Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ungbændur í Noregi vilja meiri sjálfbærni og hærra matarverð
Fréttir 8. maí 2017

Ungbændur í Noregi vilja meiri sjálfbærni og hærra matarverð

Höfundur: Bondebladet / Erla H. Gunnarsdóttir
Nú hafa ungbændur og umhverfissamtök í Noregi tekið sig saman og gefið út yfirlýsingu um hvernig þau vilja sjá framtíðina í norskum landbúnaði. 
 
Þar er óskað eftir meiri sjálfbærni og hærra matarverði en einnig að flytja eigi útreikninga á beingreiðslum frá magni til landsvæða. 
 
Uppgjör gegn risabúunum
 
Yfirlýsingin er eins konar uppgjör gegn risabúum og fjöldaframleiðslu.
Samtökin, sem kalla sig bandalag fyrir nýja landbúnaðarstefnu, voru stofnuð árið 2012 og að þeim koma sjö ungliða- og umhverfisverndarsamtök.
 
Þau vilja fara aðrar leiðir en núverandi stjórnvöld fara og vilja þannig fara til baka til smærri og meðalstórra búa, hugsa beingreiðslukerfið upp á nýtt og fara yfir þær leiðir sem hægt er að fara til að sporna gegn síauknum innflutningi á kraftfóðri.
 
 Vilja auka sjálfbærni
 
Í dag er flutt inn yfir ein milljón tonna á ári sem er tvöföldun á 15 árum. Helmingur af því kraftfóðri sem norsk húsdýr eru fóðruð á er innflutt. Hugmyndafræði þeirra er að gera landbúnaðinn sjálfbærari sem byggist á hverju svæði fyrir sig. 
 
Krafan um magn, skilvirkni og arð leiðir til ósjálfbærni
 
„Aðalvandamálið með land­búnaðar­­­stefnuna í dag er einhliða skuldbinding á skilvirkni, arði og magni. Þetta leiðir af sér meiri miðstýringu og fleiri bændur í hlutastarfi sem gegna jafnmikilvægu hlutverki eins og bændur í fullu starfi. Stefna stjórnvalda gerir það einnig að verkum að það verður meira aðlaðandi að nota innflutt kraftfóður. Stjórnvöld sjá ekki heildarmyndina, heldur hugsa eingöngu um magn og ekki allt hitt sem er gott við landbúnaðinn,“ segir Kathrine Kinn, sem er í forsvari fyrir samtökin.
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...