Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úr 19 bása rörakerfi yfir í  136 legubása mjaltaþjónafjós
Mynd / smh
Fréttir 19. ágúst 2016

Úr 19 bása rörakerfi yfir í 136 legubása mjaltaþjónafjós

Höfundur: smh
Á bænum Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum í Borgarfirði er nú risið myndarlegt nýtt fjós. 
 
Að búrekstrinum á Gunnlaugs­stöðum standa feðgarnir Þórður Einarsson og Guðmundur Eggert Þórðarson. Þegar blaðamann bar að garði um síðustu mánaðamót voru iðnaðarmenn á fullu inni í fjósinu að ganga frá lausum endum, en gert er ráð fyrir því að fjósið verði tekið í notkun í þessum mánuði.
 
Horft  heim að Gunnlaugsstöðum þar sem gamla fjósið stendur. Fjallið Baula sést í baksýn.
 
Miklar breytingar
 
Gamla fjósið á Gunnlaugsstöðum, sem byggt var á fjórða tug síðustu aldar, er með 19 bása og hefðbundið gamalt rörakerfi, en í nýja fjósinu verða 136 legubásar og fjóra nautastíur. Nýja fjósið er um 1.360 fermetrar og í byrjun er gert ráð fyrir einum mjaltaþjóni og 64 mjólkandi kúm, þannig að óhætt er að segja að um afar stórt stökk sé að ræða fyrir feðgana í búskapnum á Gunnlaugsstöðum. Mjaltaþjónn er af tegundinni DeLaval, en tæki og tól koma frá Fóðurblöndunni. 
 
Í hönnun á fjósinu er gert ráð fyrir möguleikanum á að bæta við einum mjaltaþjóni og ætlunin er að vera líka með nautaeldi – þannig að heildarfjöldi nautgripa í fjósinu verður nálægt 150. 
 
Annaðhvort að hætta eða byggja
 
Að sögn Guðmundar hefur gengið mjög vel að fjármagna bygginguna og þeim vel verið tekið hjá lánastofnunum – en um mikla fjárfestingu er að ræða. „Þetta verður þróunin hjá flestum þeim sem eru með gömul, lítil fjós – með breytingum á reglugerðum og lögum er verið að þrýsta þeim út í breytingar á húsakostum sínum. Það er annaðhvort að hætta eða byggja,“ segir Guðmundur Eggert um ákvörðun þeirra feðga að fara út í framkvæmdina.
 
Guðmundur E. Þórðarson á gólfinu á nýja fjósinu sem er um 1.360 fermetrar.
 
Þórður ætlaði að bregða búi og selja jörðina
 
Guðmundur Eggert segist vera nýlega fluttur í Borgar­fjörðinn í föðurhús. „Pabbi var að hugsa um að hætta í búskap og selja jörðina. Mér fannst það ekki hægt og þess vegna ákvað ég fyrir frekar stuttu síðan að flytja hingað og taka þátt í búskapnum.“

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...