Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Uppbygging innviða - fjarskipti
Fréttir 4. mars 2015

Uppbygging innviða - fjarskipti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2015 hefur samþykkt ályktun þess efnis að öflugar og traustar nettengingar verði komið á fyrir heimili og fyrirtækja um land allt og að allar byggðir og þjóðvegir landsins hafi virkt GSM samband.

Búnaðarþing 2015 styður áætlun stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu og hvetur til þess að allir landsmenn sitji við sama borð hvað nettengingar varðar.

Tryggja þarf GSM samband jafnt í byggð sem og á þjóðvegum landsins.

Búnaðarþing leggur áherslu á að lokið verði lagningu þriggja fasa rafmagns um landið.
Iðnaðarráðuneytið vinni  landsáætlun um uppbyggingu á þriggja fasa dreifikerfi raforku. Til hliðsjónar verði áætlun um lagningu ljósleiðara. Tryggja þarf möguleika til samnýtingar veituframkvæmda, þannig að helstu innviðir njóti gagnkvæmra réttinda til að fá upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir og tækifæri til að samnýta þær.

Stjórnvöld hrindi í framkvæmd markmiðum byggðaáætlunar Alþingis frá vori 2014 um bætt afhendingaröryggi raforku. 

RARIK og Orkubúi Vestfjarða verði gert kleift að flýta framkvæmdum sínum sem kostur er með þátttöku í verkefnum þar sem samlegðaráhrif eru af öðrum veituframkvæmdum.
Tryggja þarf varaafl þegar raforkukerfið bilar.
  

Ályktunin verður send ríkisstjórn og Alþingi og skal stjórn BÍ fylgi málinu eftir.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...