Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Mynd / Stefan Vladimirov
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði samtals 474,4 milljónum króna til verkefnanna sem hlutu á bilinu 1,6 til 30 milljón króna hver.

Styrkir úr Matvælasjóði var nú úthlutað í sjötta sinn en hlutverk þess er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðarog sjávarafurðum. Sjóðurinn skiptist í fjóra styrktarflokka og styrkir verkefni á hugmyndarstigi, afurðir sem eru lengra komnar, rannsóknarverkefni sem og sóknir á markað.

Haft er eftir ráðherra í tilkynningu að frjó hugsun og leiðir til betri hráefnisnýtingar hafi verið einkennandi fyrir margar umsóknir í ár.

Hæstu styrkina, 30 milljónir króna, hlutu þrjú fyrirtæki; Ísfélagið í Vestmannaeyjum, nýsköpunarfyrirtækið Coolity ehf. og framleiðslufyrirtækið The Basic Cookbook Company ehf. Þá hlaut Matís fjóra styrki, að upphæð um 109 milljónir króna.

Meðal þeirra verkefna sem hlutu brautargengi Matvælasjóðs í ár eru verkefni sem snúa að frostþurrkuðu skyri, vörumerkjaþróun fyrir landeldislax, bragðaukandi efni úr hliðarstraumum spirulinu framleiðslu og kaldræktuðum sælkerasveppum. Einnig rannsóknarverkefnum sem skoða kolefnisspor íslenskra matvæla og leita að orsök hnúðabólgubreytinga í íslenskum hreindýrum. Þá eru á lista styrkþegar með verkefni á byrjunarstigi sem fjalla um sæhvannasætindi, viskíverksmiðju á Vestfjörðum, þróun á húðvörum úr nautatólg, sjávartófu og þróun á heilsudrykk úr gerjuðum birkisafa.

Alls bárust 129 umsóknir til Matvælasjóðs í ár og hafa þær aldrei verið færri.

Skylt efni: matvælasjóður

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...