Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Undirbúa aðgerðir ef gos brýst út
Fréttir 21. ágúst 2014

Undirbúa aðgerðir ef gos brýst út

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Matvælastofnun hefur brugðist með ýmsum hætti við hugsanlegu eldgosi í Vatnajökli. Héraðsdýralæknar í Norðausturumdæmi og Austurumdæmi hafa sett sig í samband við sýslumenn á svæðunum en hlutverk héraðsdýralækna er meðal annars að tryggja sem best velferð og heilbrigði dýra. Umræddir dýralæknar hafa setið fundi aðgerðarstjórna á svæðunum og einnig sett sig í samband við búfjárráðunauta og aðra aðila í sínum umdæmum sem tengjast aðgerðum er lúta að dýrum. Munu þeir aðilar fylgjast með og koma upplýsingum til héraðsdýralækna sem aftur munu aðstoða eftir þörfum.

Unnið er að því að skipuleggja hvert má fara með sauðfé ef til þess kemur að flytja þurfi það yfir varnarlínur. Þá hefur verið haft samband við forsvarsmenn sláturhúsa og þeir beðnir að vera viðbúnir að annast neyðarslátrun búfjár ef þörf krefur.


Landupplýsingaþekjur Matvælastofnunar sem sýna staðsetningu búa og hvaða búfjártegundir er að finna á hverju búi hafa verið sendar til Veðurstofunnar sem vinnur að gerð líkans um flóð af völdum eldgoss. Þekjurnar hafa einnig verið sendar til Almannavarna.

Samband hefur verið haft við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og óskað endurvakningu samráðshóps um vöktun á flúori í jarðvegi, gróðri, vatni og búfé.

Stofnunin óskaði eftir að eiga fulltrúa í Samhæfingarstöð Almannavarna sem sæti þar eftir þörfum og þjónaði sem tengiliður milli miðlægra viðbragðsaðila og þeirra aðila sem sinna málum er lúta að velferð og heilbrigði dýra. Almannavarnir hafa orðið við þeirri ósk.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...