Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Heiðrún Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur og yfirmaður Matjurtagarða Akureyrarbæjar, sem á heiðurinn af upphækkuðu beðunum, sem hafa algjörlega slegið í gegn. Þá má geta þess að Heiðrún er með síðu á Instagram, sem heitir Gardurinn minn“ og svo er hún líka með síðu á Facebook, sem heitir „Garðurinn minn“.
Heiðrún Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur og yfirmaður Matjurtagarða Akureyrarbæjar, sem á heiðurinn af upphækkuðu beðunum, sem hafa algjörlega slegið í gegn. Þá má geta þess að Heiðrún er með síðu á Instagram, sem heitir Gardurinn minn“ og svo er hún líka með síðu á Facebook, sem heitir „Garðurinn minn“.
Mynd / Rakel Hinriksdóttir/Akureyri.net
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar sem fjölmargir bæjarbúar rækta sínar eigin matjurtir. Á staðnum eru líka öll sumarblóm fyrir Akureyrbæ ræktuð. Það er þó eitt, sem vekur sérstaka athygli um þessar mundir en það er upphækkuð beð, sem hafa slegið í gegn.

„Já, hugmyndin af þessum beðum kom þegar það kom kona til mín og þurfti að hætta með garðinn sinn því hún hafði ekki líkamlega getu til að sinna honum lengur og hafði engan til að aðstoða sig heldur. Þetta sat alltaf í mér og ég var stöðugt að hugsa hvað ég gæti gert til að koma á móts við þennan hóp. Einstaklinga, sem langar að rækta en hafa ekki líkamlega getu til að sinna görðum. Ég var búin að sjá allskonar útfærslu af upphækkuðum beðum og svo datt ég niður á þessa einföldu og ódýru leið, sem við höfum farið,” segir Heiðrún Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur og yfirmaður Matjurtagarða Akureyrarbæjar aðspurð um þessa nýjung í görðunum.

87 ára og ræktar á fullum krafti

Heiðrún segir að eftirspurnin og áhuginn á upphækkuðum beðunum hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Já, fólk hefur stundum spurt hvort að það þurfi að sýna fram á að það geti ekki ræktað í þessum hefðbundnu görðum. Þá hef ég stundum grínast í fólki með að það þurfi að mæta með læknisvottorð og falla á þrekprófi hjá mér svo það fái upphækkað beð. Nei, nei, málið snýst ekki endilega um aldur því fólk getur átt við ýmis stoðkerfisvandamál og meiðsli að stríða á öllum aldri. Sá elsti, sem er með garð hjá okkur núna er 87 ára og hann slær ekki slöku við að rækta sitt eigið grænmeti”, segir Heiðrún.

300 garðar í boði

Fyrirkomulagið í matjurtagörðunum er þannig að fólk sækir um garð og ef fólk vill halda sínum garði ár eftir ár skrifar það undir samning og þá er það með garðinn þar til það segir honum upp. Þetta eru um 300 garðar og margir eru búnir að vera með frá upphafi eða síðan 2009.

„Það er alltaf einhver endurnýjum milli ára á fólki en í vor komum á milli 50 og 60 nýir inn í sjálfa matjurtagarðana. Nýju beðin eru 20 og erum að vera búin að fylla þau núna. Við bjóðum fólki að kaupa tætingarþjónustu en þá er settur hrossaskítur í garðinn og hann svo tættur. Öll helstu verkfæri og hjólbörur eru til staðar fyrir fólkið og svo er vatn á öllum svæðum. Einnig er boðið uppá vökvun ef fólk fer í sumarfrí. Ég forrækta grænmeti, sem garðeigendur geta svo keypt. Boðið er upp á blómkál, brokkolí, hvítkál, rófur, rauðrófur, hnúðkál, rósakál, rauðkál, savojkál eða blöðrukál, grænkál, sellerí, timian, steinselju og við erum að prufa núna að vera með matlauk, sem ég forræktaður í bakka. Við erum líka með kartöflur frá Gröf í Eyjafirði og að sjálfsögðu er fólk líka að rækta gulrætur, spínat, radísur og blandað salat”, segir Heiðrún.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...