Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Undirbúa aðgerðir ef gos brýst út
Fréttir 21. ágúst 2014

Undirbúa aðgerðir ef gos brýst út

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Matvælastofnun hefur brugðist með ýmsum hætti við hugsanlegu eldgosi í Vatnajökli. Héraðsdýralæknar í Norðausturumdæmi og Austurumdæmi hafa sett sig í samband við sýslumenn á svæðunum en hlutverk héraðsdýralækna er meðal annars að tryggja sem best velferð og heilbrigði dýra. Umræddir dýralæknar hafa setið fundi aðgerðarstjórna á svæðunum og einnig sett sig í samband við búfjárráðunauta og aðra aðila í sínum umdæmum sem tengjast aðgerðum er lúta að dýrum. Munu þeir aðilar fylgjast með og koma upplýsingum til héraðsdýralækna sem aftur munu aðstoða eftir þörfum.

Unnið er að því að skipuleggja hvert má fara með sauðfé ef til þess kemur að flytja þurfi það yfir varnarlínur. Þá hefur verið haft samband við forsvarsmenn sláturhúsa og þeir beðnir að vera viðbúnir að annast neyðarslátrun búfjár ef þörf krefur.


Landupplýsingaþekjur Matvælastofnunar sem sýna staðsetningu búa og hvaða búfjártegundir er að finna á hverju búi hafa verið sendar til Veðurstofunnar sem vinnur að gerð líkans um flóð af völdum eldgoss. Þekjurnar hafa einnig verið sendar til Almannavarna.

Samband hefur verið haft við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og óskað endurvakningu samráðshóps um vöktun á flúori í jarðvegi, gróðri, vatni og búfé.

Stofnunin óskaði eftir að eiga fulltrúa í Samhæfingarstöð Almannavarna sem sæti þar eftir þörfum og þjónaði sem tengiliður milli miðlægra viðbragðsaðila og þeirra aðila sem sinna málum er lúta að velferð og heilbrigði dýra. Almannavarnir hafa orðið við þeirri ósk.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...