Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Uppbygging innviða - fjarskipti
Fréttir 4. mars 2015

Uppbygging innviða - fjarskipti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2015 hefur samþykkt ályktun þess efnis að öflugar og traustar nettengingar verði komið á fyrir heimili og fyrirtækja um land allt og að allar byggðir og þjóðvegir landsins hafi virkt GSM samband.

Búnaðarþing 2015 styður áætlun stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu og hvetur til þess að allir landsmenn sitji við sama borð hvað nettengingar varðar.

Tryggja þarf GSM samband jafnt í byggð sem og á þjóðvegum landsins.

Búnaðarþing leggur áherslu á að lokið verði lagningu þriggja fasa rafmagns um landið.
Iðnaðarráðuneytið vinni  landsáætlun um uppbyggingu á þriggja fasa dreifikerfi raforku. Til hliðsjónar verði áætlun um lagningu ljósleiðara. Tryggja þarf möguleika til samnýtingar veituframkvæmda, þannig að helstu innviðir njóti gagnkvæmra réttinda til að fá upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir og tækifæri til að samnýta þær.

Stjórnvöld hrindi í framkvæmd markmiðum byggðaáætlunar Alþingis frá vori 2014 um bætt afhendingaröryggi raforku. 

RARIK og Orkubúi Vestfjarða verði gert kleift að flýta framkvæmdum sínum sem kostur er með þátttöku í verkefnum þar sem samlegðaráhrif eru af öðrum veituframkvæmdum.
Tryggja þarf varaafl þegar raforkukerfið bilar.
  

Ályktunin verður send ríkisstjórn og Alþingi og skal stjórn BÍ fylgi málinu eftir.

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...