Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Upphituð nærföt … – ertu ekki að grínast!
Fræðsluhornið 6. júlí 2015

Upphituð nærföt … – ertu ekki að grínast!

Höfundur: HjörturJónson

Í lok maí og byrjun júní fór ég hvorn sinn hringinn í kringum landið á mótorhjóli. Fyrirfram var vitað að þetta yrðu frekar kaldar ferðir. Eyþór Örlygsson hjá Reykjavík Motor Center bauð mér að prófa nærföt sem eru upphituð í ferðunum.

Ég vildi hvorki treyju né vesti þar sem ég keyri alltaf í brynju og minnist þess ekki að hafa orðið kalt í henni á efri hluta líkamans, en þáði síðar nærbuxur til að prófa. Vantrúaður á að þetta gerði nokkurt gagn var ég búinn að vera á ferðinni í nokkra daga áður en ég prófaði.

Þvílíkri undraflík hef ég ekki klæðst

Á fyrsta degi prófaði ég að vera með rafhlöðuna stillta á 25% af orku og eftir 10 og hálfan tíma var rafhlaðan ekki enn tóm. Næsta dag var ég með stillt á 50% og þá dugði rafhlaðan í 7 og hálfan tíma. Dag 3 hafði ég stillt á 75% og entist rafhlaðan þá í rúma 5 tíma. Með stillt á 75% var of heitt að labba nokkuð því þá svitnaði ég undan hitamottunum fyrir ofan hné og við buxnastrenginn þar sem eru hitamottur líka. Ef ég kom einhvers staðar inn þá var of heitt með stillinguna á 75%. Síðasta dag ferðarinnar var töluverð rigning og prófaði ég þá 100%, en varð að stoppa eftir um 10 mín. akstur og slökkva á rafhlöðunni þar sem 100% er of mikill hiti og mér fannst ég vera að brenna undan hitamottunum, setti svo síðar á 50% og þó svo að ég væri blautur fann ég ekki fyrir kulda á lærum og upp við buxnastreng.

Kjörið fyrir stangveiði, gæsaskyttur, grenjaskyttur og fleiri

Eftir þessa reynslu mína ætla ég ekki að skila prufubrókinni, hún getur komið sér vel við ýmisleg kuldastörfin. Fyrir mér er þessi flík eitthvað sem veiðimaður í kaldri á ætti að eiga, gæsaskytta sem bíður eftir morgunflugi á köldum haustmorgni eða grenjaskyttu sem verður að liggja á greni á köldum nóttum og að geta sett smá hita á brókina hlýtur að gera útiveruna þægilegri. Einnig mundi ég halda að svona klæðnaður henti vel fyrir björgunarsveitir til að klæða þann sem leitað er að þegar hann finnst blautur og kaldur. Eini ókosturinn sem ég sé við þessi föt er að þvo þau, en ég mundi bara fara í mínum í sturtu og hengja upp rennandi blautt á eftir sturtuna. Fötin eru til í ýmsum stærðum, en númerin eru frekar lítil og ég sem yfirleitt klæðist númeri M prófaði L sem var síður en svo of stórt, en verðið er með hleðslutæki og rafhlöðu: Bolur 25.229, vesti karl 41.636, vesti kona 39.449 og síðbuxur 31.558 kr.

Skylt efni: Nærföt

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...