Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Mynd / Stefan Vladimirov
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði samtals 474,4 milljónum króna til verkefnanna sem hlutu á bilinu 1,6 til 30 milljón króna hver.

Styrkir úr Matvælasjóði var nú úthlutað í sjötta sinn en hlutverk þess er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðarog sjávarafurðum. Sjóðurinn skiptist í fjóra styrktarflokka og styrkir verkefni á hugmyndarstigi, afurðir sem eru lengra komnar, rannsóknarverkefni sem og sóknir á markað.

Haft er eftir ráðherra í tilkynningu að frjó hugsun og leiðir til betri hráefnisnýtingar hafi verið einkennandi fyrir margar umsóknir í ár.

Hæstu styrkina, 30 milljónir króna, hlutu þrjú fyrirtæki; Ísfélagið í Vestmannaeyjum, nýsköpunarfyrirtækið Coolity ehf. og framleiðslufyrirtækið The Basic Cookbook Company ehf. Þá hlaut Matís fjóra styrki, að upphæð um 109 milljónir króna.

Meðal þeirra verkefna sem hlutu brautargengi Matvælasjóðs í ár eru verkefni sem snúa að frostþurrkuðu skyri, vörumerkjaþróun fyrir landeldislax, bragðaukandi efni úr hliðarstraumum spirulinu framleiðslu og kaldræktuðum sælkerasveppum. Einnig rannsóknarverkefnum sem skoða kolefnisspor íslenskra matvæla og leita að orsök hnúðabólgubreytinga í íslenskum hreindýrum. Þá eru á lista styrkþegar með verkefni á byrjunarstigi sem fjalla um sæhvannasætindi, viskíverksmiðju á Vestfjörðum, þróun á húðvörum úr nautatólg, sjávartófu og þróun á heilsudrykk úr gerjuðum birkisafa.

Alls bárust 129 umsóknir til Matvælasjóðs í ár og hafa þær aldrei verið færri.

Skylt efni: matvælasjóður

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...