Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur farið fyrir hópi norðlenskra bænda sem vilja tilboð í rafmagn.
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur farið fyrir hópi norðlenskra bænda sem vilja tilboð í rafmagn.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 1. ágúst 2018

Um 70 bændur óska eftir tilboði í rafmagn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það stefnir allt í að við munum óska eftir tilboðum í nálægt 6 gígavattsstundir sem er það magn raforku sem keypt er í dag hjá þeim tæplega 70 bændum sem hafa óskað eftir að vera með í að láta bjóða í kaup á rafmagni,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Á aðalfundi sambandsins í vor var samþykkt tillaga um að kannað yrði hvort hægt væri að ná hagstæðari kaupum á rafmagni með því að láta bjóða í. „Það er þannig með rafmagnið, að gæðin eru eins sama af hverjum keypt er,“ segir Sigurgeir.

Til hagsbóta fyrir félagsmenn

Hann segir alla söluaðila rafmagns hafa möguleika á að selja hvar sem er í dreifbýli, en RARIK sér um dreifinguna hver svo sem selur rafmagnið. „Ef vel tekst til er aldrei að vita nema það verði kannað með útboð á fleiri þáttum rekstar,“ segir hann er iðulega fari menn yfir stöðuna og kanni hvað hægt sé að gera til hagsbóta fyrir félagsmenn.

Sigurgeir er nú að senda út bréf til þeirra fyrirtækja sem geta selt rafmagn í Eyjafirði og verður þeim boðið að bjóða í viðskiptin þannig að of snemmt er að segja fyrir um hvað út úr þreifingunum kemur.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...