Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Upplýsingar um Bjargráðasjóð
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 13. október 2017

Upplýsingar um Bjargráðasjóð

Höfundur: Anton Torfi Bergsson
Með XXI. Kafla laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017, var lögum nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð breytt á þann veg að innheimtu Búnaðargjalds var hætt.
 
B-deild Bjargráðasjóðs, sem var Búnaðardeild sjóðsins og hafði tekjur að búnaðargjaldi var lögð niður um síðustu áramót, en þar sem búnaðargjald var greitt vegna rekstrar ársins 2016 er litið svo á að rétthafar bóta úr B-deild Bjargráðasjóðs hafi tryggt rétt sinn vegna bóta sem urðu árið 2016. Samkvæmt 19.gr. reglugerðar nr.30/1998 sem gildir um sjóðinn er tekið fram að „Umsókn um aðstoð úr Bjargráðasjóði skal hafa borist sjóðnum innan eins árs frá því tjón varð“
 
A-deild Bjargráðasjóðs starfar áfram óbreytt fyrst um sinn.
 
Um hlutverk A-deildar segir svo í 8.gr laga nr. 46/2009 um Bjargráðsjóð, breyttum í XXI. Kafla laga nr. 126/2016
 
„Hlutverk Bjargráðasjóðs er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara:
  1. á gjaldskyldum fasteignum samkvæmt skilgreiningu laga um tekjustofna sveitarfélaga,sbr. lög um Fasteignaskrá Íslands, og girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast landbúnaði,
  2. á heyi sem notað er við landbúnaðar­framleiðslu,
  3. vegna uppskerubrests af völdum óvenjulegra kulda, þurrka, óþurrka og kals.
Ekki er bætt tjón sem nýtur almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti, sbr. ákvæði laga um Viðlagatryggingu Íslands.
 
Ekki verður veitt fjárhagsaðstoð vegna tjóns ef ásetningi eða gáleysi eiganda eða umsjónarmanns verður um kennt, eðlilegar varnir ekki verið við hafðar og ef staðsetning hluta er óeðlileg með tilliti til tjónshættu.
 
Ekki verður veitt fjárhags­aðstoð vegna tjóns á stærri mannvirkjum, svo sem orku- og hafnarmannvirkjum, sjóvarnargörðum, fiskeldis­mann­virkjum og skipasmíðastöðvum.“
 
Anton Torfi Bergsson, 
framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs.

Skylt efni: Bjargráðasjóður

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...