Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Úrhelli í upphafi Landsmóts
Mynd / HKr.
Fréttir 3. júlí 2014

Úrhelli í upphafi Landsmóts

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Úrhellisrigning var á Gaddstaðaflötum á Hellu þar sem Landsmót hestamanna fer fram í gær, á þriðjudag og mánudag. Fresta þurfti keppnishaldi á þriðjudag og í gær.

Sigurður Ævarsson mótsstjóri segir að unnið sé að því að finna tíma fyrir þær greinar sem frestað var. Ekki komi til greina að fella niður keppnishald í neinum greinum. „Þetta er búið að vera erfitt og snúið. Við erum að vinna í því að breyta tímasetningum, í góðu samstarfi við keppendur. Þetta verður leyst, það er ekki í boði að fella neitt niður. Það spáir betra veðri á morgun [í dag] og það verður bara byrjað fyrr og verið að lengur.“

Veðrið hefur að mati Sigurðar haft einhver áhrif á þá dóma fram til þessa en allir sitji þó við sama borð. Hann segir mestu furðu hversu góðar brautirnar á Gaddstaðaflötum séu, þrátt fyrir það mikla vatnsveður sem verið hefur. „Sérstaklega er kynbótavöllurinn góður, hann hefur alls ekki orðið sleipur.“

Gestir eru orðnir nokkuð hraktir eftir bleytuna síðustu daga en Sigurður segir að þó sé engan bilbug á þeim að finna. Sigurður lofar þó góðu veðri á laugardaginn þegar mótshaldið nær hámarki. „Ég sagði í viðtali við Bændablaðið fyrir mánuði að langtímaspár lofuðu góðu veðri á mótinu. Ég verð að éta það ofan í mig en ég vonast til að þetta fari að lagast og verði gott um helgina.“

Veður er nú með ágætasta móti á Gaddstaðaflötum og gengur keppnishald ágætlega.

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...