Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði frá Þykkvabæjarkartöflum
Fréttir 6. mars 2019

Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði frá Þykkvabæjarkartöflum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Álfur brugghús bruggar bjór úr íslensku kartöfluhýði og byggi. Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði sem fæst úr Þykkvabæjarkartöflum. Fjórar gerðir eru komnar á markað og sú fjórða væntanleg.

Haukur Páll Finnsson segir að auk hans standi Bára Hlín Kristjánsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen að baki hugmyndinni að Álfi brugghúsi.

„Álfur er afrakstur frumkvöðla og starfsstöðvarverkefnis sem varð til fyrir rúmu ári og er nú orðið að veruleika. Hugmyndin varð til í kringum umræður um bjór, bjórdrykkju og matarsóun og hvernig megi draga úr henni. Faðir minn, sem er eigandi Þykkvabæjar, sagði einu sinni við mig að hann vissi til þess að það væri hægt að brugga bjór úr kartöflum og að í sinni framleiðslu félli til talsvert af kartöfluhýði sem gaman væri að geta nýtt á annan hátt en að dreifa því á sanda til landgræðslu.“

Kartöfluhýði og bygg

„Eins og er nýtum við hluta þess kartöfluhýðis sem fellur til hjá Þykkvabæjar í framleiðsluna hjá okkur. Það tók okkur um ár að finna bestu aðferðina til að vinna sterkju úr hýðinu með byggi en það er gert til að fá ensím úr byggi í framleiðsluna. Meðal þeirra afbrigða að humlum sem Álfur notar eru citra, cascade og loral.

Brugghúsið er í Kópavogi og sem stendur erum við að framleiða um 500 lítra á viku og er bjórinn fáanlegur á tveimur börum í Reykjavík og sá þriðji á leiðinni inn.“

Álfur er framleiddur í nokkrum útgáfum og styrkleikum. Búálfur hvítöl er 6%, Húsálfur Pale er 5% og Blómaálfur Saison er 4,7%, auk þess sem unnið er að gerð Ljósálfs Lager sem verður 4,7%

Bara á kútum

Haukur segir að viðtökurnar séu góðar og betri en hann hefði þorað að vona. „Strax fyrstu dagana seldust fullt af kútum og mikið um hrós fyrir góðan bjór. Sem stendur er bjórinn einungis fáanlegur á kútum en við stefnum á að koma takmörkuðu magni af Álfi á flöskum í Vínbúðir.“

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...