Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Uppgjör og áætlun fyrir sauðfjárbændur
Mynd / BBL
Fréttir 1. febrúar 2018

Uppgjör og áætlun fyrir sauðfjárbændur

Búnaðarstofa tilkynnti um það í dag að vonast væri eftir því að hægt væri að ganga frá ársuppgjöri stuðningsgreiðslna til sauðfjárbænda fyrir síðasta ár í dag, 1. febrúar. Ársáætlun vegna stuðnings til sauðfjárbænda á þessu ári verður samkvæmt tilkynningunni tilbúin í næstu viku. Þegar það liggur fyrir verður gengið frá fyrstu greiðslu ársins; fyrir janúar og febrúar.

Tilkynning Búnaðarstofu fer hér á eftir:

„Búnaðarstofa Matvælastofnunar vonast til að hægt verði að ganga frá ársuppgjöri stuðningsgreiðslna til sauðfjárbænda fyrir árið 2017 í dag 1. febrúar. Í ársuppgjöri verða greiðslur til framleiðenda leiðréttar í samræmi við raunverulega framleiðslu ársins 2017 og vegna annarra breytinga á forsendum heildargreiðslna, svo sem ef þeir standast ekki skilyrði fyrir álagsgreiðslu í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Ef bú uppfyllir ekki skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum er Matvælastofnun heimilt að endurkrefja nýjan framleiðanda um allar ofgreiddar stuðningsgreiðslur fyrir búið ef skipt hefur verið um handhafa á árinu. Þá er rétt að vekja athygli á því að ef handhafaskipti eru ekki tilkynnt til Matvælastofnunar með réttum hætti áður en lokauppgjör fer fram þá ber Matvælastofnun ekki að endurkrefja fyrri handhafa um ofgreiddar stuðningsgreiðslur fyrir búið.

Matvælastofnun er heimilt að skuldajafna endurgreiðslukröfu vegna greiðslna af öðrum stuðningsgreiðslum skv. samningi um starfsskilyrði í sauðfjárrækt.

Ársáætlun fyrir heildarstuðning til framleiðenda í sauðfjárrækt verður síðan tilbúin í næstu viku og verður þá í kjölfarið gengið frá fyrstu greiðslu ársins, fyrir janúar og febrúar. Stefnt er að því að ganga frá greiðslu beingreiðslna fyrir janúar og febrúar á morgun 2. febrúar, en annars strax eftir helgina.

Í samræmi við reglugerð nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt skal Matvælastofnun gera ársáætlun eigi síðar en 15. febrúar um heildargreiðslur allra framleiðenda, sem eiga rétt á greiðslum skv. 3. gr. Athugasemdir við áætlunina skulu berast stofnuninni innan 20 daga frá dagsetningu þeirra. Heildargreiðslur hvers framleiðanda skulu áætlaðar miðað við framleiðslu fyrra árs, fjölda vetrarfóðraðra kinda á haustskýrslu í Bústofni, skráð greiðslumark í ærgildum í upphafi árs og fjárlög hvers árs.

Heildargreiðslur taka til beingreiðslna, býlisstuðnings, gæðastýringargreiðslna samkvæmt gildandi reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu með síðari breytingum, greiðslna fyrir ullarnýtingu og greiðslna vegna svæðisbundins stuðnings. Heildargreiðslu ársins verður deilt í 12 jafna hluta. Tvöföld greiðsla skal greidd í febrúar, mars og apríl en fellur þó niður á móti í janúar, nóvember og desember.

Matvælastofnun er heimilt að halda eftir 7% af framlögum vegna gæðastýringar og ullarnýtingar og 2% vegna beingreiðslna, svæðisbundins stuðnings og býlisstuðnings við gerð ársáætlunar sem verða greidd þegar heildarframleiðsla liggur fyrir. Árið 2017 var heimilt að halda eftir 15% af framlögum vegna gæðastýringar og ullarnýtingar.

Heildargreiðslur til nýliða skal áætla út frá ærgildum og fjölda vetrarfóðraðra kinda samkvæmt haustskýrslu í Bústofni. Miða skal við að hver vetrarfóðruð ær tveggja vetra og eldri skili 20 kg af lambakjöti og hver veturgömul ær 10 kg. Jafnframt skal miða við að sérhver vetrarfóðruð kind skili 1,6 kg af hreinni ull. Skiptingu framleiðslu í flokka skal miða við framleiðslu á landsvísu árið á undan. Ef nýliði tekur við búi í fullum rekstri er Matvælastofnun heimilt að áætla greiðslur miðað við síðasta framleiðsluár fyrri eiganda.

Matvælastofnun er heimilt að leiðrétta ársáætlun um heildargreiðslur til framleiðenda ef forsendur greiðslna breytast á árinu.

Að síðustu er minnt á að hver framleiðandi getur ekki fengið ársframlög sem nema hærra hlutfalli en 0,4% af árlegum heildarframlögum samkvæmt samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar.“

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.