Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
Mynd / GBJ
Fréttir 13. október 2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Höfundur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Í Svalbarðshreppi og Langa­nesbyggð hefur mikil nýliðun verið í sauðfjárrækt og er þar nú yngsta bændasamfélag á landinu. 
 
Margir hafa sótt sér menntun í búvísindum og iðngreinum, og snúið aftur á æskuslóðir, en grunnurinn að þessu bændasamfélagi er önnur kynslóð bænda sem hafa tekið við búum af foreldrum. 
 
Í byggðarlaginu, sem telur í heildina um 600 manns, eru tvö þorp, Bakkafjörður og Þórshöfn. Bakkafjörður hefur átt undir högg að sækja með fólksfækkun og minnkandi sjávarútvegi en þar eru nú aðeins tvö sauðfjárbú eftir. 
 
Á Þórshöfn er atvinnuástandið gott þar sem Ísfélag Vestmannaeyja rekur öfluga fiskvinnslu. Í janúar er loðnuvertíð og síðsumars og fram á haust má ná góðu uppgripi með makríl- og síldarvöktum, en þar hafa bændur verið liðtækir í að skipa löndunarteymi þegar á þarf að halda. 
 
Núna stendur enn yfir síldarvertíð þar sem unnið er á 12 tíma vöktum allan sólarhringinn. Þessir atvinnuvegir styrkja því hvor annan. Það er alveg ljóst að það skiptir miklu máli fyrir bændur að eiga kost á að sækja vinnu utan bús, hvort sem það er á ársgrundvelli eða uppgrip á vertíðum. 
 
Tilvist samfélagsins ógnað
 
Að öðru leyti er byggðarlagið hefðbundið sveitasamfélag. Þar er gripið í spil á vetrarkvöldum þegar boðað er til félagsvistar. Kvenfélagið er virkt og síungt, þá er björgunarsveit, leikfélag, kirkjukór, blaklið og ýmislegt hægt að finna sér til gagns og gamans. Aldrei skortir verkefni fyrir þá sem vilja taka þátt í samfélaginu. Núna er tilvist þessa samfélags ógnað með óvissu í sauðfjárrækt og úrræðaleysi stjórnvalda til að grípa til aðgerða. 
 
Mikil lækkun afurðaverðs er þungt högg 
 
Mikil lækkun afurðaverðs nú í haust er þungt högg og þá sérstaklega fyrir ungar fjölskyldur sem margar hverjar hafa nýlega fjárfest í sauðfjárbúum. Þetta unga kraftmikla fólk lætur nú í sér heyra, kallar eftir markvissri byggðastefnu frá stjórnvöldum og aðgerðum sem styrkja byggðir í landinu. 

16 myndir:

Skylt efni: ungir bændur

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lómur
9. október 2024

Lómur

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir