Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ungbændur í Noregi vilja meiri sjálfbærni og hærra matarverð
Fréttir 8. maí 2017

Ungbændur í Noregi vilja meiri sjálfbærni og hærra matarverð

Höfundur: Bondebladet / Erla H. Gunnarsdóttir
Nú hafa ungbændur og umhverfissamtök í Noregi tekið sig saman og gefið út yfirlýsingu um hvernig þau vilja sjá framtíðina í norskum landbúnaði. 
 
Þar er óskað eftir meiri sjálfbærni og hærra matarverði en einnig að flytja eigi útreikninga á beingreiðslum frá magni til landsvæða. 
 
Uppgjör gegn risabúunum
 
Yfirlýsingin er eins konar uppgjör gegn risabúum og fjöldaframleiðslu.
Samtökin, sem kalla sig bandalag fyrir nýja landbúnaðarstefnu, voru stofnuð árið 2012 og að þeim koma sjö ungliða- og umhverfisverndarsamtök.
 
Þau vilja fara aðrar leiðir en núverandi stjórnvöld fara og vilja þannig fara til baka til smærri og meðalstórra búa, hugsa beingreiðslukerfið upp á nýtt og fara yfir þær leiðir sem hægt er að fara til að sporna gegn síauknum innflutningi á kraftfóðri.
 
 Vilja auka sjálfbærni
 
Í dag er flutt inn yfir ein milljón tonna á ári sem er tvöföldun á 15 árum. Helmingur af því kraftfóðri sem norsk húsdýr eru fóðruð á er innflutt. Hugmyndafræði þeirra er að gera landbúnaðinn sjálfbærari sem byggist á hverju svæði fyrir sig. 
 
Krafan um magn, skilvirkni og arð leiðir til ósjálfbærni
 
„Aðalvandamálið með land­búnaðar­­­stefnuna í dag er einhliða skuldbinding á skilvirkni, arði og magni. Þetta leiðir af sér meiri miðstýringu og fleiri bændur í hlutastarfi sem gegna jafnmikilvægu hlutverki eins og bændur í fullu starfi. Stefna stjórnvalda gerir það einnig að verkum að það verður meira aðlaðandi að nota innflutt kraftfóður. Stjórnvöld sjá ekki heildarmyndina, heldur hugsa eingöngu um magn og ekki allt hitt sem er gott við landbúnaðinn,“ segir Kathrine Kinn, sem er í forsvari fyrir samtökin.
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...