Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úr 19 bása rörakerfi yfir í  136 legubása mjaltaþjónafjós
Mynd / smh
Fréttir 19. ágúst 2016

Úr 19 bása rörakerfi yfir í 136 legubása mjaltaþjónafjós

Höfundur: smh
Á bænum Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum í Borgarfirði er nú risið myndarlegt nýtt fjós. 
 
Að búrekstrinum á Gunnlaugs­stöðum standa feðgarnir Þórður Einarsson og Guðmundur Eggert Þórðarson. Þegar blaðamann bar að garði um síðustu mánaðamót voru iðnaðarmenn á fullu inni í fjósinu að ganga frá lausum endum, en gert er ráð fyrir því að fjósið verði tekið í notkun í þessum mánuði.
 
Horft  heim að Gunnlaugsstöðum þar sem gamla fjósið stendur. Fjallið Baula sést í baksýn.
 
Miklar breytingar
 
Gamla fjósið á Gunnlaugsstöðum, sem byggt var á fjórða tug síðustu aldar, er með 19 bása og hefðbundið gamalt rörakerfi, en í nýja fjósinu verða 136 legubásar og fjóra nautastíur. Nýja fjósið er um 1.360 fermetrar og í byrjun er gert ráð fyrir einum mjaltaþjóni og 64 mjólkandi kúm, þannig að óhætt er að segja að um afar stórt stökk sé að ræða fyrir feðgana í búskapnum á Gunnlaugsstöðum. Mjaltaþjónn er af tegundinni DeLaval, en tæki og tól koma frá Fóðurblöndunni. 
 
Í hönnun á fjósinu er gert ráð fyrir möguleikanum á að bæta við einum mjaltaþjóni og ætlunin er að vera líka með nautaeldi – þannig að heildarfjöldi nautgripa í fjósinu verður nálægt 150. 
 
Annaðhvort að hætta eða byggja
 
Að sögn Guðmundar hefur gengið mjög vel að fjármagna bygginguna og þeim vel verið tekið hjá lánastofnunum – en um mikla fjárfestingu er að ræða. „Þetta verður þróunin hjá flestum þeim sem eru með gömul, lítil fjós – með breytingum á reglugerðum og lögum er verið að þrýsta þeim út í breytingar á húsakostum sínum. Það er annaðhvort að hætta eða byggja,“ segir Guðmundur Eggert um ákvörðun þeirra feðga að fara út í framkvæmdina.
 
Guðmundur E. Þórðarson á gólfinu á nýja fjósinu sem er um 1.360 fermetrar.
 
Þórður ætlaði að bregða búi og selja jörðina
 
Guðmundur Eggert segist vera nýlega fluttur í Borgar­fjörðinn í föðurhús. „Pabbi var að hugsa um að hætta í búskap og selja jörðina. Mér fannst það ekki hægt og þess vegna ákvað ég fyrir frekar stuttu síðan að flytja hingað og taka þátt í búskapnum.“

4 myndir:

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.