Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Agnar Jónasson, fyrrum skeifusmiður, komin á kaf í bílaniðurrif í nýja fyrirtækinu sínu, Partasölu Vesturlands, í Stykkishólmi.
Agnar Jónasson, fyrrum skeifusmiður, komin á kaf í bílaniðurrif í nýja fyrirtækinu sínu, Partasölu Vesturlands, í Stykkishólmi.
Fréttir 3. júní 2016

Úr skeifusmíði í bílapartasölu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Agnar Jónasson, sem margir þekkja sem skeifusmið, er nú að söðla um í starfi og opna bílapartasölu í Stykkishólmi. 
 
Agnar segist hafa orðið að hætta í skeifuframleiðslunni vegna ofnæmis. Var hann orðinn illa farinn á höndum og orðinn óvinnufær er hann gerði tilraunir með að bera á sig áburð sem unninn er úr minkafitu. Það hafi undraverð áhrif og gerði honum kleift að halda áfram skeifusmíðinni um sinn, en nú telur hann fullreynt. Hann segist hafa verið blóðrisa alla daga og óæskileg efni úr smíðinni hafi síast í gegn þótt hann hafi verið með vettlinga. 
 
„Ég er nýhættur að framleiða skeifurnar þannig að ég fór að snúa mér að öðru. Nú er ég að setja á fót bílapartasölu sem er sú eina á svæðinu frá Reykjavík til Akureyrar. Hún mun heita Partasala Vesturlands. Heimasíða fyrirtækisins er að fara í loftið og ég er byrjaður að rífa 20 bíla,“ segir Agnar. Hann telur að markaður sé nægur á svæðinu enda langt að sækja í aðrar bílapartasölur.  
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...