Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðuneytinu er uppfærsla á Kjötbókinni.

Það er Matís sem fær stuðninginn, enda eigandi og útgefandi bókarinnar. Óli Þór Hilmarsson er ritstjóri og segir hann að fjármagnið verði nýtt til að uppfæra efni bókarinnar, einkum lambakjötskaflann.

„Það sem þarf að gera er að uppfæra allar töflur um lambakjöt sem eru undir „ítarefni- mælingar“. Þetta eru upplýsingar sem fallið hafa til úr rannsóknum undanfarinna ára. Það verða teknar inn nýlegar upplýsingar úr skýrslu um efnainnihald lambakjöts; hlutfall kjöts, fitu og beina meðal annars,“ segir Óli. Hann segir að ýmsu þurfi líka að breyta í vefumsjónarkerfinu en Kjötbókin er aðgengileg á rafrænu formi á slóðinni kjotbokin.is.

Óli reiknar með að vinna fari af stað á næstu dögum og að uppfærslunni verði lokið fyrir haustið. „Við notum tækifærið og yfirförum alla þætti kaflans og bætum við upplýsingum um vörur,“ segir hann, en Kjötbókin varð 30 ára á síðasta ári. 

„Það sem mun strax sjást af breytingum verða nýjustu uppfærslur á næringartöflum einstakra stykkja sem og nýtingartölum eftir kjötmatsgæðaflokkum. Trúlega bætum við upplýsingum um nýjar afurðir sem ekki eru í bókinni núna en það eru vörur sem komnar eru á markað í dag en voru ekki fyrir 15 árum.“

Skylt efni: Kjötbókin

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...