Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Undirbúa aðgerðir ef gos brýst út
Fréttir 21. ágúst 2014

Undirbúa aðgerðir ef gos brýst út

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Matvælastofnun hefur brugðist með ýmsum hætti við hugsanlegu eldgosi í Vatnajökli. Héraðsdýralæknar í Norðausturumdæmi og Austurumdæmi hafa sett sig í samband við sýslumenn á svæðunum en hlutverk héraðsdýralækna er meðal annars að tryggja sem best velferð og heilbrigði dýra. Umræddir dýralæknar hafa setið fundi aðgerðarstjórna á svæðunum og einnig sett sig í samband við búfjárráðunauta og aðra aðila í sínum umdæmum sem tengjast aðgerðum er lúta að dýrum. Munu þeir aðilar fylgjast með og koma upplýsingum til héraðsdýralækna sem aftur munu aðstoða eftir þörfum.

Unnið er að því að skipuleggja hvert má fara með sauðfé ef til þess kemur að flytja þurfi það yfir varnarlínur. Þá hefur verið haft samband við forsvarsmenn sláturhúsa og þeir beðnir að vera viðbúnir að annast neyðarslátrun búfjár ef þörf krefur.


Landupplýsingaþekjur Matvælastofnunar sem sýna staðsetningu búa og hvaða búfjártegundir er að finna á hverju búi hafa verið sendar til Veðurstofunnar sem vinnur að gerð líkans um flóð af völdum eldgoss. Þekjurnar hafa einnig verið sendar til Almannavarna.

Samband hefur verið haft við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og óskað endurvakningu samráðshóps um vöktun á flúori í jarðvegi, gróðri, vatni og búfé.

Stofnunin óskaði eftir að eiga fulltrúa í Samhæfingarstöð Almannavarna sem sæti þar eftir þörfum og þjónaði sem tengiliður milli miðlægra viðbragðsaðila og þeirra aðila sem sinna málum er lúta að velferð og heilbrigði dýra. Almannavarnir hafa orðið við þeirri ósk.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...