Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hér er ein tegundin af svokölluðu „flat free” efni.
Hér er ein tegundin af svokölluðu „flat free” efni.
Fréttir 29. maí 2017

Umhirða dekkja á vinnuvélum

Að hugsa vel um dekkin sín eykur endingu þeirra og sparar eldsneyti. Rangt loftmagn í hjólbörðum getur aukið eldsneytiseyðslu um allt að 20%. 
 
Allt of fáir mæla reglulega loftþrýsting í hjólbörðum á tækjunum sínum. Í öllum tækjum er gefinn upp hæfilegur loftþrýstingur, annaðhvort á límmiða á tækinu eða í handbók tækisins. Algengast er að í hjólbarða vanti loft, annaðhvort vegna leka eða með ráðum gert til að ná meira floti eða fjöðrun með hjólbörðunum. Tegundir hjólbarða eru fjölmargar og eru flestir hjólbarðaframleiðendur með svipað loftmagn í dekkjunum. Þó hefur Michelin hannað hjólbarða sem má keyra á lægra loftmagni en hjá flestum öðrum framleiðendum og fyrir vikið er allt að 16% stærri flötur Michelin-hjólbarðans sem kemur við jörðina miðað við hefðbundna dráttarvélahjólbarða. Hjá hjólbarðasölum og innflytjendum hjólbarða er hægt að fá upplýsingar um rétt loftmagn í hjólbörðunum sem þeir eru að selja.
 
„Galdraefni sett í dekkin svo þau springi ekki“
 
Það getur verið tímafrekt ef hjólbarði springur undir tæki sem er í fullri vinnu. Rífa undan, fara með á verkstæði, láta laga og undir aftur. Þetta getur tekið marga klukkutíma og jafnvel allan daginn, þrátt fyrir að öll verkfæri séu til staðar. Kostnaður við einn sprunginn hjólbarða getur því kostað allt upp undir eitt hundrað þúsund og bara út af litlum nagla. Svo ekki sé talað um tafir á verkinu og útreiknað tímakaup þess sem vinnur verkið við hjólbarðaskiptin. 
 
Margir þeirra sem eru með skotbómulyftara, hjólaskóflur og traktorsgröfur á byggingarsvæðum eða þar sem vænta má nagla og ýmissa annara aðskotahluta sem geta lent í hjólbörðunum, láta setja efni inn í hjólbarðana til að þeir springi síður hjá þeim. Í daglegu tali er þetta efni kallað „flaat free“ og er í vökvaformi með litlum trefjum inni í vökvanum sem fer í gatið. Er þetta selt undir ýmsum nöfnum. Ef nagli eða skrúfa fer í hjólbarða sem er með þessu efni er naglinn/skrúfan tekin í burtu og ekið af stað og efnið lokar gatinu.
 
Reynslan af „flaat free“ er góð 
 
Gröfumaður, sem lét setja svona í gömul lúin framdekkin á gröfunni sinni í vetur sem leið, var ánægður  þegar hann kom til að setja ný dekk undir að framan. Sagðist hann hafa tekið á milli 5 og 10 nagla og skrúfur úr dekkjunum í vetur og aldrei bætt lofti í þau. Í venjulegan traktor myndi svona efni kosta á bilinu 50–60.000. Hægt er að setja þetta efni í hjólbarðana með sérstöku verkfæri án þess að taka hjólbarðana undan vélinni. Svona efni fæst á mörgum hjólbarðaverkstæðum, en efnið sem ég hef kynnst er sagt umhverfisvænt  og er selt hjá N1 undir heitir Safety Wheel2.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...