Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stefán Már Símonarson.
Stefán Már Símonarson.
Fréttir 29. mars 2022

Umræða um aðföng mikilvæg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður Félags eggjabænda segir að umræða um aðföng í landbúnaði sé mikilvægasta um­ræð­u­efnið á Búnaðarþingi að þessu sinni. Því ef aðföng hækki muni matvælaverð hækka í kjölfarið.


Fulltrúar deilda eggjabænda á Búnaðarþingi 2022 verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­dóttir.
Að sögn Stefáns, sem jafnframt er formaður Félags eggjabænda, munu eggjabændur ekki leggja fram neina formlega tillögu á þinginu.

Hafa áhyggjur af afleiðingum stríðsins í Úkraínu

„Því er samt ekki að neita að við hjá deild eggjabænda erum talsvert upptekin af ástandinu í Úkraínu og þeim afleiðingum sem stríðið hefur. Í búskap eins og okkar skipta aðföng gríðarlegu máli, hvort sem þau eru í formi korns eða tilbúins fóðurs og það sem veldur okkur mestum áhyggjum.“

Aðföng og matvælaverð

„Annað sem er þessu tengt er innlend kornrækt sem við munum fylgjast með og taka þátt í umræðum um ef til kemur enda slík ræktun mikilvæg að okkar mati.

Eins og staðan er í dag ýtir umræðan um aðföng öllu öðru til hliðar að mínu mati enda gríðarlega mikilvægt mál og áhyggjuefni að ef aðföng hækka í verði mun matvælaverð hækka í kjölfarið,“
segir Stefán.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...