Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Mikill samdráttur í sölu á handprjónabandi er ein helsta ástæðan fyrir rekstrarvanda Ístex.
Mikill samdráttur í sölu á handprjónabandi er ein helsta ástæðan fyrir rekstrarvanda Ístex.
Fréttir 23. október 2025

Uppsagnir og lækkað afurðaverð til bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Upplýsingafundur um rekstrarvanda ullarvinnslufyrirtækisins Ístex var haldinn 14. október, en eins og fram hefur komið í fréttum hér í blaðinu hefur félagið ekki tekist að standa í skilum við sauðfjárbændur á þessu ári um greiðslur vegna ullarinnleggs.

Á fundinum kom fram að ullarverð til bænda fyrir næsta ár lækkar talsvert í öllum flokkum vegna stöðunnar.

Dregið úr framleiðslu

Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður félagsins, útskýrði að hluti vandans væri einnig sá, að á árunum 2023 og 2024 hafi verið ráðist í fjárfestingar í tækjabúnaði til að mæta þeirri sívaxandi eftirspurn sem var á þeim tíma.

Þá hafi sértækar lánafyrirgreiðslur hjá viðskiptabanka Ístex ekki verið í boði.

Í máli Gunnars koma fram að vegna fjárhagsvandans hafi Ístex þurft að segja upp fjölda starfsfólks og draga úr framleiðslu til að minnka framleiðslukostnað.

Hagræðingaraðgerðir farnar að skila árangri

Á fundinum kom fram að enn væri ekki ljóst hvenær hægt yrði að standa í skilum við bændur, greiðsluvandann væri hægt að rekja til slæmrar lausafjárstöðu. Fjárhagsstaða félagsins væri þó mun betri nú en síðasta vor enda sala mun betri en fyrir ári síðan, þegar mikill samdráttur varð í sölu á handprjónabandi. Sala hafi einnig verið treg á handprjónabandi í vor.

Fram kom að hagræðingaraðgerðir væru einnig farnar að skila árangri.

Sagði Gunnar að lokum að verkefnið framundan væri að reyna að auka sölu á öllum framleiðsluvörum Ístex og leita leiða til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sauðfjárbændum. Ef núverandi aðgerðir dygðu ekki, ætti Ístex verðmætar eignir sem hægt væri að selja og þannig útvegað nægilegt lausafé til að geta mætt þeim

Skylt efni: Ístex

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...