Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fólk á flótta undan engisprettum í Kenía. Mynd / thenational.ae.
Fólk á flótta undan engisprettum í Kenía. Mynd / thenational.ae.
Fréttir 11. febrúar 2020

Uppskerubrestur og hungur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar Afríkuríkjanna Eþíópíu, Sómalíu, Kenía og Eritreu hafa undanfarið barist við versta engi­sprettufaraldur sem herjað hefur á ríki í Afríku í áratugi. Uppskerubrestur og hungur blasir við.

General QU Dongyu, framkvæmdastjóri Alþjóða matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur sagt að ástandið sé grafalvarlegt og við blasi uppskeru- og fæðuskortur og hungur í löndunum verði ekkert gert.

Svarmur engispretta í Kenía er svo mikill að það dregur fyrir sólu. Mynd / FAO.

Engisprettufaraldurinn sem nú herjar á löndin er sagður sá versti í Sómalíu og Eþíópíu í 25 ár og sá versti í Kenía í 70 ár. Yfirvöld í Sómalíu hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna faraldursins.

FAO hefur farið fram á 76 milljón dollara, eða tæpan milljarð íslenskra króna, til hjálparstarfs vegna engisprettufaraldursins og sú upphæð kann að hækka talsvert breiðist faraldurinn út til Súdan og Úganda eins og hætta er talin á.

Stórir svarmar

Eyðimerkurengisprettur, Schisto­cerca gregaria, eins og þær sem um er að ræða, eru sagðar vera með skaðlegustu engisprettum og fara yfir stór svæði. Engispretturnar fara um í svörmum sem eru allt að ferkílómetri að stærð og geta á einum degi étið korn og annan nytjagróður sem mundi nægja um 35 þúsund manns. Engispretturnar fara hæglega yfir 150 kílómetra á dag og að jafnaði er um að ræða fimm kynslóðir á ári og étur hvert dýr um þyngd sína af gróðri á hverjum degi. Talið er að í lok janúar hafi engispretturnar skemmt uppskeru á meira en 5000 ferkíló­metrum lands og þannig lífsviðurværi um 12 milljónir manna.

Engispretturnar éta allan gróður sem á vegi þeirra verður. Mynd / thenational.ae.

Ný kynslóð að klekjast út

Sérfræðingar FAO segja að sú kynslóð engispretta sem nú gengur yfir hafi þegar verpt og muni ný kynslóð engispretta herja á löndin fljótlega og gera ástandið enn verra en það er í dag. Vegna þessa hefur eftirlit með fjölgun engisprettna verið aukið í Óman, Sádi-Arabíu og Jemen.

Að sögn eftirlitsaðila á svæðum þar sem engispretturnar hafa farið yfir er ástandið víða mjög slæmt.

Dæmi um það er að í Kenía fór svarmur sem var 60 kílómetra langur og 40 kílómetra breiður yfir norðurhérað landsins og át upp nánast allan gróður á svæðinu, hvort sem það var nytjagróður bænda eða beitarplöntur búfjár. 

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...