Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Úr 19 bása rörakerfi yfir í  136 legubása mjaltaþjónafjós
Mynd / smh
Fréttir 19. ágúst 2016

Úr 19 bása rörakerfi yfir í 136 legubása mjaltaþjónafjós

Höfundur: smh
Á bænum Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum í Borgarfirði er nú risið myndarlegt nýtt fjós. 
 
Að búrekstrinum á Gunnlaugs­stöðum standa feðgarnir Þórður Einarsson og Guðmundur Eggert Þórðarson. Þegar blaðamann bar að garði um síðustu mánaðamót voru iðnaðarmenn á fullu inni í fjósinu að ganga frá lausum endum, en gert er ráð fyrir því að fjósið verði tekið í notkun í þessum mánuði.
 
Horft  heim að Gunnlaugsstöðum þar sem gamla fjósið stendur. Fjallið Baula sést í baksýn.
 
Miklar breytingar
 
Gamla fjósið á Gunnlaugsstöðum, sem byggt var á fjórða tug síðustu aldar, er með 19 bása og hefðbundið gamalt rörakerfi, en í nýja fjósinu verða 136 legubásar og fjóra nautastíur. Nýja fjósið er um 1.360 fermetrar og í byrjun er gert ráð fyrir einum mjaltaþjóni og 64 mjólkandi kúm, þannig að óhætt er að segja að um afar stórt stökk sé að ræða fyrir feðgana í búskapnum á Gunnlaugsstöðum. Mjaltaþjónn er af tegundinni DeLaval, en tæki og tól koma frá Fóðurblöndunni. 
 
Í hönnun á fjósinu er gert ráð fyrir möguleikanum á að bæta við einum mjaltaþjóni og ætlunin er að vera líka með nautaeldi – þannig að heildarfjöldi nautgripa í fjósinu verður nálægt 150. 
 
Annaðhvort að hætta eða byggja
 
Að sögn Guðmundar hefur gengið mjög vel að fjármagna bygginguna og þeim vel verið tekið hjá lánastofnunum – en um mikla fjárfestingu er að ræða. „Þetta verður þróunin hjá flestum þeim sem eru með gömul, lítil fjós – með breytingum á reglugerðum og lögum er verið að þrýsta þeim út í breytingar á húsakostum sínum. Það er annaðhvort að hætta eða byggja,“ segir Guðmundur Eggert um ákvörðun þeirra feðga að fara út í framkvæmdina.
 
Guðmundur E. Þórðarson á gólfinu á nýja fjósinu sem er um 1.360 fermetrar.
 
Þórður ætlaði að bregða búi og selja jörðina
 
Guðmundur Eggert segist vera nýlega fluttur í Borgar­fjörðinn í föðurhús. „Pabbi var að hugsa um að hætta í búskap og selja jörðina. Mér fannst það ekki hægt og þess vegna ákvað ég fyrir frekar stuttu síðan að flytja hingað og taka þátt í búskapnum.“

4 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...