Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Um 69% af framleiðsluvirði landbúnaðar á Vesturlandi kemur úr lax- og silungsveiði
Fréttir 15. nóvember 2018

Um 69% af framleiðsluvirði landbúnaðar á Vesturlandi kemur úr lax- og silungsveiði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í nýrri skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Landssamband veiðifélaga um efnahagslegt virði lax- og silungsveiða, kemur fram að tekjur hafa margfaldast á síðustu 14 árum. Bein áhrif á landsframleiðslu eru þar sögð hafa aukist um 160% frá 2004.

Í skýrslunni kemur fram að allsn hafi 4.518 lögbýli veiðiréttindi í ám og vötnum og eru eigendur í veiðifélögum. Samtals eru 99 ár skilgreindar sem laxveiðiár. Tekjur af laxveiði eru mun meiri en af silungsveiði. Tekjur af ám þar sem meirihluti tekna er af laxveiði nema um 83% af heildartekjum af lax- og silungsveiðum og tekjur af  silungsveiði nema 17%.

69% framleiðsluvirði landbúnaðar á Vesturlandi kemurúr lax- og silungsveiði

Athygli vekur að þegar skoðað er framleiðsluvirði landbúnaðar í einstökum landshlutum, þá er hlutfall tekna veiðiréttarhafa og leigufélaga af launakostnaði og hagnaði í landbúnaði sláandi miklar í sumum landshlutum. Þannig er hlutfall tekna af lax- og silungsveiði af framleiðsluvirði landbúnaðar á Vesturlandi heil 69%, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Þetta hlutfall er næstmest á Austurlandi, eða 34%.

Mestu tekjurnar af heildartekjum í lax- og silungsveiði á landinu eru sagðar á Vesturlandi, eða 33,8%. Þá kemur Norðurland með 28,2% og Suðurlandi er með 21,5%. Þó að 6.500 til 7.000 manns hafi keypt veiðikortið árið 2016 eru tekjur af því mjög litlar miðað við heildartekjur af stangaveiði, eða 0,8%.

Greiðslur til veiðiréttarhafa jukust um 3.750 milljónir

Samkvæmt skýrslunni voru greiðslur stangveiðimanna til veiðiréttarhafa um 1.150 milljónir kr. árið 2004 en 4.900 milljónir kr. 2018. Greiðslur til veiðiréttarhafa hafa þannig aukist um 3.750 milljónir á 14 árum. Þá meira en tvöfölduðust greiðslurnar að raunvirði, eða um 120% miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs frá 2004 til 2018. Hækkuðu þær um 61% umfram laun á sama tíma. Að jafnaði jukust greiðslurnar um 5,8% á ári umfram neysluverð og um tæp 3,4% á ári umfram kaupmátt launa.

Fyrir utan verð veiðileyfa er beinn kostnaður innlendra veiðimanna af veiðum talinn vera a.m.k. 2,9 milljarðar króna árið 2018 og beinn kostnaður erlendra veiðimanna a.m.k. 2,2 milljarðar króna. Við þetta bætast fjárfestingar í veiðihúsum, laxastigum og fleira, sem eru taldar 1 milljarður króna á ári. Samtals má því rekja a.m.k. 11 milljarða króna útgjöld beint til lax- og silungsveiða hér á landi árið 2018. Hluti af útgjöldunum rennur til innflutnings. Eftir að innflutningur hefur verið dreginn frá stendur eftir 8,7 milljarða kr. landsframleiðsla á Íslandi sem rekja má beint til lax- og silungsveiða.

Árið 2004 var talið að rekja mætti 1,7 milljarða kr. landsframleiðslu beint til lax- og silungsveiða. Bein áhrif lax- og silungsveiða á landsframleiðslu hafa því aukist um 160% frá 2004, á föstu verðlagi. Erfiðara er að meta óbeinar og afleiddar tekjur af veiðunum en þær geta verið umtalsverðar.

Í skýrslunni er núvirtur ábati eigenda veiðiréttar talinn rúmir 70 milljarðar króna. Tengsl lax- og silungsveiða við landsframleiðslu segja þó lítið að mati skýrsluhöfunda um verðmæti veiðanna, þ.e.a.s hve miklu landsmenn mundu tapa í peningum talið ef veiðarnar legðust af. Við mat á verðmæti auðlindarinnar fyrir Íslendinga er rekstrarhagnaður eigenda veiðiréttar núvirtur (tekjur – rekstrarkostnaður),ásamt ábata innlendra veiðmanna.

Sjá nánar í Bændablaðinu í dag.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...