Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Upplýsingar um mjólkurflæði
Á faglegum nótum 13. júní 2016

Upplýsingar um mjólkurflæði

Höfundur: Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt
Í lok síðasta árs var opnað fyrir þann möguleika í Huppu að menn geta lesið gögn um nyt kúnna beint inn í mjólkur­skýrslu úr Lely-mjaltaþjónum. Með því sparast umtalsverð vinna í innslætti auk þess sem mælingar á nyt verða samræmdari og nákvæmari. 
 
Þá söfnum við um leið mikilsverðum upplýsingum um mjaltir kúnna, þ.e. fáum inn beinar mælingar á mjólkurflæði, mjaltatíðni, tímalengd mjalta og fjölda hafnana. Þetta eru allt saman uplýsingar sem í fyllingu tímans, þ.e. þegar nægum gögnum hefur verið safnað, munu nýtast okkur með beinum hætti í ræktunarstarfinu.
 
Í meistaraverkefni sínu við Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2008 fann Elín Nolsöe Grethardsdóttir út að arfgengi á meðalmjólkurflæði væri 0,36.  Arfgengi á mjöltum samkvæmt kúadómum er mun lægra eða 0,20. Þetta er í góðu samræmi við erlendar niðurstöður eins og eftirfarandi tafla með arfgengistölum frá Danmörku sýnir.
 
Í dag er töluverður hópur búa með Lely-mjaltaþjóna farinn að senda inn gögn með þessum hætti. Það eru okkur samt nokkur vonbrigði að þessi bú skuli ekki vera fleiri en raun ber vitni þar sem eftir þessu hafði verið óskað af hálfu bænda. Þrátt fyrir að þessi möguleiki hafi verið fyrir hendi í hálft ár nú skilar aðeins þriðjungur þeirra búa sem eru með Lely-mjaltaþjóna gögnum með rafrænum hætti. 
 
Það er alveg ljóst með því að skoða arfgengistölurnar að kynbætur fyrir mjaltahraða munu ganga hraðar með notkun beinna mælinga á mjólkurflæði. Það er líka ljóst að íslenskar kýr eru þyngri í mjöltum en stallsystur þeirra erlendis og því hlýtur að vera eftir miklu að slægjast fyrir okkur að notfæra okkur alla þá möguleika sem við höfum til þess að bæta það mat sem við höfum á þessum eiginleika. Það verður hins ekki hægt ef að við fáum ekki nægjanlegt magn gagna til þess að vinna úr. Þessu til viðbótar kann að vera hægt í framtíðinni að nota tímalengd mjalta og fjölda hafnana sem þátt í upplýsingaöflun varðandi skap eða geðslag kúnna og hvernig þær aðlagast mjöltum.
 
Ég vil því skora á alla þá bændur sem eru með Lely-mjaltaþjóna að taka upp það vinnulag við skil á mjólkurskýrslu að senda gögnin inn með rafrænum hætti. Staðreyndin er sú að innlestur þessara gagna hefur gengið mjög vel og séu burðar- og afdrifaskráningar í lagi og skil regluleg á þessi aðferð að spara mönnum vinnu og bæta gæði gagnanna auk þess að afla viðbótargagna fyrir ræktunarstarfið.
 
Við erum auk þessa að vinna að sambærilegum lausnum fyrir DeLaval- og GEA-mjaltaþjóna auk þess sem vonir standa til að þetta verði einnig mögulegt fyrir DeLaval- og SAC-mjaltakerfi. Þessu til viðbótar er RML farið að huga að söfnun meiri upplýsinga eins og mælingum á spenastaðsetningu og júgurdýpt auk þunga kúnna sem nýta má í sambandi við fóðuráætlanagerð.
 
Að mínu mati er glórulaust annað en að nýta þær miklu upplýsingar sem þessi tæki safna saman um kýrnar okkar og notfæra okkur þær í bæði daglegum rekstri búanna og kynbótastarfinu.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...