Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
Mynd / GBJ
Fréttir 13. október 2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Höfundur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Í Svalbarðshreppi og Langa­nesbyggð hefur mikil nýliðun verið í sauðfjárrækt og er þar nú yngsta bændasamfélag á landinu. 
 
Margir hafa sótt sér menntun í búvísindum og iðngreinum, og snúið aftur á æskuslóðir, en grunnurinn að þessu bændasamfélagi er önnur kynslóð bænda sem hafa tekið við búum af foreldrum. 
 
Í byggðarlaginu, sem telur í heildina um 600 manns, eru tvö þorp, Bakkafjörður og Þórshöfn. Bakkafjörður hefur átt undir högg að sækja með fólksfækkun og minnkandi sjávarútvegi en þar eru nú aðeins tvö sauðfjárbú eftir. 
 
Á Þórshöfn er atvinnuástandið gott þar sem Ísfélag Vestmannaeyja rekur öfluga fiskvinnslu. Í janúar er loðnuvertíð og síðsumars og fram á haust má ná góðu uppgripi með makríl- og síldarvöktum, en þar hafa bændur verið liðtækir í að skipa löndunarteymi þegar á þarf að halda. 
 
Núna stendur enn yfir síldarvertíð þar sem unnið er á 12 tíma vöktum allan sólarhringinn. Þessir atvinnuvegir styrkja því hvor annan. Það er alveg ljóst að það skiptir miklu máli fyrir bændur að eiga kost á að sækja vinnu utan bús, hvort sem það er á ársgrundvelli eða uppgrip á vertíðum. 
 
Tilvist samfélagsins ógnað
 
Að öðru leyti er byggðarlagið hefðbundið sveitasamfélag. Þar er gripið í spil á vetrarkvöldum þegar boðað er til félagsvistar. Kvenfélagið er virkt og síungt, þá er björgunarsveit, leikfélag, kirkjukór, blaklið og ýmislegt hægt að finna sér til gagns og gamans. Aldrei skortir verkefni fyrir þá sem vilja taka þátt í samfélaginu. Núna er tilvist þessa samfélags ógnað með óvissu í sauðfjárrækt og úrræðaleysi stjórnvalda til að grípa til aðgerða. 
 
Mikil lækkun afurðaverðs er þungt högg 
 
Mikil lækkun afurðaverðs nú í haust er þungt högg og þá sérstaklega fyrir ungar fjölskyldur sem margar hverjar hafa nýlega fjárfest í sauðfjárbúum. Þetta unga kraftmikla fólk lætur nú í sér heyra, kallar eftir markvissri byggðastefnu frá stjórnvöldum og aðgerðum sem styrkja byggðir í landinu. 

16 myndir:

Skylt efni: ungir bændur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...