Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Unnið að framtíðarstefnumörkun um ríkisjarðir
Fréttir 27. apríl 2017

Unnið að framtíðarstefnumörkun um ríkisjarðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændablaðið sendi Ríkiseignum fyrirspurn um hvernig stæði á því að ríkisjarðir sem fara úr ábúð séu ekki auglýstar strax.

Óskar Páll Óskarsson, sviðsstjóri lands og auðlinda hjá Ríkiseignum, segir að  fjármála- og efnahagsráðuneytið ákveði endanlega ráðstöfun ríkisjarða, þ.e. sölu, ábúð eða leigu jarðarinnar. Sama gildi um ríkisjarðir eins og aðrar fasteignir ríkisins. Skoða þurfi hverja jörð fyrir sig.

„Ríkiseignum er kunnugt um að í ráðuneytinu er vinna í gangi um framtíðarstefnumörkun ríkisjarða á landsvísu, svo sem hvaða jarðir eigi ríkið að eiga til framtíðar, hvaða jarðir eigi að selja á almennum markaði þegar markaðsaðstæður eru hagkvæmar, hvaða jarðir skuli setja í ábúð eða setja í leigu o.s.frv. Starfsmenn Ríkiseigna hafa aðstoðað ráðuneytið við þessa vinnu. Á meðan á þeirri vinnu stendur hafa ekki verið teknar ákvarðanir um að setja ríkisjarðir í ábúð, en ein­staka ríkisjarðir hafa þó verið settar í almenna sölu. Vonast er til þess að vinnu við framtíðarstefnumörkun í málaflokknum ljúki á næstu mánuðum, en m.a. er beðið eftir skýrslu Hagfræðistofnunar um ábúðarkerfið,“ segir Óskar.

Hann segir að ekki séu sérstök tímamörk um það hvenær jarðir eru auglýstar.
„Þær hafa hins vegar verið almennt auglýstar á vori til en til vara á hausti til.“ 

Eignir rýrna á ónýttum jörðum

– Hefur það ekki slæm áhrif á gæði jarðanna, til dæmis að tún séu ekki nytjuð?

„Ljóst er að tún rýrna að gæðum séu þau ekki slegin og hirt.

Ríkiseignir hafa samþykkt að tilteknir nágrannabændur, sem hafa þegar nytjað túnin í tíð fráfarandi ábúanda hafa fengið að nytja túnin áfram.

Skilyrði heimildar er að hlunnindi jarðarinnar séu ekki rýrð á neinn hátt með notkuninni. Ekki er þetta hægt alls staðar og hafa þá tún jarða sannanlega rýrnað.“ 

– Hvað með bústofn? Geta nýir ábúendur í sumum tilfellum keypt af og nýtt bústofn þeirra sem eru að bregða búi?

„Ef jörð er auglýst að vori og búið að velja nýjan ábúanda fyrir júníbyrjun þá er það hægt. Þetta var vaninn hér áður fyrr þegar aðrir sveitungar tóku við jörðinni. Fráfarandi og nýr ábúandi gera þá samning sín á milli. Fráfarandi ábúandi þarf að segja upp fyrir áramót. Jarðirnar eru þó í umsjón fráfarandi ábúanda fram til júníbyrjunar.

Jarðir metnar að vori

Óskar segir að landsúttektarmenn meti samkvæmt ábúðarlögum endurbætur ábúanda á jörðinni til verðs.
„Úttektarmenn verða að koma að vori til þar sem meta á túnræktun ábúanda, skurði og ástand girðinga. Til að meta jörðina verður því að vera snjólaust.

Í dag er reglan sú að jörðin skal auglýst almennri auglýsingu þar sem allir landsmenn hafi jafnan rétt til að sækja um jörðina.

Ókunnugir umsækjendur vilja sjá jörðina, svo sem ástand túna, girðinga, skurða og beitarlands. Þannig að jörðin getur ekki verið undir snjó þegar hún er skoðuð.

Kaup nýrra ábúanda á bústofni og vélum er hagur fráfarandi ábúanda, nýs ábúanda og landeiganda. Sem betur fer ganga flest svona viðskipti vel fyrir sig.

Vandamál geta komið upp við viðskilnað jarða og húsa, svo sem þegar ekki er búið að hreinsa jörð eða tæma hús og moka út úr útihúsum.
Sama á við um verðmatið á bústofni og uppgjör á umsömdum fjárhæðum,“ segir Óskar Páll Óskarsson. 

Skylt efni: Ríkiseignir | Jarðir

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...