Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
MMC Outlander PHEV rafmagns/bensínbíll var bíll ársins 2016 . Hann bar af öðrum bílum og var hreinn unaður að keyra.
MMC Outlander PHEV rafmagns/bensínbíll var bíll ársins 2016 . Hann bar af öðrum bílum og var hreinn unaður að keyra.
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 13. janúar 2017

Upprifjun á bestu og vænlegustu bílakaupunum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Viljandi var sumum bílum sleppt sem prófaðir voru í öðrum miðlum á síðasta ári, en ég reyni að forðast bíla sem vantar í varadekk, eru ekki með réttan ljósabúnað miðað við íslensk lög og svo eru til nokkrir bílar sem ég hef ekki tekið í sátt þar sem mér finnst þeir ljótir.
 
Bandalag íslenskra bílablaða­manna kaus Renault Talisman bíl ársins 2016, en þann bíl prófaði ég ekki. Þegar ég hugðist prófa Renault Talisman sá ég að bíllinn var varadekkslaus og varadekkslausir bílar fá mínuseinkunn hjá mér. Dráttarvélar er erfitt að prófa hér á malbikinu, en þeir fáu traktorar sem ég prófaði voru lítið sem ekkert keyrðir og var prófunin mestmegnis í formi umfjöllunar. 
 
Þegar ég prófa pallbíla hugsa ég umfjöllun mína aðallega sem vinnutæki og notkunargildi. Þeir bílar sem auglýstir eru sem jepplingar eru fyrir mér fjórhjóladrifnir bílar sem henta vel fyrir alla vegi, en því miður er þróunin í þeim flokki bíla á rangri leið vegna óásættanlegra hjólbarða til aksturs á malarvegum og vegslóðum. Í þessum flokki eru bílarnir almennt alltaf að koma með stærri og stærri felgur og á móti lækka hjólbarðarnir svo að engin fjöðrun er í hjólbörðunum. Sumir prófaðir bílar 2016 voru vart keyrandi á hefðbundnum malarvegum sökum hjólbarða sem bílarnir komu á og líkjast æ meir lakkrísreimum á felgunum, af sem áður var. Á felgunum voru dekk sem gáfu fjöðrun fyrir nokkrum árum.
 
Besti traktorinn
 
Í Bændablaðinu 10. mars 2016 var fjallað um Merlo-dráttarvél sem er bæði dráttarvél og skotbómulyftari. Þessi vél heillaði mig mikið sem margnota vél. Hljóðlát, hraðskreið og þægileg til að moka snjó. Í samtali við eiganda vélarinnar í sumar sem leið lét hann vel af vélinni og líkaði vel.
 
Af smærri vélum skoðaði ég Solis-vélarnar frá Indlandi og miðað við verð og hestöfl á þeim vélum eru mjög góð kaup í Solis-dráttarvélum.
 
Pallbílar
 
Pallbílar eru sumir hverjir byrjaðir á að stækka felgurnar of mikið og minnka á móti belgstærð hjólbarðanna sem er ókostur fyrir malarvegi og vegslóða. Besti og eigulegasti pallbíllinn sem var prófaður í febrúar er Ford F350. Bíll með 440 hestafla vél, á góðu verði, með mikla dráttargetu. Eini ókosturinn er lágur prófíll hjólbarðanna sem gefa litla fjöðrun á möl og á torfærum vegslóðum. Örugglega hægt að minnka felgurnar um eina til tvær tommur til að koma belgmeiri og fjöðrunarbetri dekkjum undir bílinn.
 
Jepplingar
 
Tveir eru útnefndir sem bestu jepplingarnir. SsangYong Korando er kraftmikill jepplingur, tæp 180 hestöfl. Hann er þægilegur í akstri og kostar ekki mikið en Bílabúð Benna hefur lækkað flesta bíla mikið sökum hagstæðs gengis. Svo vel líkaði mér þessi bíll að ég keypti einn slíkan. Mér fannst hann þó stífur á 17 tommu felgunum og fékk mér 16 tommu felgur með meiri belg og er mjög ánægður með breytinguna. Hinn bíllinn er Jeep Renegade, flott hannaður bíll, en þessi jepplingur er vel útbúinn og á ágætis verði.
Gott að keyra, skemmtilegur drifbúnaður og duglegur í snjó. Aðrir jepplingar og fjórhjóladrifnir bílar voru að fá mínus mest út af lágum prófíl dekkja sem setti þá að mínu mati út úr flokki jepplinga í flokk fjórhjóladrifinna fólksbíla.
 
Besti bíllinn og fjölskylduvænir fólksbílar 
 
Af smábílum var besti bíllinn sem prófaður var Honda Jazz sem er orðinn ótrúlega stór og kraftmikill. Von er á nýjum Jazz, mikið breyttum, með vorinu. 
 
Af skutbílum stendur upp úr SsangYong Tivoli XLV sökum fjórhjóladrifs, mikils pláss og einstaklega góðs verðs, en ég var vissulega líka ánægður með Toyota og Kia. Tivoli XLV skaut þeim aftur fyrir sig með fjórhjóladrifinu. 
 
Bíll ársins í mínum huga er hins vegar Mitsubishi Outlander PHEV rafmagns/bensínbíll, hreinn unaður að keyra, hljóðlátur og rúmgóður. Rafmagnið dugir í 50–60 km sem ætti að henta yfir 90% notendum við daglega notkun, en eftir að rafmagnið er búið tekur bensínmótorinn við. Miðað við innkaupsverð bílsins er þessi bíll fljótur að borga sig upp í sparnaði á eldsneyti. Það eina sem ég gat sett út á þennan bíl var hversu lágt er undir lægsta punkt á bílnum, en allt annað er jákvætt og að mínu mati langbesti og eigulegasti bíll sem ég prófaði á síðasta ári. 
 
Leiktæki
 
Ýmis leiktæki voru prófuð, svo sem Sæþota og BMW 1200 mótorhjól, en af fjórhjólum sem voru prófuð var ég hrifnastur af Goes 525 sem vinnutæki, en verðið á því fjórhjóli er einstaklega hagstætt, og Yamaha Grizzly 700 sem ferðafjórhjóli og leiktæki þó að það hjól henti vel sem vinnutæki líka. 
 
Að lokum vil ég þakka þeim lesendum sem gáfu sér tíma til að lesa þessa pistla og vona að einhverjir hafi notið góðs af. Gleðilegt nýtt ár til þeirra sem gefa sér tíma til að lesa þessi misvitru skrif mín. 
Með kveðju, Hjörtur.

9 myndir:

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi
9. nóvember 2020

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi

Teppið Tólf ský
17. desember 2019

Teppið Tólf ský

Nautgripir – baulaðu, búkolla
15. febrúar 2016

Nautgripir – baulaðu, búkolla

Slammað með tekíla
12. ágúst 2022

Slammað með tekíla

Styðja nýliða
10. ágúst 2022

Styðja nýliða