Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðuneytinu er uppfærsla á Kjötbókinni.

Það er Matís sem fær stuðninginn, enda eigandi og útgefandi bókarinnar. Óli Þór Hilmarsson er ritstjóri og segir hann að fjármagnið verði nýtt til að uppfæra efni bókarinnar, einkum lambakjötskaflann.

„Það sem þarf að gera er að uppfæra allar töflur um lambakjöt sem eru undir „ítarefni- mælingar“. Þetta eru upplýsingar sem fallið hafa til úr rannsóknum undanfarinna ára. Það verða teknar inn nýlegar upplýsingar úr skýrslu um efnainnihald lambakjöts; hlutfall kjöts, fitu og beina meðal annars,“ segir Óli. Hann segir að ýmsu þurfi líka að breyta í vefumsjónarkerfinu en Kjötbókin er aðgengileg á rafrænu formi á slóðinni kjotbokin.is.

Óli reiknar með að vinna fari af stað á næstu dögum og að uppfærslunni verði lokið fyrir haustið. „Við notum tækifærið og yfirförum alla þætti kaflans og bætum við upplýsingum um vörur,“ segir hann, en Kjötbókin varð 30 ára á síðasta ári. 

„Það sem mun strax sjást af breytingum verða nýjustu uppfærslur á næringartöflum einstakra stykkja sem og nýtingartölum eftir kjötmatsgæðaflokkum. Trúlega bætum við upplýsingum um nýjar afurðir sem ekki eru í bókinni núna en það eru vörur sem komnar eru á markað í dag en voru ekki fyrir 15 árum.“

Skylt efni: Kjötbókin

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...