Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Best er að bændur panti sauðfjárskoðun í gegnum vefinn rml.is
Best er að bændur panti sauðfjárskoðun í gegnum vefinn rml.is
Mynd / ÁÞ
Á faglegum nótum 14. ágúst 2017

Um sauðfjárskoðanir 2017

Höfundur: Eyþór Einarsson
Opnað var fyrir móttöku á pöntunum fyrir sauðfjárskoðanir 15. júní sl. Þegar hefur nokkuð af pöntunum borist enda margir sem þegar vita smaladaga á sínu svæði og eru komnir með sláturdaga fyrir lömbin.
 
Búist er við að skoðanir hefjist með fyrra fallinu, enda margt sem bendir til þess að lömbin komi vel þroskuð af fjalli eftir hagstætt árferði og þá hvetja jafnframt afurðastöðarnar til þess að lömb komi fyrr en seinna til slátrunar. Hér verður farið stuttlega yfir nokkur atriði tengd sauðfjárdómum haustsins.
Pantanir
 
Pöntunarfyrirkomulag er með sama hætti og verið hefur síðustu ár. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (www.rml.is) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður.  Helst þyrftu allar pantanir að hafa borist fyrir 20. ágúst, en eftir þann tíma verður farið að raða niður á dagana. Þeir sem panta eftir 20. ágúst munu verða í verri stöðu með að fá skoðun á þeim tíma sem þeir óska eftir. Skipulag innan svæða er jafnframt með svipuðu sniði og verið hefur þótt Vesturlandið, Vestfirðir og hluti af Norðurlandi vestra hafi verið brotin upp með nýjum hætti. Lárus G. Birgisson tekur nú við keflinu af Þorvaldi Þórðarsyni og fer með skipulagið fyrir Vestfirði, þar með talið Barðaströnd og Reykhólasveit.  Æskilegt er að allar pantanir berist gegnum heimasíðuna, en ef upp koma breytingar eða annað sem krefst þess að rætt sé við skipuleggjendur á viðkomandi svæðum þá er hér gefið yfirlit yfir hverjir fara með þau mál innan hvers svæðis.
 
Eftirtaldir aðilar halda utan um skipulag innan svæða:
 
Vesturland
Oddný K. Guðmundsdóttir
 
Vestfirðir (þ.m.t. Barðaströnd og Reykhólasveit)
Lárus G. Birgisson
 
Dalir og Strandir 
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
 
Vestur-Húnavatnssýsla
Sigríður Ólafsdóttir
 
Austur- Húnavatnssýsla
Harpa Birgisdóttir
 
Skagafjörður og Eyjafjörður 
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Suður-Þingeyjarsýsla 
María Svanþrúður Jónsdóttir
 
Norður-Þingeyjarsýsla
Steinunn Anna Halldórsdóttir
 
Austurland
Guðfinna Harpa Árnadóttir
 
Suðurland 
Fanney Ólöf Lárusdóttir

Skylt efni: sauðfjárskoðun

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...