undangengið ár. Hluti af innfluttum áburði er ætlaður til ylræktar og garðyrkju sem fyrr segir, en sú ræktun fer fram allt árið. Þannig að til að unnt sé að gefa út skýrslu fyrir þetta eftirlit verður að bíða til síðasta dags ársins til að unnt sé að taka saman öll gögn sem varða það ár. Miðað við að í skýrslunni séu upplýsingar um allan framleiddan og innfluttan áburð síðasta ár er ekki unnt að birta skýrsluna fyrr,“ segir Valgeir. 
 
Önnur og þriðja grein stangast á
 
Í 3. grein áðurnefndrar reglugerðar er kveðið á um að skýrslu Matvælastofnunar vegna eftirlits á árinu skuli birta fyrir lok viðkomandi árs. Valgeir segir þetta stangast á við 2. greinina sem áður er getið og ekki sé hægt að mæta henni til dæmis með því að skikka áburðarsala til að leggja vörur sínar fram fyrir tiltekinn tíma. „Matvælastofnun hefur ekki vald til að ákveða tímasetningar fyrir innflutning á áburði og getur því ekki skipað áburðarsölum fyrir verkum hvað þetta varðar. Skylt er að láta skrá allar áburðartegundir hjá stofnuninni og skila inn vottorðum um innihald kadmíums í áburðinum.
Matvælastofnun hefur ekki formlega lögsögu yfir áburðinum fyrr en hann er kominn til landsins. Áburður til jarðræktar kemur til landsins frá lokum mars fram í byrjun maí og fer sýnataka fram á þeim tíma. 
Allar upplýsingar um nýskráningar, innflutning og framleiðslu ársins liggja ekki fyrir fyrr en 31. desember ár hvert, því er ekki unnt að leggja lokahönd á skýrsluna fyrr en upp úr áramótum. Skýrslan krefst að auki vandlegrar yfirferðar þannig að réttar upplýsingar komi fram.
 
Áburðarfyrirtækin eru samkvæmt lögum ábyrg fyrir framleiðslu sinni. Þau hafa upplýsingaskyldur gagnvart viðskiptavinum sínum komi fram gallar í söluvörum þeirra. Þau hafa tekið mið af skýrslunni og til dæmis gert ákveðnar kröfur á framleiðendur varðandi gæðaeftirlit. Sum senda niðurstöður efnagreininga úr innra eftirliti framleiðslufyrirtækjanna til Matvælastofnunar um leið og þau tilkynna innflutning.
 
Á síðasta ári stóðust fimm áburðartegundir ekki kröfur samkvæmt mælingum Matvælastofnunar, tvær þessara tegunda voru ekki á boðstólum í ár. Efnasamsetningu einnar tegundar var breytt með tilliti til niðurstaðna stofnunarinnar, eina þurfti að endurmerkja og ein var markaðssett án breytinga en eftir sýnatöku og efnagreiningu,“ segir Valgeir. 
Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...