Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hér má sjá yfir frjálsíþróttasvæði Ungmennafélagsins Vísis í Suðursveit við hlið félagsheimilisins. Vonast er til að völlurinn verði tilbúinn til notkunar í haust.
Hér má sjá yfir frjálsíþróttasvæði Ungmennafélagsins Vísis í Suðursveit við hlið félagsheimilisins. Vonast er til að völlurinn verði tilbúinn til notkunar í haust.
Mynd / aðsend
Fréttir 22. ágúst 2025

Uppbygging íþróttasvæðis á Hrolllaugsstöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á Hrollaugsstöðum í Suðursveit er unnið hörðum höndum að uppbyggingu á fjölnota íþróttavelli að frumkvæði Ungmennafélagsins Vísis. Með styrk frá sveitarfélaginu og ótrúlegu átaki heimafólks er verið að skapa aðstöðu þar sem verður hægt að keppa í öllum greinum frjálsra íþrótta.

Bjarni er ekki bara formaður Vísis því hann er líka nýr formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) og tók hann við því embætti af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur á 92. ársþingi USÚ, sem fram fór á Hrolllaugsstöðum í vor.

Hver bær og nánast hver einasti íbúi í Suðursveit hefur lagt hönd á plóg á einn eða annan hátt við verkefnið. Bjarni MalmquistJónsson er formaður Vísis. „Ungmennafélagið var endurvakið úr dvala 2022 og síðan þá má segja að það hafi allt verið á fullu hjá okkur enda mikill kraftur í fólki sveitarinnar. Nýi frjálsíþróttavöllurinn er langstærsta verkefnið en sá völlur verður vonandi orðinn klár í haust með tartanbrautum og öllu öðru, sem sæmir góðum frjálsíþróttavelli. Það verður líka körfuboltavöllur á svæðinu og svo má segja frá því að það er mikill borðtennisáhugi í félaginu og fullt af krökkum að æfa borðtennis en við eigum fimm borð í dag,“ segir Bjarni, sem er frá bænum Jaðri í Suðursveit en býr í dag í Kópavogi. „Já, það er svolítið langt að fara þegar ég þarf að sinna formennskustarfinu en það er minnsta mál, hjartað slær í Suðursveit,“ segir Bjarni hlæjandi.

Allt unnið í sjálfboðavinnu

Um 130 félagar eru í Vísi og allir mjög áhugasamir um starfsemi félagsins. „Já, það eru orð að sönnu því allt, sem hefur verið unnið við nýja völlinn hefur verið unnið í sjálfboðavinnu af félögunum, ungum sem öldnum. Við þurftum að steypa heilmikið í sumar og þá mættu um 25 manns með bros á vör til að hjálpa til. Eftir steypuna var grillað og framtaki félaganna þannig fagnað,“ bætir Bjarni við.

Borðtennis slær í gegn

Í félagsheimilinu á Hrolllaugsstöðum er ungmennafélagið með nokkur borðtennisborð, sem njóta mikilla vinsælda. „Já, við erum með fimm borð og það eru alltaf einhverjir að spila á þeim þegar við erum með æfingar á miðvikudögum eða höldum mót. Það eru að jafnaði að mæta 15 til 20 á æfingarnar, sem hlýtur að teljast gott í ekki stærra félagi,“ segir Bjarni.

Ánægður bæjarstjóri

Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, dáist að kraftinum hjá félögum í Vísi. „Já, þetta er samfélagsverkefni í sinni tærustu mynd, hver bær og nánast hver einasti íbúi í Suðursveit hefur lagt hönd á plóg á einn eða annan hátt. Sannkallaður ungmennafélagsandi ríkir í Suðursveit og við erum gríðarlega stolt af því,“ segir Sigurjón.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...