Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Upplýsingar um Bjargráðasjóð
Mynd / BBL
Fræðsluhornið 13. október 2017

Upplýsingar um Bjargráðasjóð

Höfundur: Anton Torfi Bergsson
Með XXI. Kafla laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017, var lögum nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð breytt á þann veg að innheimtu Búnaðargjalds var hætt.
 
B-deild Bjargráðasjóðs, sem var Búnaðardeild sjóðsins og hafði tekjur að búnaðargjaldi var lögð niður um síðustu áramót, en þar sem búnaðargjald var greitt vegna rekstrar ársins 2016 er litið svo á að rétthafar bóta úr B-deild Bjargráðasjóðs hafi tryggt rétt sinn vegna bóta sem urðu árið 2016. Samkvæmt 19.gr. reglugerðar nr.30/1998 sem gildir um sjóðinn er tekið fram að „Umsókn um aðstoð úr Bjargráðasjóði skal hafa borist sjóðnum innan eins árs frá því tjón varð“
 
A-deild Bjargráðasjóðs starfar áfram óbreytt fyrst um sinn.
 
Um hlutverk A-deildar segir svo í 8.gr laga nr. 46/2009 um Bjargráðsjóð, breyttum í XXI. Kafla laga nr. 126/2016
 
„Hlutverk Bjargráðasjóðs er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara:
  1. á gjaldskyldum fasteignum samkvæmt skilgreiningu laga um tekjustofna sveitarfélaga,sbr. lög um Fasteignaskrá Íslands, og girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast landbúnaði,
  2. á heyi sem notað er við landbúnaðar­framleiðslu,
  3. vegna uppskerubrests af völdum óvenjulegra kulda, þurrka, óþurrka og kals.
Ekki er bætt tjón sem nýtur almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti, sbr. ákvæði laga um Viðlagatryggingu Íslands.
 
Ekki verður veitt fjárhagsaðstoð vegna tjóns ef ásetningi eða gáleysi eiganda eða umsjónarmanns verður um kennt, eðlilegar varnir ekki verið við hafðar og ef staðsetning hluta er óeðlileg með tilliti til tjónshættu.
 
Ekki verður veitt fjárhags­aðstoð vegna tjóns á stærri mannvirkjum, svo sem orku- og hafnarmannvirkjum, sjóvarnargörðum, fiskeldis­mann­virkjum og skipasmíðastöðvum.“
 
Anton Torfi Bergsson, 
framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs.

Skylt efni: Bjargráðasjóður

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...