Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þröstur Eysteinsson skógræktar­stjóri .
Þröstur Eysteinsson skógræktar­stjóri .
Fréttir 8. febrúar 2018

Umræðan einkennist af upphlaupum og upphrópunum sem eru hreint kjaftæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þröstur Eysteinsson skógræktar­stjóri er ómyrkur í máli um umræðuna um kolefnisbindingu í viðtali í Bændablaðinu í dag. Segir hann mikið talað um þessi mál en minna sé um framkvæmdir.

„Að mínu mati er þetta þvert á alla umræðu um loftslagsmál og yfirlýsingar um nauðsyn og skyldu okkar til að binda CO2 samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Það er mikið talað um loftlagsmálin en lítið sem ekkert verið gert í að auka CO2 bindingu hér á landi, hvorki með skógrækt né öðru.

Tökum sem dæmi umræðuna um endurheimt votlendis sem hefur farið mjög hátt undanfarið. Framlög til málaflokksins sem fara í gegnum Landgræðsluna voru á síðasta ári 20 milljónir og ekki hægt að gera mikið fyrir þá upphæð.“

Endurheimt votlendis eða skógrækt

„Talsverð umræða hefur verið um hvort sé betra þegar kemur að bókhaldinu í sambandi við kolefnisjöfnun að endurheimta votlendi með því að fylla upp í skurði eða taka landið undir skógrækt.“
Þröstur segir að hann líti ekki svo á að þetta tvennt sé í samkeppni. „Hitt er svo annað mál að ég tel að umræðan þurfi að komast á skynsamlegri nótur en hún hefur stundum verið. Ef við ætlum að nota LULUCF flokkinn í loftslagssamningnum, það er að segja Landnotkun og breytingar á landnotkun og skógrækt, þá þarf að skapast um það rétt og eðlileg umræða, sem því miður hefur á köflum ekki verið.“

Stokkið á loftslagsmálin

„Umræðan hefur oft og tíðum einkennst af upphlaupum og upphrópunum. Allir stökkva á eitthvað sem er í tísku en ekki hitt. Eiginlega klassísk íslensk umræða sem felst í kjaftagangi fram og til baka þar sem hinir og þessir, sem hafa ef til vill takmarkaða þekkingu á viðfangsefninu, segja eitt og annað og talandi í kross, misskiljandi hver annan og stundum viljandi, sem sagt umræða sem er ekki að skila neinu og er hreint kjaftæði.

Kolefni í formi sitkagrenis og í formi mýrar í Svartagilshvammi í Haukadal. 

Staðan er sú að hugsanlega gæti skógrækt skilað betri árangri þegar kemur að kolefnisjöfnun en endurheimt votlendis, sem er þó hugsanlega ódýrari aðgerð, en við hreinlega vitum það ekki vegna þess að við höfum ekki samanburðinn.

Hins vegar er það mín skoðun að við eigum að nota allar mögulegar leiðir til að binda koltvísýring úr andrúmsloftinu, skógrækt, landgræðslu, endurheimt votlendis og breytingar á hvernig við notum land til beitar búfjár. Við eigum að vinna saman að þessu öllu,“ segir Þröstur.

–Sjá viðtal á blaðsíðu 24-25 og grein um framlög á fjárlögum blaðsiðu 26 í Bændablaðinu

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...