Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Undafífill nefndur eftir David Attenborough
Fréttir 9. febrúar 2015

Undafífill nefndur eftir David Attenborough

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áður ógreind tegund af undafífli sem fannst í suður Wales fyrir skömmu hefur verið nefndur í höfuðið á sjónvarpsmanninum og náttúrufræðikennara heimsins David Attenborough og heitir hér eftir því þjála nafni Hieracium attenboroughianum.

Plöntur og dýr sem nefnd eru eftir Attenborough er nokkur og má þar nefna asíska kjötætuplöntu, ástralska smá könguló, engisprettu í Dóminíska lýðveldinu, snjáldru í Nýju Gíneu, útdauðan fisk og risaeðlu. Reyndar er til heil ættkvísl plantna sem vex í Gabon í Afríku sem nefnd er í höfuðið á honum. Undafífillinn er fyrsta plantan sem vex á Bretlandseyjum sem nefnd eftir honum.

Grasa- og flokkunarfræðingurinn Tim Rich sem fann fífilinn fyrir tíu árum en það var ekki fyrr en nú að staðfest var að um áður ógreinda tegund væri að ræða.  Ástæðan fyrir því að Rich nefndi plöntuna í höfuðið á Attenborough er sú að hann vildi heiðra manninn sem vakti áhuga hans á náttúrufræði.

Í viðtali vagna nafngiftarinnar sagðist Attenborough vera bæði ánægður og stoltur með að svo falleg planta væri nefnd eftir sér.
 

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...