Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Agnar Jónasson, fyrrum skeifusmiður, komin á kaf í bílaniðurrif í nýja fyrirtækinu sínu, Partasölu Vesturlands, í Stykkishólmi.
Agnar Jónasson, fyrrum skeifusmiður, komin á kaf í bílaniðurrif í nýja fyrirtækinu sínu, Partasölu Vesturlands, í Stykkishólmi.
Fréttir 3. júní 2016

Úr skeifusmíði í bílapartasölu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Agnar Jónasson, sem margir þekkja sem skeifusmið, er nú að söðla um í starfi og opna bílapartasölu í Stykkishólmi. 
 
Agnar segist hafa orðið að hætta í skeifuframleiðslunni vegna ofnæmis. Var hann orðinn illa farinn á höndum og orðinn óvinnufær er hann gerði tilraunir með að bera á sig áburð sem unninn er úr minkafitu. Það hafi undraverð áhrif og gerði honum kleift að halda áfram skeifusmíðinni um sinn, en nú telur hann fullreynt. Hann segist hafa verið blóðrisa alla daga og óæskileg efni úr smíðinni hafi síast í gegn þótt hann hafi verið með vettlinga. 
 
„Ég er nýhættur að framleiða skeifurnar þannig að ég fór að snúa mér að öðru. Nú er ég að setja á fót bílapartasölu sem er sú eina á svæðinu frá Reykjavík til Akureyrar. Hún mun heita Partasala Vesturlands. Heimasíða fyrirtækisins er að fara í loftið og ég er byrjaður að rífa 20 bíla,“ segir Agnar. Hann telur að markaður sé nægur á svæðinu enda langt að sækja í aðrar bílapartasölur.  
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...