Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ungbændur í Noregi vilja meiri sjálfbærni og hærra matarverð
Fréttir 8. maí 2017

Ungbændur í Noregi vilja meiri sjálfbærni og hærra matarverð

Höfundur: Bondebladet / Erla H. Gunnarsdóttir
Nú hafa ungbændur og umhverfissamtök í Noregi tekið sig saman og gefið út yfirlýsingu um hvernig þau vilja sjá framtíðina í norskum landbúnaði. 
 
Þar er óskað eftir meiri sjálfbærni og hærra matarverði en einnig að flytja eigi útreikninga á beingreiðslum frá magni til landsvæða. 
 
Uppgjör gegn risabúunum
 
Yfirlýsingin er eins konar uppgjör gegn risabúum og fjöldaframleiðslu.
Samtökin, sem kalla sig bandalag fyrir nýja landbúnaðarstefnu, voru stofnuð árið 2012 og að þeim koma sjö ungliða- og umhverfisverndarsamtök.
 
Þau vilja fara aðrar leiðir en núverandi stjórnvöld fara og vilja þannig fara til baka til smærri og meðalstórra búa, hugsa beingreiðslukerfið upp á nýtt og fara yfir þær leiðir sem hægt er að fara til að sporna gegn síauknum innflutningi á kraftfóðri.
 
 Vilja auka sjálfbærni
 
Í dag er flutt inn yfir ein milljón tonna á ári sem er tvöföldun á 15 árum. Helmingur af því kraftfóðri sem norsk húsdýr eru fóðruð á er innflutt. Hugmyndafræði þeirra er að gera landbúnaðinn sjálfbærari sem byggist á hverju svæði fyrir sig. 
 
Krafan um magn, skilvirkni og arð leiðir til ósjálfbærni
 
„Aðalvandamálið með land­búnaðar­­­stefnuna í dag er einhliða skuldbinding á skilvirkni, arði og magni. Þetta leiðir af sér meiri miðstýringu og fleiri bændur í hlutastarfi sem gegna jafnmikilvægu hlutverki eins og bændur í fullu starfi. Stefna stjórnvalda gerir það einnig að verkum að það verður meira aðlaðandi að nota innflutt kraftfóður. Stjórnvöld sjá ekki heildarmyndina, heldur hugsa eingöngu um magn og ekki allt hitt sem er gott við landbúnaðinn,“ segir Kathrine Kinn, sem er í forsvari fyrir samtökin.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...