Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur farið fyrir hópi norðlenskra bænda sem vilja tilboð í rafmagn.
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur farið fyrir hópi norðlenskra bænda sem vilja tilboð í rafmagn.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 1. ágúst 2018

Um 70 bændur óska eftir tilboði í rafmagn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það stefnir allt í að við munum óska eftir tilboðum í nálægt 6 gígavattsstundir sem er það magn raforku sem keypt er í dag hjá þeim tæplega 70 bændum sem hafa óskað eftir að vera með í að láta bjóða í kaup á rafmagni,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Á aðalfundi sambandsins í vor var samþykkt tillaga um að kannað yrði hvort hægt væri að ná hagstæðari kaupum á rafmagni með því að láta bjóða í. „Það er þannig með rafmagnið, að gæðin eru eins sama af hverjum keypt er,“ segir Sigurgeir.

Til hagsbóta fyrir félagsmenn

Hann segir alla söluaðila rafmagns hafa möguleika á að selja hvar sem er í dreifbýli, en RARIK sér um dreifinguna hver svo sem selur rafmagnið. „Ef vel tekst til er aldrei að vita nema það verði kannað með útboð á fleiri þáttum rekstar,“ segir hann er iðulega fari menn yfir stöðuna og kanni hvað hægt sé að gera til hagsbóta fyrir félagsmenn.

Sigurgeir er nú að senda út bréf til þeirra fyrirtækja sem geta selt rafmagn í Eyjafirði og verður þeim boðið að bjóða í viðskiptin þannig að of snemmt er að segja fyrir um hvað út úr þreifingunum kemur.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...