Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hlaupaæfing í fjörunni
Hlaupaæfing í fjörunni
Mynd / Rakel Steinarsdóttir
Fréttir 27. júní 2022

Ungamamman á Ökrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rakel Steinarsdóttir, ábúandi og ungamamma á Suðurbænum Ökrum á Mýrum, er að reyna fyrir sér með uppeldi á æðarungum sem hún klekur úr eggjum í útungunarvél.

Snyrting í fjörunni og snattast í kringum Rakel Steinarsdóttir ungamömmu.

Hugmyndin er að koma upp æðavarpi í kringum hús Rakelar eða á landskikka sem liggur við sjó.

„Ég fékk egg hjá bændum í nágreni við mig og það hefur gengið vonum framar að unga þeim út og ég er kominn með 35 unga í garðinn og þeim á eftir að fjölga ef allt gengur að óskum.“

Útungunarvélin er í forstofunni hjá Rakel og eftir að ungarnir klekjast út sér hún um uppeldið.

„Ég fer með unganna í göngutúr niður að sjó þar sem ég leyfi þeim að synda og svo gef ég þeim að borða þannig að ég hef gengið þeim í móðurstað og það er ótrúlegt hvað ungarnir eru ólíkir innbirgðs og hver og einn hefur sinn sérstaka karakter.

Rakel segir ótrúlegt að sjá hvað köfun er innbyggð í eðli unganna.

Rakel segir að sem stendur hafi hún ekki aðgang að öðru landi undir varpið en garðinn í kringum íbúðarhúsið sitt. „Ég er að leita að hentugu svæði fyrir varpið í framtíðinni og vil gjarnan heyra í hverjum þeim sem gæti aðstoðað mig í að finna hentugan skika við sjó.“

Að sögn Rakelar venjast ungarnir á ákveðið heimasvæði í sumar og í haust fara þeir út á sjó með öðrum æðarfuglahópum. „Vonandi skila sumir þeirra sér aftur heim næsta vor. Fuglarnir verða kynþroska á öðru eða þriðja ári og ég geri ráð fyrir að unga úr fleiri eggjum á næsta og þar næsta ári til að byggja um varpstofn.

Að þeim tíma liðnum geri ég mér svo vonir um að einhverjir fugla geri sér hreiður annað hvort í garðinum hjá mér eða á skika sem mér áskotnast.“

14 myndir:

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...