Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Uppbygging innviða - fjarskipti
Fréttir 4. mars 2015

Uppbygging innviða - fjarskipti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2015 hefur samþykkt ályktun þess efnis að öflugar og traustar nettengingar verði komið á fyrir heimili og fyrirtækja um land allt og að allar byggðir og þjóðvegir landsins hafi virkt GSM samband.

Búnaðarþing 2015 styður áætlun stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu og hvetur til þess að allir landsmenn sitji við sama borð hvað nettengingar varðar.

Tryggja þarf GSM samband jafnt í byggð sem og á þjóðvegum landsins.

Búnaðarþing leggur áherslu á að lokið verði lagningu þriggja fasa rafmagns um landið.
Iðnaðarráðuneytið vinni  landsáætlun um uppbyggingu á þriggja fasa dreifikerfi raforku. Til hliðsjónar verði áætlun um lagningu ljósleiðara. Tryggja þarf möguleika til samnýtingar veituframkvæmda, þannig að helstu innviðir njóti gagnkvæmra réttinda til að fá upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir og tækifæri til að samnýta þær.

Stjórnvöld hrindi í framkvæmd markmiðum byggðaáætlunar Alþingis frá vori 2014 um bætt afhendingaröryggi raforku. 

RARIK og Orkubúi Vestfjarða verði gert kleift að flýta framkvæmdum sínum sem kostur er með þátttöku í verkefnum þar sem samlegðaráhrif eru af öðrum veituframkvæmdum.
Tryggja þarf varaafl þegar raforkukerfið bilar.
  

Ályktunin verður send ríkisstjórn og Alþingi og skal stjórn BÍ fylgi málinu eftir.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...