Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stefán Már Símonarson.
Stefán Már Símonarson.
Fréttir 29. mars 2022

Umræða um aðföng mikilvæg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður Félags eggjabænda segir að umræða um aðföng í landbúnaði sé mikilvægasta um­ræð­u­efnið á Búnaðarþingi að þessu sinni. Því ef aðföng hækki muni matvælaverð hækka í kjölfarið.


Fulltrúar deilda eggjabænda á Búnaðarþingi 2022 verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­dóttir.
Að sögn Stefáns, sem jafnframt er formaður Félags eggjabænda, munu eggjabændur ekki leggja fram neina formlega tillögu á þinginu.

Hafa áhyggjur af afleiðingum stríðsins í Úkraínu

„Því er samt ekki að neita að við hjá deild eggjabænda erum talsvert upptekin af ástandinu í Úkraínu og þeim afleiðingum sem stríðið hefur. Í búskap eins og okkar skipta aðföng gríðarlegu máli, hvort sem þau eru í formi korns eða tilbúins fóðurs og það sem veldur okkur mestum áhyggjum.“

Aðföng og matvælaverð

„Annað sem er þessu tengt er innlend kornrækt sem við munum fylgjast með og taka þátt í umræðum um ef til kemur enda slík ræktun mikilvæg að okkar mati.

Eins og staðan er í dag ýtir umræðan um aðföng öllu öðru til hliðar að mínu mati enda gríðarlega mikilvægt mál og áhyggjuefni að ef aðföng hækka í verði mun matvælaverð hækka í kjölfarið,“
segir Stefán.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...