Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Undirbúa aðgerðir ef gos brýst út
Fréttir 21. ágúst 2014

Undirbúa aðgerðir ef gos brýst út

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Matvælastofnun hefur brugðist með ýmsum hætti við hugsanlegu eldgosi í Vatnajökli. Héraðsdýralæknar í Norðausturumdæmi og Austurumdæmi hafa sett sig í samband við sýslumenn á svæðunum en hlutverk héraðsdýralækna er meðal annars að tryggja sem best velferð og heilbrigði dýra. Umræddir dýralæknar hafa setið fundi aðgerðarstjórna á svæðunum og einnig sett sig í samband við búfjárráðunauta og aðra aðila í sínum umdæmum sem tengjast aðgerðum er lúta að dýrum. Munu þeir aðilar fylgjast með og koma upplýsingum til héraðsdýralækna sem aftur munu aðstoða eftir þörfum.

Unnið er að því að skipuleggja hvert má fara með sauðfé ef til þess kemur að flytja þurfi það yfir varnarlínur. Þá hefur verið haft samband við forsvarsmenn sláturhúsa og þeir beðnir að vera viðbúnir að annast neyðarslátrun búfjár ef þörf krefur.


Landupplýsingaþekjur Matvælastofnunar sem sýna staðsetningu búa og hvaða búfjártegundir er að finna á hverju búi hafa verið sendar til Veðurstofunnar sem vinnur að gerð líkans um flóð af völdum eldgoss. Þekjurnar hafa einnig verið sendar til Almannavarna.

Samband hefur verið haft við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og óskað endurvakningu samráðshóps um vöktun á flúori í jarðvegi, gróðri, vatni og búfé.

Stofnunin óskaði eftir að eiga fulltrúa í Samhæfingarstöð Almannavarna sem sæti þar eftir þörfum og þjónaði sem tengiliður milli miðlægra viðbragðsaðila og þeirra aðila sem sinna málum er lúta að velferð og heilbrigði dýra. Almannavarnir hafa orðið við þeirri ósk.

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...