Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlaupaæfing í fjörunni
Hlaupaæfing í fjörunni
Mynd / Rakel Steinarsdóttir
Fréttir 27. júní 2022

Ungamamman á Ökrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rakel Steinarsdóttir, ábúandi og ungamamma á Suðurbænum Ökrum á Mýrum, er að reyna fyrir sér með uppeldi á æðarungum sem hún klekur úr eggjum í útungunarvél.

Snyrting í fjörunni og snattast í kringum Rakel Steinarsdóttir ungamömmu.

Hugmyndin er að koma upp æðavarpi í kringum hús Rakelar eða á landskikka sem liggur við sjó.

„Ég fékk egg hjá bændum í nágreni við mig og það hefur gengið vonum framar að unga þeim út og ég er kominn með 35 unga í garðinn og þeim á eftir að fjölga ef allt gengur að óskum.“

Útungunarvélin er í forstofunni hjá Rakel og eftir að ungarnir klekjast út sér hún um uppeldið.

„Ég fer með unganna í göngutúr niður að sjó þar sem ég leyfi þeim að synda og svo gef ég þeim að borða þannig að ég hef gengið þeim í móðurstað og það er ótrúlegt hvað ungarnir eru ólíkir innbirgðs og hver og einn hefur sinn sérstaka karakter.

Rakel segir ótrúlegt að sjá hvað köfun er innbyggð í eðli unganna.

Rakel segir að sem stendur hafi hún ekki aðgang að öðru landi undir varpið en garðinn í kringum íbúðarhúsið sitt. „Ég er að leita að hentugu svæði fyrir varpið í framtíðinni og vil gjarnan heyra í hverjum þeim sem gæti aðstoðað mig í að finna hentugan skika við sjó.“

Að sögn Rakelar venjast ungarnir á ákveðið heimasvæði í sumar og í haust fara þeir út á sjó með öðrum æðarfuglahópum. „Vonandi skila sumir þeirra sér aftur heim næsta vor. Fuglarnir verða kynþroska á öðru eða þriðja ári og ég geri ráð fyrir að unga úr fleiri eggjum á næsta og þar næsta ári til að byggja um varpstofn.

Að þeim tíma liðnum geri ég mér svo vonir um að einhverjir fugla geri sér hreiður annað hvort í garðinum hjá mér eða á skika sem mér áskotnast.“

14 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...