Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur farið fyrir hópi norðlenskra bænda sem vilja tilboð í rafmagn.
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur farið fyrir hópi norðlenskra bænda sem vilja tilboð í rafmagn.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 1. ágúst 2018

Um 70 bændur óska eftir tilboði í rafmagn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það stefnir allt í að við munum óska eftir tilboðum í nálægt 6 gígavattsstundir sem er það magn raforku sem keypt er í dag hjá þeim tæplega 70 bændum sem hafa óskað eftir að vera með í að láta bjóða í kaup á rafmagni,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Á aðalfundi sambandsins í vor var samþykkt tillaga um að kannað yrði hvort hægt væri að ná hagstæðari kaupum á rafmagni með því að láta bjóða í. „Það er þannig með rafmagnið, að gæðin eru eins sama af hverjum keypt er,“ segir Sigurgeir.

Til hagsbóta fyrir félagsmenn

Hann segir alla söluaðila rafmagns hafa möguleika á að selja hvar sem er í dreifbýli, en RARIK sér um dreifinguna hver svo sem selur rafmagnið. „Ef vel tekst til er aldrei að vita nema það verði kannað með útboð á fleiri þáttum rekstar,“ segir hann er iðulega fari menn yfir stöðuna og kanni hvað hægt sé að gera til hagsbóta fyrir félagsmenn.

Sigurgeir er nú að senda út bréf til þeirra fyrirtækja sem geta selt rafmagn í Eyjafirði og verður þeim boðið að bjóða í viðskiptin þannig að of snemmt er að segja fyrir um hvað út úr þreifingunum kemur.

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...