Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki.
Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki.
Mynd / Aðalheiður Ingvarsdóttir
Fréttir 20. febrúar 2020

Umhverfisstefna fyrir íslenskan landbúnað er í mótun

Höfundur: smh

Í kjölfar Búnaðarþings Bænda­samtaka Íslands árið 2018 var skipuð nefnd til að vinna að umhverfisstefnu fyrir íslenskan landbúnað. Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki í Húnaþingi, hefur leitt þá vinnu sem hefur að mestu farið fram síðastliðið ár.

Drög að þessari stefnu liggja fyrir og snúast þau um loftslagsmál, sjálfbærni og vistheimt – en drögin verða lögð fyrir Búnaðarþing sem verður haldið 2.–3. mars næst­komandi.

Kolefnishlutleysi, sjálfbærni og vistheimt

Ingvar segir að þremur markmiðum sé stillt fram í drögunum; kolefnis­hlutleysi árið 2030, sjálfbær nýting landbúnaðarlands árið 2030 og vist­heimt í verki á árunum 2020 til 2030.

„Landbúnaður byggir á nýtingu auðlinda náttúrunnar. Náttúruleg skilyrði ráða til lengri tíma mestu um afkomu þeirra sem landbúnað stunda. Því er það skylda gagnvart komandi kynslóðum að landbúnaður hverju sinni sé sjálfbær og gangi ekki á náttúruleg gæði. Bændur eiga ekki að sitja hjá heldur taka forystu í umræðu um loftslagsmál og önnur umhverfismál. Landbúnaðurinn á enn fremur að setja sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum. Þannig getur markviss umhverfisstefna orðið hvatning til bænda að búa á umhverfis­vænni hátt og taka þátt í vistbætandi verkefnum,“ segir Ingvar.

Grænt bókhald

Í því skyni að ná með skilvirkum hætti markmiðum stefnunnar er samhliða sett fram aðgerðaráætlun. Þar er lögð áhersla á að „grænu bókhaldi“ verði komið á meðal einstakra bænda og fyrir landbúnaðinn í heild. Enn fremur verður áhersla á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá land­búnaði og á framkvæmdir vegna kolefnisbindingar.

Með Ingvari sátu í nefndinni þau Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, Katrín María Andrésdóttir, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Margrét Gísladóttir, framkvæmda­stjóri Landssambands kúabænda og Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Lands­samtaka sauðfjár­bænda. 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f