Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styrkþegar við athöfn sem fram fór í Breiðumýri í Reykjadal. Vilyrði voru veitt til að styrkja 93 verkefni að upphæð um 70 milljónir króna.
Styrkþegar við athöfn sem fram fór í Breiðumýri í Reykjadal. Vilyrði voru veitt til að styrkja 93 verkefni að upphæð um 70 milljónir króna.
Mynd / 641.is
Fréttir 6. júní 2016

Um 70 milljónir til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Uppbyggingarsjóður Norður­lands eystra úthlutaði við athöfn á Breiðumýri í Reykjadal rúmlega 70 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings, sem er Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur.  Sjóðurinn er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. 
 
Uppbyggingarsjóður er sam­keppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna,  atvinnuþróunar og nýsköpunar, auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.  
 
Uppbyggingarsjóði bárust samtals 190 umsóknir, þar af 58 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 132 til menningar.  Sótt var um 111,8 milljónir, þar af 56,3 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 55,4 til menningarstarfs. Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 93 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 70,1 mkr. Áætlaður heildarkostnaður við verk­efnin er rúmar 300 mkr.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...