Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumars og kaldri tíð.

Jóhann Ingólfsson, kartöflubóndi á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi, segir tíðina hafa verið ömurlega allt frá vori til hausts. Hann hefur stundað kartöflurækt í meira en fjörutíu ár og segist aldrei hafa lent í jafnslæmu ári. Út af frosti í jarðvegi voru kartöflurnar settar seint niður og síðan var snjór á jörðu í langan tíma í júní. Engin uppskera gafst úr þremur til fjórum hekturum þar sem kartöflurnar drukknuðu í bleytu, en ræktarlandið er sautján hektarar í heild. Uppskeran var í kringum 70 tonn, en í venjulegu ári er uppskeran úr öllum görðunum á Lómatjörn í kringum 200 til 250 tonn. Jóhann fullyrðir að þetta hafi í för með sér algjört tekjufall, en þau hafi lagt í mikinn kostnað við jarðvinnu, áburðargjöf og kaup á útsæði.

Geymslurnar óvenju tómar

Björgvin Helgason, kartöflubóndi á Einarsstöðum og Sílastöðum í Hörgársveit, segir uppskeruna hjá sér hafa verið í kringum 190 tonn, en í meðalári megi búast við 300 tonnum. Jafnframt kom næturfrost sem geti valdið kartöflum sem liggja ofarlega í moldinni skaða, sem geta síðan skemmt út frá sér í geymslu. Þeim tókst að taka upp úr öllum kartöflugörðunum í september, en Björgvin segir að það hafi verið barátta á tímabili. Tæki festust vegna bleytu og kom mikil mold á færiböndin sem þurfti að hreinsa frá uppskerunni.

Kartöflugeymslurnar hafa aldrei verið jafntómar svona skömmu eftir uppskeru og reiknar Björgvin með að birgðirnar endist ekki fram að næsta hausti. Björgvin, sem hefur verið í kartöflurækt í áratug, segir þetta versta sumarið síðan hann byrjaði og hægt að tala um uppskerubrest.

Bjóst ekki við að fá neitt

Jón Helgi Helgason, einn af þeim sem stendur á bak við kartöfluræktunina á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segist allt eins hafa búist við því að sleppa upptöku úr kartöflugörðum frá sér. „Við vorum bara ánægð að fá einhverja uppskeru miðað við hvernig veðrið var búið að vera,“ segir hann.

Uppskeran var á bilinu tíu til tólf tonn á hektarann, samanborið við nálægt 25 til 30 tonn á hektarann í fyrra. Jón Helgi tekur fram að síðasta sumar hafi verið sérstaklega gott en eftir því hvaða yrkjum er sáð megi búast við 15 til 25 tonnum á hektarann í venjulegu árferði. Þetta er slappasta árið frá því hann kom inn í búreksturinn með föður sínum árið 2018.

Gæði uppskerunnar voru misjöfn milli tegunda. Fljótsprottnu kartöflurnar af gerðinni Solist komu best út á meðan hægsprottnari tegundir eins og Gullauga og Íslenskar rauðar voru ekki „bjartar yfirlitum“.

Kartöflurnar voru ýmist stórar og fáar undir hverju kartöflugrasi eða aðeins fleiri og pínulitlar. „Í Gullauganu vorum við að fá kannski fimm til sex kartöflur undan grasi á meðan við vorum með tólf til fjórtán kartöflur í fyrra,“ segir Jón Helgi.

Ætluðu að hætta búskap

Í ofanálag við að fá dræma uppskeru hafa bændurnir á Þórustöðum dregið búreksturinn talsvert saman. Í fyrra voru kartöflugarðarnir fjörutíu hektarar, en eingöngu níu hektarar í ár. Ástæðan fyrir þessari miklu minnkun er sú að þau eru hætt að selja beint í verslanir, sem Jón Helgi segir ekki hafa boðið nógu gott verð og verið erfiðar við að eiga. Í staðinn fara allar þeirra afurðir á markað í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna.

„Hugmyndin var að hætta þessu en við erum með stór og mikil tæki og það gekk ekki að selja þau. Það var því ákveðið að setja niður eitt ár í viðbót og sjá hvernig það kæmi út að vera bara í viðskiptum við Sölufélagið,“ segir Jón Helgi. Þau viðskipti voru þau einu sem skiluðu hagnaði, en bændurnir á Þórustöðum hafa verið hluti af Sölufélaginu um árabil. Hann kallar eftir bættu tollaumhverfi til þess að vernda kartöflurækt á Íslandi, en eins og umhverfið er núna hafa bændur lítinn slagkraft gegn innflutningi

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...