Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Upplýsingar um Bjargráðasjóð
Mynd / BBL
Fræðsluhornið 13. október 2017

Upplýsingar um Bjargráðasjóð

Höfundur: Anton Torfi Bergsson
Með XXI. Kafla laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017, var lögum nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð breytt á þann veg að innheimtu Búnaðargjalds var hætt.
 
B-deild Bjargráðasjóðs, sem var Búnaðardeild sjóðsins og hafði tekjur að búnaðargjaldi var lögð niður um síðustu áramót, en þar sem búnaðargjald var greitt vegna rekstrar ársins 2016 er litið svo á að rétthafar bóta úr B-deild Bjargráðasjóðs hafi tryggt rétt sinn vegna bóta sem urðu árið 2016. Samkvæmt 19.gr. reglugerðar nr.30/1998 sem gildir um sjóðinn er tekið fram að „Umsókn um aðstoð úr Bjargráðasjóði skal hafa borist sjóðnum innan eins árs frá því tjón varð“
 
A-deild Bjargráðasjóðs starfar áfram óbreytt fyrst um sinn.
 
Um hlutverk A-deildar segir svo í 8.gr laga nr. 46/2009 um Bjargráðsjóð, breyttum í XXI. Kafla laga nr. 126/2016
 
„Hlutverk Bjargráðasjóðs er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara:
  1. á gjaldskyldum fasteignum samkvæmt skilgreiningu laga um tekjustofna sveitarfélaga,sbr. lög um Fasteignaskrá Íslands, og girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast landbúnaði,
  2. á heyi sem notað er við landbúnaðar­framleiðslu,
  3. vegna uppskerubrests af völdum óvenjulegra kulda, þurrka, óþurrka og kals.
Ekki er bætt tjón sem nýtur almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti, sbr. ákvæði laga um Viðlagatryggingu Íslands.
 
Ekki verður veitt fjárhagsaðstoð vegna tjóns ef ásetningi eða gáleysi eiganda eða umsjónarmanns verður um kennt, eðlilegar varnir ekki verið við hafðar og ef staðsetning hluta er óeðlileg með tilliti til tjónshættu.
 
Ekki verður veitt fjárhags­aðstoð vegna tjóns á stærri mannvirkjum, svo sem orku- og hafnarmannvirkjum, sjóvarnargörðum, fiskeldis­mann­virkjum og skipasmíðastöðvum.“
 
Anton Torfi Bergsson, 
framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs.

Skylt efni: Bjargráðasjóður

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...