Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Trékyllisvík á Ströndum.
Trékyllisvík á Ströndum.
Mynd / Svanlaug Sigurðardóttir
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsúrræði sem almennt miða að þéttbýlinu eins og að greiða inn á lán með séreignarsparnaði eða hlutdeildarlánin svo dæmi sé tekið.

Hilmar Vilberg Gylfason.

Ný reglugerð, nr. 555/2017, um samræmt verklag við ráðstöfun iðngjalda til séreignarsparnaðar til stuðnings kaupa á fyrstu íbúð hefur tekið gildi. Reglugerðin tekur mið af breytingum á lögum til stuðnings til kaupa á fyrstu íbúð samkvæmt breytingalögum, 55/2022, sem tóku gildi 1. janúar 2023.

Málið var opið til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda 2. til 22. desember síðastliðinn.

Leggja til viðbætur

Ungir bændur hafa kallað eftir því að þeir geti nýtt öll úrræðin sem almennt miða að þéttbýlinu, meðal annars til að geta greitt upp lán til kaupa á fyrstu íbúð.

Á þeim forsendum sendu Bændasamtök Íslands inn umsögn um drög að reglugerð um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, mál nr. 244/2022. Og lögðu til breytingu á annarri grein reglugerðarinnar og að orðalag hennar yrði:

,,Með íbúð samkvæmt lögum nr. 111/2016 er átt við fasteign sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem og lögbýlisjörð sem þegar er í búrekstri eða ætluð er til búrekstrar. Eigandi íbúðar í skilningi laganna telst einungis sá sem skráður er eigandi í fasteignaskrá.“

Breyting Bændasamtakanna fólst í að bæta inn orðalaginu „sem og lögbýlisjörð sem þegar er í búrekstri eða ætluð er til búrekstrar.“

Staða ungra bænda erfið

Þrjá umsagnir bárust og þar af ein frá Bændasamtökum Íslands. Í umsögn samtakanna segir meðal annars: „Staða þess unga fólks sem vill hefja búskap er í mörgu sambærileg við stöðu ungs fólks vegna kaupa á fyrstu íbúð þar sem í báðum tilvikum er um að ræða aðgerðir einstaklinga til að eignast húsaskjól fyrir sig og fjölskyldu sína. Staða þessa hóps hefur verið erfið þar sem kröfur eru gerðar um hátt eiginfjárframlag við kaup á fyrstu bújörð. Þannig er full þörf á því að stjórnvöld gæti þess að ívilnandi aðgerðir sem finna má stoð í lögum nýtist öllum sambærilegum hópum á grundvelli sjónarmiða um jafnræði sem og að slíkar aðgerðir tali beint inn í byggða- og atvinnustefnu út um allt land. Með slíku úrræði er einnig byggt undir að búskap sé viðhaldið á bújörðum með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á fæðuöryggi þjóðarinnar.“

Hilmar Vilberg Gylfason, yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að samtökin hafi átt gott samtal við fjármála- og efnahagsráðuneytið í framhaldinu.

„Þó ekki hafi verið fallist á breytingartillögu Bændasamtakanna þá hafi ráðuneytið tekið undir röksemdirnar og fengist staðfesting á því að ráðuneytið líti svo á að úrræðin eigi að nýtast ungum bændum eins og öðrum þegar íbúðarhúsnæði er hluti af kaupum á bújörðum. Einnig gaf ráðuneytið vilyrði fyrir því að ef einhverjir vankantar eru á regluverkinu sem koma í veg fyrir að ungir bændur geti nýtt sér úrræðið þá sé það vilji ráðuneytisins að bregðast við því.“

Skylt efni: ungir bændur

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara