Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Úrhelli í upphafi Landsmóts
Mynd / HKr.
Fréttir 3. júlí 2014

Úrhelli í upphafi Landsmóts

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Úrhellisrigning var á Gaddstaðaflötum á Hellu þar sem Landsmót hestamanna fer fram í gær, á þriðjudag og mánudag. Fresta þurfti keppnishaldi á þriðjudag og í gær.

Sigurður Ævarsson mótsstjóri segir að unnið sé að því að finna tíma fyrir þær greinar sem frestað var. Ekki komi til greina að fella niður keppnishald í neinum greinum. „Þetta er búið að vera erfitt og snúið. Við erum að vinna í því að breyta tímasetningum, í góðu samstarfi við keppendur. Þetta verður leyst, það er ekki í boði að fella neitt niður. Það spáir betra veðri á morgun [í dag] og það verður bara byrjað fyrr og verið að lengur.“

Veðrið hefur að mati Sigurðar haft einhver áhrif á þá dóma fram til þessa en allir sitji þó við sama borð. Hann segir mestu furðu hversu góðar brautirnar á Gaddstaðaflötum séu, þrátt fyrir það mikla vatnsveður sem verið hefur. „Sérstaklega er kynbótavöllurinn góður, hann hefur alls ekki orðið sleipur.“

Gestir eru orðnir nokkuð hraktir eftir bleytuna síðustu daga en Sigurður segir að þó sé engan bilbug á þeim að finna. Sigurður lofar þó góðu veðri á laugardaginn þegar mótshaldið nær hámarki. „Ég sagði í viðtali við Bændablaðið fyrir mánuði að langtímaspár lofuðu góðu veðri á mótinu. Ég verð að éta það ofan í mig en ég vonast til að þetta fari að lagast og verði gott um helgina.“

Veður er nú með ágætasta móti á Gaddstaðaflötum og gengur keppnishald ágætlega.

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Farsæll áhugaræktandi
15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Stjörnuspá vikunnar
15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar