Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Upplýsingar um mjólkurflæði
Fræðsluhornið 13. júní 2016

Upplýsingar um mjólkurflæði

Höfundur: Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt
Í lok síðasta árs var opnað fyrir þann möguleika í Huppu að menn geta lesið gögn um nyt kúnna beint inn í mjólkur­skýrslu úr Lely-mjaltaþjónum. Með því sparast umtalsverð vinna í innslætti auk þess sem mælingar á nyt verða samræmdari og nákvæmari. 
 
Þá söfnum við um leið mikilsverðum upplýsingum um mjaltir kúnna, þ.e. fáum inn beinar mælingar á mjólkurflæði, mjaltatíðni, tímalengd mjalta og fjölda hafnana. Þetta eru allt saman uplýsingar sem í fyllingu tímans, þ.e. þegar nægum gögnum hefur verið safnað, munu nýtast okkur með beinum hætti í ræktunarstarfinu.
 
Í meistaraverkefni sínu við Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2008 fann Elín Nolsöe Grethardsdóttir út að arfgengi á meðalmjólkurflæði væri 0,36.  Arfgengi á mjöltum samkvæmt kúadómum er mun lægra eða 0,20. Þetta er í góðu samræmi við erlendar niðurstöður eins og eftirfarandi tafla með arfgengistölum frá Danmörku sýnir.
 
Í dag er töluverður hópur búa með Lely-mjaltaþjóna farinn að senda inn gögn með þessum hætti. Það eru okkur samt nokkur vonbrigði að þessi bú skuli ekki vera fleiri en raun ber vitni þar sem eftir þessu hafði verið óskað af hálfu bænda. Þrátt fyrir að þessi möguleiki hafi verið fyrir hendi í hálft ár nú skilar aðeins þriðjungur þeirra búa sem eru með Lely-mjaltaþjóna gögnum með rafrænum hætti. 
 
Það er alveg ljóst með því að skoða arfgengistölurnar að kynbætur fyrir mjaltahraða munu ganga hraðar með notkun beinna mælinga á mjólkurflæði. Það er líka ljóst að íslenskar kýr eru þyngri í mjöltum en stallsystur þeirra erlendis og því hlýtur að vera eftir miklu að slægjast fyrir okkur að notfæra okkur alla þá möguleika sem við höfum til þess að bæta það mat sem við höfum á þessum eiginleika. Það verður hins ekki hægt ef að við fáum ekki nægjanlegt magn gagna til þess að vinna úr. Þessu til viðbótar kann að vera hægt í framtíðinni að nota tímalengd mjalta og fjölda hafnana sem þátt í upplýsingaöflun varðandi skap eða geðslag kúnna og hvernig þær aðlagast mjöltum.
 
Ég vil því skora á alla þá bændur sem eru með Lely-mjaltaþjóna að taka upp það vinnulag við skil á mjólkurskýrslu að senda gögnin inn með rafrænum hætti. Staðreyndin er sú að innlestur þessara gagna hefur gengið mjög vel og séu burðar- og afdrifaskráningar í lagi og skil regluleg á þessi aðferð að spara mönnum vinnu og bæta gæði gagnanna auk þess að afla viðbótargagna fyrir ræktunarstarfið.
 
Við erum auk þessa að vinna að sambærilegum lausnum fyrir DeLaval- og GEA-mjaltaþjóna auk þess sem vonir standa til að þetta verði einnig mögulegt fyrir DeLaval- og SAC-mjaltakerfi. Þessu til viðbótar er RML farið að huga að söfnun meiri upplýsinga eins og mælingum á spenastaðsetningu og júgurdýpt auk þunga kúnna sem nýta má í sambandi við fóðuráætlanagerð.
 
Að mínu mati er glórulaust annað en að nýta þær miklu upplýsingar sem þessi tæki safna saman um kýrnar okkar og notfæra okkur þær í bæði daglegum rekstri búanna og kynbótastarfinu.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...