Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Mynd / Stefan Vladimirov
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði samtals 474,4 milljónum króna til verkefnanna sem hlutu á bilinu 1,6 til 30 milljón króna hver.

Styrkir úr Matvælasjóði var nú úthlutað í sjötta sinn en hlutverk þess er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðarog sjávarafurðum. Sjóðurinn skiptist í fjóra styrktarflokka og styrkir verkefni á hugmyndarstigi, afurðir sem eru lengra komnar, rannsóknarverkefni sem og sóknir á markað.

Haft er eftir ráðherra í tilkynningu að frjó hugsun og leiðir til betri hráefnisnýtingar hafi verið einkennandi fyrir margar umsóknir í ár.

Hæstu styrkina, 30 milljónir króna, hlutu þrjú fyrirtæki; Ísfélagið í Vestmannaeyjum, nýsköpunarfyrirtækið Coolity ehf. og framleiðslufyrirtækið The Basic Cookbook Company ehf. Þá hlaut Matís fjóra styrki, að upphæð um 109 milljónir króna.

Meðal þeirra verkefna sem hlutu brautargengi Matvælasjóðs í ár eru verkefni sem snúa að frostþurrkuðu skyri, vörumerkjaþróun fyrir landeldislax, bragðaukandi efni úr hliðarstraumum spirulinu framleiðslu og kaldræktuðum sælkerasveppum. Einnig rannsóknarverkefnum sem skoða kolefnisspor íslenskra matvæla og leita að orsök hnúðabólgubreytinga í íslenskum hreindýrum. Þá eru á lista styrkþegar með verkefni á byrjunarstigi sem fjalla um sæhvannasætindi, viskíverksmiðju á Vestfjörðum, þróun á húðvörum úr nautatólg, sjávartófu og þróun á heilsudrykk úr gerjuðum birkisafa.

Alls bárust 129 umsóknir til Matvælasjóðs í ár og hafa þær aldrei verið færri.

Skylt efni: matvælasjóður

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...