Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Best er að bændur panti sauðfjárskoðun í gegnum vefinn rml.is
Best er að bændur panti sauðfjárskoðun í gegnum vefinn rml.is
Mynd / ÁÞ
Á faglegum nótum 14. ágúst 2017

Um sauðfjárskoðanir 2017

Höfundur: Eyþór Einarsson
Opnað var fyrir móttöku á pöntunum fyrir sauðfjárskoðanir 15. júní sl. Þegar hefur nokkuð af pöntunum borist enda margir sem þegar vita smaladaga á sínu svæði og eru komnir með sláturdaga fyrir lömbin.
 
Búist er við að skoðanir hefjist með fyrra fallinu, enda margt sem bendir til þess að lömbin komi vel þroskuð af fjalli eftir hagstætt árferði og þá hvetja jafnframt afurðastöðarnar til þess að lömb komi fyrr en seinna til slátrunar. Hér verður farið stuttlega yfir nokkur atriði tengd sauðfjárdómum haustsins.
Pantanir
 
Pöntunarfyrirkomulag er með sama hætti og verið hefur síðustu ár. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (www.rml.is) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður.  Helst þyrftu allar pantanir að hafa borist fyrir 20. ágúst, en eftir þann tíma verður farið að raða niður á dagana. Þeir sem panta eftir 20. ágúst munu verða í verri stöðu með að fá skoðun á þeim tíma sem þeir óska eftir. Skipulag innan svæða er jafnframt með svipuðu sniði og verið hefur þótt Vesturlandið, Vestfirðir og hluti af Norðurlandi vestra hafi verið brotin upp með nýjum hætti. Lárus G. Birgisson tekur nú við keflinu af Þorvaldi Þórðarsyni og fer með skipulagið fyrir Vestfirði, þar með talið Barðaströnd og Reykhólasveit.  Æskilegt er að allar pantanir berist gegnum heimasíðuna, en ef upp koma breytingar eða annað sem krefst þess að rætt sé við skipuleggjendur á viðkomandi svæðum þá er hér gefið yfirlit yfir hverjir fara með þau mál innan hvers svæðis.
 
Eftirtaldir aðilar halda utan um skipulag innan svæða:
 
Vesturland
Oddný K. Guðmundsdóttir
 
Vestfirðir (þ.m.t. Barðaströnd og Reykhólasveit)
Lárus G. Birgisson
 
Dalir og Strandir 
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
 
Vestur-Húnavatnssýsla
Sigríður Ólafsdóttir
 
Austur- Húnavatnssýsla
Harpa Birgisdóttir
 
Skagafjörður og Eyjafjörður 
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Suður-Þingeyjarsýsla 
María Svanþrúður Jónsdóttir
 
Norður-Þingeyjarsýsla
Steinunn Anna Halldórsdóttir
 
Austurland
Guðfinna Harpa Árnadóttir
 
Suðurland 
Fanney Ólöf Lárusdóttir

Skylt efni: sauðfjárskoðun

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...