Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
Mynd / GBJ
Fréttir 13. október 2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Höfundur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Í Svalbarðshreppi og Langa­nesbyggð hefur mikil nýliðun verið í sauðfjárrækt og er þar nú yngsta bændasamfélag á landinu. 
 
Margir hafa sótt sér menntun í búvísindum og iðngreinum, og snúið aftur á æskuslóðir, en grunnurinn að þessu bændasamfélagi er önnur kynslóð bænda sem hafa tekið við búum af foreldrum. 
 
Í byggðarlaginu, sem telur í heildina um 600 manns, eru tvö þorp, Bakkafjörður og Þórshöfn. Bakkafjörður hefur átt undir högg að sækja með fólksfækkun og minnkandi sjávarútvegi en þar eru nú aðeins tvö sauðfjárbú eftir. 
 
Á Þórshöfn er atvinnuástandið gott þar sem Ísfélag Vestmannaeyja rekur öfluga fiskvinnslu. Í janúar er loðnuvertíð og síðsumars og fram á haust má ná góðu uppgripi með makríl- og síldarvöktum, en þar hafa bændur verið liðtækir í að skipa löndunarteymi þegar á þarf að halda. 
 
Núna stendur enn yfir síldarvertíð þar sem unnið er á 12 tíma vöktum allan sólarhringinn. Þessir atvinnuvegir styrkja því hvor annan. Það er alveg ljóst að það skiptir miklu máli fyrir bændur að eiga kost á að sækja vinnu utan bús, hvort sem það er á ársgrundvelli eða uppgrip á vertíðum. 
 
Tilvist samfélagsins ógnað
 
Að öðru leyti er byggðarlagið hefðbundið sveitasamfélag. Þar er gripið í spil á vetrarkvöldum þegar boðað er til félagsvistar. Kvenfélagið er virkt og síungt, þá er björgunarsveit, leikfélag, kirkjukór, blaklið og ýmislegt hægt að finna sér til gagns og gamans. Aldrei skortir verkefni fyrir þá sem vilja taka þátt í samfélaginu. Núna er tilvist þessa samfélags ógnað með óvissu í sauðfjárrækt og úrræðaleysi stjórnvalda til að grípa til aðgerða. 
 
Mikil lækkun afurðaverðs er þungt högg 
 
Mikil lækkun afurðaverðs nú í haust er þungt högg og þá sérstaklega fyrir ungar fjölskyldur sem margar hverjar hafa nýlega fjárfest í sauðfjárbúum. Þetta unga kraftmikla fólk lætur nú í sér heyra, kallar eftir markvissri byggðastefnu frá stjórnvöldum og aðgerðum sem styrkja byggðir í landinu. 

16 myndir:

Skylt efni: ungir bændur

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...