Appelsínuuppskera á heimsvísu rýrnar ár frá ári vegna sjúkdóma og loftslagsbreytinga.
Appelsínuuppskera á heimsvísu rýrnar ár frá ári vegna sjúkdóma og loftslagsbreytinga.
Mynd / Hans-Pixabay
Fréttir 4. júlí 2024

Uppskerubrestur hækkar verð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Framleiðendur appelsínuþykknis og -safa segja komna upp kreppu í iðnaðinum á heimsvísu vegna uppskerubrests. Þeir íhuga að snúa sér frekar að mandarínum.

Heildsöluverð á appelsínum er að rjúka upp í hæstu hæðir, nú þegar sýnt þykir að yfirvofandi sé uppskerubrestur hjá brasilískum appelsínuræktendum og einhverjum hinna bandarísku einnig.

Appelsínusafa- og þykknisframleiðendur velta fyrir sér að beina sjónum fremur að til dæmis mandarínum í vörur sínar.

Segir The Guardian að verð á appelsínusafaþykkni hafi um mánaðamótin náð nýju hámarki, um 690 kr. pundið á svokölluðum framtíðarmörkuðum, eftir að ræktendur á helstu appelsínuframleiðslusvæðum Brasilíu sögðust búast við að uppskeran yrði 24% minni en í fyrra, eða 232 milljónir 40,8 kg kassa – og þar með enn verri en 15% samdrátturinn sem áður hafði verið spáð.

Aldrei séð annað eins

„Þetta er kreppa,“ sagði Kees Cools, forseti Alþjóðasamtaka ávaxta- og grænmetissafaframleiðenda (IFU), við Financial Times. „Við höfum aldrei séð annað eins, jafnvel í miklu frosti og stórum fellibyljum,“ sagði hann. Appelsínutré í Brasilíu hafa þjáðst af bakteríusmitinu „sítrusgrænsýki“ sem er ólæknandi sjúkdómur, eftir mikla hita og þurrka á blómgunartímanum seinni hluta síðasta árs. Hin yfirvofandi slæma uppskera í Brasilíu, sem flytur út 70% af öllum appelsínusafa á veraldarvísu, markar þriðju rýru uppskeruna í röð. Auk vandamála í Brasilíu hefur Flórída í Bandaríkjunum orðið fyrir barðinu á fjölda fellibylja og áðurnefndri grænsýki sem dreifist með safasjúgandi skordýrum og gerir ávextina bitra áður en tréð drepst.

Viðvarandi vandamál

Francois Sonneville, háttsettur sérfræðingur í drykkjarvörum hjá Rabobank, sagði að eftirspurn neytenda eftir appelsínusafa hefði minnkað um fimmtung samanborið við í fyrra, þar sem verðið hefði farið í hæstu hæðir og neytendavenjur því breyst.

Sonneville sagði jafnframt að drykkjarframleiðendur yrðu annaðhvort að framleiða þynnri safa, búa til blandaða safa með öðrum ávöxtum eins og eplum, mangó eða vínberjum eða rukka neytendur um hærra verð. Hann var efins um að hægt yrði að nota mandarínur í stað appelsínanna, þar sem það myndi hafa í för með sér viðbótarkostnað við að flytja ávextina í vinnslu.

Vandamálin yrðu viðvarandi, sagði hann, þar sem það tæki langan tíma að planta nýjum appelsínulundum og bændur væru að íhuga aðra kosti þar sem eftirspurn minnkaði á meðan þeir glímdu við vandamál vegna sjúkdóma og hás launakostnaðar í Flórída.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.