Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úrlausn fyrir sauðfjárbændur þolir enga bið
Mynd / MÞÞ
Fréttir 18. september 2017

Úrlausn fyrir sauðfjárbændur þolir enga bið

Í yfirlýsingu, sem Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda voru að senda frá sér, kemur fram að úrlausn fyrir sauðfjárbændur þoli enga bið.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Fulltrúar Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ) hafa síðustu vikur og mánuði leitað lausna ásamt stjórnvöldum á aðsteðjandi rekstrarvanda sauðfjárbænda. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif allt að 35% lækkunar á afurðaverði sem sláturleyfishafar kynntu bændum í ágústmánuði. Þau eru alvarleg og fjöldi bænda sér fram á verulega erfiðleika í sínum rekstri ef fram heldur sem horfir.

Þann 4. september síðastliðinn kynnti landbúnaðarráðherra tillögur um aðgerðir til að leysa vanda sauðfjárbænda. Samtök bænda lýstu því strax yfir að margt væri hægt að taka undir hjá ráðherra en tóku jafnframt skýrt fram að tillögurnar leystu ekki vandann að fullu.

Þriðjudaginn 19. september hafa Landssamtök sauðfjárbænda boðað til aukafundar þar sem til stendur að ræða tillögur ráðherra og álykta um framhaldið. Markmið fulltrúa bænda er að koma fram með lausnir sem taka á þeim bráðavanda sem stéttin stendur frammi fyrir.

Nýjustu vendingar í þjóðmálunum og sú staðreynd að núverandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er fallin setja málið í uppnám. Samtök bænda leggja þunga áherslu á að lausnum fyrir sauðfjárbændur verði ekki frestað. Málið þolir enga bið.

Það er mikilvægt að Alþingi setji málefni sauðfjárbænda á dagskrá svo fljótt sem unnt er og taki tillit til þeirra athugasemda sem bændur munu leggja fram við framlagðar tillögur fráfarandi landbúnaðarráðherra. Skjót og farsæl úrlausn mun eyða óvissu og tryggja að ekki verði hrun í stétt sauðfjárbænda.

Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands beina þeim skilaboðum til sinna félagsmanna að ekkert er í hendi um aðgerðir fyrr en Alþingi hefur tekið afstöðu til málsins. Forystufólk BÍ og LS rær að því öllum árum að ná farsælli lendingu með stjórnvöldum sem allra fyrst. Tilfinning þess er að víðtækur hljómgrunnur sé fyrir því í öllum stjórnmálaflokkum að bregðast við,“ segir í yfirlýsingunni.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...