Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hópurinn í Skotlandi, frá vinstri Karl Jónsson á Lamb Inn, Öngulsstöðum, Flora, Carolyne Charrington, Guðmundur J. Guðmundsson í Holtseli, Elisabeth, Guðrún Egilsdóttir, Holtseli, Kristín Kolbeinsdóttir, Silvu, og hjónin Friðrik Jónsson, Freyvangi og Inga
Hópurinn í Skotlandi, frá vinstri Karl Jónsson á Lamb Inn, Öngulsstöðum, Flora, Carolyne Charrington, Guðmundur J. Guðmundsson í Holtseli, Elisabeth, Guðrún Egilsdóttir, Holtseli, Kristín Kolbeinsdóttir, Silvu, og hjónin Friðrik Jónsson, Freyvangi og Inga
Fréttir 21. febrúar 2018

Unnið að stofnun matarstígs sem opnaður verður á komandi vori

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Undirbúningur að stofnun svonefnds matarstígs hefur staðið yfir í Eyjafjarðarsveit í rúmlega tvö ár. Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar heldur utan um verkefnið og fékk það á liðnu ári styrk, 500 þúsund krónur, úr uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra til að vinna að framgangi þess. Stærsti hluti styrksins var nýttur til kynnisferðar til Skotlands þar sem skoðuð voru verkefni af svipuðu tagi og nú er verið að ýta úr vör í Eyjafjarðarsveit. 
 
Fyrir valinu var Mull og Iona Food Trail og var tilgangurinn að fræðast um verkefni eyjarskeggja, á eyjunni Mull í Skotlandi, velta upp kostum og göllum, hvernig vinnuferlið var við stofnun þess og ekki síst að fá hugmyndir sem hægt væri að heimfæra yfir á svæðið í Eyjafjarðarsveit.
 
Karl Jónsson hjá Lamb Inn á Öngulsstöðum og formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar segir að hinn skoski matarstígur Mull and Iona Food Trail sé þriggja ára gamall, en hann spratt upp úr öðru og stærra verkefni sem fjallaði um ferðaþjónustu eins og hún leggur sig á eyjunni Mull. „Það kom fljótlega í ljós að matarupplifun var eitt af því sem eyjan hafði upp á að bjóða og skar sig eiginlega úr. Þrjár konur í hópnum tóku það verkefni út fyrir sviga ef svo má segja og náðu saman í eina sæng, matvælaframleiðendum, veitingafólki og fleiri áhugasömum um staðbundinn mat,“ segir Karl.
 
Juku verðmæti þess hráefnis sem framleitt er
 
Hugarfarsbreytingu hefði þurft til að fá verkefnið til að ganga. Matvælaframleiðendur í eynni, sem flestir voru bændur, þurftu til að mynda að fá nýja sýn á upplifun sína af sjálfum sér; í stað þess að vera „bara“ bændur þurftu þeir að líta á sig sem hágæða matvælaframleiðendur. Veitingamenn þurftu í auknum mæli að beina viðskiptum sínum til framleiðenda á heimaslóðum.  
 
„Við hittum þarna nautgripabónda sem áður fór með sína gripi í slátrun og hafði svo ekki frekari áhyggjur af því. Síðan fór hann að hugsa málin upp á nýtt þegar matarstígurinn kom til sögunnar og fannst fáránlegt að kjötið hans væri sent upp á meginlandið á meðan veitingastaðir á eynni keyptu megnið af þínu hráefni þaðan. Verkefnið breytti hans hugsunarhætti,“ segir Karl og bætir við að þeir bændur sem ferðalangar ræddu við hefðu verið sammála um að þátttaka í verkefninu ásamt hugarfarsbreytingu hafi aukið verðmæti hráefnisins sem þeir framleiddu. Þá sagði Karl að veitingastaðir í Mull kaupi ekki aðeins bestu bitana af skepnunum,  heldur taka inn á sinn matseðil kjöt af öllum gripnum. „Við fengum til að mynda að bragða pottrétt á einum veitingastaðanna sem búinn var til úr kjöti af leggjum gripanna.“
 
Margt að sjá og skoða
 
Eyfirski hópurinn fór víða um eyjuna Mull í Skotlandi. Eitt af því sem hópurinn skoðaði var kræklingaeldi, sem hefur um 80% markaðshlutdeild í Bretlandi, sjávarréttaveitingastað sem valinn var sá besti sinnar tegundar í Bretlandi, súkkulaðiframleiðslu, kúabú þar sem öll framleiðslan fer í að búa til ost í samlagi sem er á búinu, svínabú sömuleiðis og eina staðinn á eynni þar sem haggish er framleitt. Hópurinn leit einnig við hjá mæðgum nokkrum sem eiga fiskverkun og reykhús þar sem þær reykja silung úr fiskieldi við eyna og einnig ýsu.
 
Fjöldinn allur af nýjum hugmyndum
 
Karl segir að dýrmætt hafi verið að hitta að máli stjórnendur matarstígsins, Floru, Carolyn og Elisabeth, en þær höfðu einnig tekið að sér að undirbúa og bóka heimsóknir hópsins til þátttakenda matarstígsins skoska. 
 
„Við komum heim úr þessari ferð með fjöldann allan af hugmyndum sem við teljum að nýtist okkur hér í Eyjafjarðarsveit. Helst má þar nefnda meiri fullvinnslu meðal matvælaframleiðenda í sveitinni, ýmsa viðburði, heimsóknarskipti á milli svæðanna og almenna hugarfarsbreytingu. Við hér á svæðinu erum með afskaplega fjölbreytt matvæli í framleiðslu þannig að það liggur beint við að þróa hér atvinnulíf og ferðaþjónustu í tengslum við það.“
 
Næstu skref verða að taka lokasnúning á kynningu verkefnisins og stendur til að sögn Karls að stofna matarstíginn formlega fyrir vorið. „Þá ættum við að geta prufukeyrt viðburði á komandi sumri og þróa þá svo áfram,“ segir Karl.
 
Úti á pramma að skoða kræklingarækt, en kræklingaeldi er stundað við eyna Mull í Skotlandi.
Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...