Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Úrlausn fyrir sauðfjárbændur þolir enga bið
Mynd / MÞÞ
Fréttir 18. september 2017

Úrlausn fyrir sauðfjárbændur þolir enga bið

Í yfirlýsingu, sem Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda voru að senda frá sér, kemur fram að úrlausn fyrir sauðfjárbændur þoli enga bið.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Fulltrúar Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ) hafa síðustu vikur og mánuði leitað lausna ásamt stjórnvöldum á aðsteðjandi rekstrarvanda sauðfjárbænda. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif allt að 35% lækkunar á afurðaverði sem sláturleyfishafar kynntu bændum í ágústmánuði. Þau eru alvarleg og fjöldi bænda sér fram á verulega erfiðleika í sínum rekstri ef fram heldur sem horfir.

Þann 4. september síðastliðinn kynnti landbúnaðarráðherra tillögur um aðgerðir til að leysa vanda sauðfjárbænda. Samtök bænda lýstu því strax yfir að margt væri hægt að taka undir hjá ráðherra en tóku jafnframt skýrt fram að tillögurnar leystu ekki vandann að fullu.

Þriðjudaginn 19. september hafa Landssamtök sauðfjárbænda boðað til aukafundar þar sem til stendur að ræða tillögur ráðherra og álykta um framhaldið. Markmið fulltrúa bænda er að koma fram með lausnir sem taka á þeim bráðavanda sem stéttin stendur frammi fyrir.

Nýjustu vendingar í þjóðmálunum og sú staðreynd að núverandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er fallin setja málið í uppnám. Samtök bænda leggja þunga áherslu á að lausnum fyrir sauðfjárbændur verði ekki frestað. Málið þolir enga bið.

Það er mikilvægt að Alþingi setji málefni sauðfjárbænda á dagskrá svo fljótt sem unnt er og taki tillit til þeirra athugasemda sem bændur munu leggja fram við framlagðar tillögur fráfarandi landbúnaðarráðherra. Skjót og farsæl úrlausn mun eyða óvissu og tryggja að ekki verði hrun í stétt sauðfjárbænda.

Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands beina þeim skilaboðum til sinna félagsmanna að ekkert er í hendi um aðgerðir fyrr en Alþingi hefur tekið afstöðu til málsins. Forystufólk BÍ og LS rær að því öllum árum að ná farsælli lendingu með stjórnvöldum sem allra fyrst. Tilfinning þess er að víðtækur hljómgrunnur sé fyrir því í öllum stjórnmálaflokkum að bregðast við,“ segir í yfirlýsingunni.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...