Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ungbændur í Noregi vilja meiri sjálfbærni og hærra matarverð
Fréttir 8. maí 2017

Ungbændur í Noregi vilja meiri sjálfbærni og hærra matarverð

Höfundur: Bondebladet / Erla H. Gunnarsdóttir
Nú hafa ungbændur og umhverfissamtök í Noregi tekið sig saman og gefið út yfirlýsingu um hvernig þau vilja sjá framtíðina í norskum landbúnaði. 
 
Þar er óskað eftir meiri sjálfbærni og hærra matarverði en einnig að flytja eigi útreikninga á beingreiðslum frá magni til landsvæða. 
 
Uppgjör gegn risabúunum
 
Yfirlýsingin er eins konar uppgjör gegn risabúum og fjöldaframleiðslu.
Samtökin, sem kalla sig bandalag fyrir nýja landbúnaðarstefnu, voru stofnuð árið 2012 og að þeim koma sjö ungliða- og umhverfisverndarsamtök.
 
Þau vilja fara aðrar leiðir en núverandi stjórnvöld fara og vilja þannig fara til baka til smærri og meðalstórra búa, hugsa beingreiðslukerfið upp á nýtt og fara yfir þær leiðir sem hægt er að fara til að sporna gegn síauknum innflutningi á kraftfóðri.
 
 Vilja auka sjálfbærni
 
Í dag er flutt inn yfir ein milljón tonna á ári sem er tvöföldun á 15 árum. Helmingur af því kraftfóðri sem norsk húsdýr eru fóðruð á er innflutt. Hugmyndafræði þeirra er að gera landbúnaðinn sjálfbærari sem byggist á hverju svæði fyrir sig. 
 
Krafan um magn, skilvirkni og arð leiðir til ósjálfbærni
 
„Aðalvandamálið með land­búnaðar­­­stefnuna í dag er einhliða skuldbinding á skilvirkni, arði og magni. Þetta leiðir af sér meiri miðstýringu og fleiri bændur í hlutastarfi sem gegna jafnmikilvægu hlutverki eins og bændur í fullu starfi. Stefna stjórnvalda gerir það einnig að verkum að það verður meira aðlaðandi að nota innflutt kraftfóður. Stjórnvöld sjá ekki heildarmyndina, heldur hugsa eingöngu um magn og ekki allt hitt sem er gott við landbúnaðinn,“ segir Kathrine Kinn, sem er í forsvari fyrir samtökin.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...