Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Það er okkur til skammar og er mjög skaðlegt fyrir ímynd lands og þjóðar að bjóða gestum upp á svona sóðaskap í okkar fallegu náttúru.
Það er okkur til skammar og er mjög skaðlegt fyrir ímynd lands og þjóðar að bjóða gestum upp á svona sóðaskap í okkar fallegu náttúru.
Mynd / HLJ
Fréttir 13. júní 2017

Umgengnin lýsir íbúunum best

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fullt af fólki sér ekki ruslið í kringum sig og oft er mikill munur á milli hjóna um hvað er drasl og hvað ekki á mörgum bæjum. 
 
Fyrir rúmu ári síðan las ég áhugaverða grein um lögfræðinginn Sigurð G. Guðjónsson sem tínir rusl þegar hann er í göngutúrum með hundinn sinn meðfram gangstígum. Mér fannst þetta gott framtak hjá honum og í minni daglegu vinnu er ég að vinna við að aðstoða bíla og önnur farartæki á ótrúlegustu stöðum í vegköntum, bæði innan borgarmarkanna og utan. 
 
Ég fór aðeins að skoða út fyrir vegkantana þar sem ég stoppaði í hvert sinn. Nánast sama hvar ég nam staðar var rusl í vegkantinum og allt of lítið er um að þessu vandamáli sé sinnt. Sem dæmi þá tók það mig ekki nema um fimm mínútur að fylla tvo plastpoka af rusli efst í Ártúnsbrekkunni fyrir nokkru. 
Mætti vera oftar í umræðunni sögur af þeim sem tína rusl og verðlauna fyrir ruslatínslu.
 
Undanfarið hefur aðeins verið að færast í vöxt að verðlauna fyrir góða ásýnd og þeim sem eru að tína rusl í kringum sig í frístundatímum sínum. Í apríl var hlauparinn Eyþór Hannesson verðlaunaður af Náttúruverndarsamtökum Austurlands á degi umhverfisins. Í viðtali á vefmiðlinum austurfrett.is sagðist Eyþór hafa safnað rusli á hlaupaferðum sínum og leggur mikla áherslu á að flokka það líka.
 
„Maður horfir upp á allt þetta rusl en sér engan tína það. Ég hugsaði því með mér – ég fer bara í þetta. Það eru margir sem segjast ekki sjá ruslið en ég sé það alls staðar,“ sagði Eyþór í viðtali við austurfrett.is.
 
Viðtal og umfjöllun um Eyþór kom í fleiri miðlum og vakti athygli enda frábært framtak sem fleiri mættu taka upp. Fjölmiðlar mega líka gera meira af því að leita uppi svona fréttir sem eru bæði uppbyggilegar og jákvæðar í stað þess að velta sér upp úr neikvæðum fréttum sem fá allt of mikið pláss í fjölmiðlum. 
 
Glöggt er gests augað
 
Fyrir nokkrum dögum fór ég yfir 2000 km hring í kringum landið okkar með áströlskum bóndasyni, þýskum eftirlaunaþega, grískum kvikmyndagerðarmanni og lyfjaframleiðanda frá Kosta Ríka. Í lok ferðar spurði ég þá hvað þyrfti að laga að þeirra mati. Svörin komu mér frekar á óvart fyrir utan þann gríska sem gerði ekkert annað en að grínast frá morgni til kvölds, en hans svar var: – „Hér vantar meiri sól.“
 
Ástralski bóndasonurinn sagði að honum hafi fundist flestir traktorar og landbúnaðartæki vera of mikið ryðguð. 
 
Þýski eftirlaunaþeginn kvartaði undan vondum vegum, malarvegirnir holóttir og þar sem á að vera bundið slitlag er allt í holum. 
 
Kosta Ríka-búinn kom mér í opna skjöldu og sagði að fleiri þyrftu að tína rusl, landið væri of fallegt fyrir allt þetta rusl sem á því væri. 
 
Þegar ég hugsaði til ferðarinnar hafði ég nokkrum sinnum séð hann tína upp sígarettustubba og setja í nálægar ruslatunnur. Hann vakti líka athygli mína á, þegar við vorum á útsýnisstaðnum Búlandshöfða á Snæfellsnesi, að þar hafði einhver hent töluverðu magni af flöskum og rusli fram af kantinum og blasti sóðaskapurinn við þeim sem fram á brúnina komu.
Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...