Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Undanþágur veittar til að nota bannað skordýraeitur
Fréttir 28. mars 2017

Undanþágur veittar til að nota bannað skordýraeitur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverð gagnrýni hefur dunið á þeirri stofnun Evrópusambandsins sem fjallar um notkun á skordýraeitri og ekki síst skordýraeitri sem sannað þykkir að sé skaðlegt býflugum.

Komið hefur í ljós að stofnunin hefur veitt fjölda undanþága á notkun eiturefnanna í það sem er kallað neyðartilfelli. Alvarlegasta gagnrýnin snýr að undanþágum á notkun efna sem eru bönnuð og hættuleg býflugum.

Fækkun býflugna í heiminum er gríðarlegt áhyggjuefni. Býflugur sjá um frjóvgum stórs hluta blómstrandi plantna í heiminum og þar af leiðandi ómissandi þegar kemur að aldinrækt aldinframleiðslu og hunangsframleiðslu.

Undanþágur til framleiðenda

Við greiningu undanþága kom í ljós að rétttæpur helmigur undanþágubeiðnanna kom frá og var veitt til framleiðenda skordýraeiturs en ekki bænda. Auk þess sem í stór hluti beiðnanna um undanþágur til að nota efnin virðist byggja á ofmati á þeim skaða sem skordýrin sem nota á efnið á valda.

Efnin sem um ræðir kallast neonicotinoid og eru að efnabyggingu svipuð nikótíni. Efnin þykkja standa eldra skordýraeitri framar að því leiti að þau eru sögð skaðminni fyrir fugla og spendýr. Þrátt fyrir það eru efnin mikið gagnrýnd og þau meðal annars talin hafa valdið hruni býflugnastofna í heiminum. Efnunum eru einnig sögð hafa óbein áhrif á fækkun fugla með því að drepa skordýr.

Einnig hefur verið sett fram sú tilgáta að aukning á hormónatengdum krabbameinum sé afleiðing af aukinni neyslu fólks á mengandi efnum í fæðu ekki síst skordýraeiturs.
Flestar undanþágubeiðnir frá Rúmeníu

Flestar beiðnir um undanþágu til að nota efnin hafa til þessa komið frá Rúmeníu, Finnlandi og Eistlandi og þrjár frá Bretlandseyjum.

Reyna að hnekkja banni

Árið 2013 var notkun þriggja neonicotinoid-efna bönnuð af Evrópusambandinu. Umrædd gagnrýni er á undanþágur til að nota þau efni.

Stórfyrirtæki á svið erfðatækin og framleiðslu skordýraeiturs, Syngenta og Bayer, sem nýlega festi kaup á Monsanto, reka um þessar mundur mál fyrir Evrópudómstólnum til að fá banni við notkun neonicotinoid-efna hnekkt.

Á sama tíma vilja gagnrýnendur á notkun efnanna víkka út bannið.

Fiðrildum fækka

Rannsóknir í Evrópu sýna einnig fiðrildum í álfunni hefur fækkað mikið síðustu tvo áratugi. Mest er fækkunin í borgum og sýna talningar að í sumum borgum hafi þeim fækkað um allt að 69%. Þar sem hnignun fiðrilda í sveitum er mest teljast 45% færri fiðrildi í dag en fyrir tuttugu árum.

Ekki drepa býflugur

Hér á Íslandi er fólk mishrætt við býflugur. Mörgum stendur á sama eða finnst þær fróðleg og falleg dýr. Aðrir hræðast býflugur einlægt og vilja helst drepa þær. Þeim sem þannig er farið fyrir er bent á býflugur eru sársaklausar skepnur og gera gríðarlegt gagn og ástæðan fyrir því að við fáum ávexti, ber og hunang. Alls ekki drepa þær.

Skylt efni: býflugur | eiturefni

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...