Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði frá Þykkvabæjarkartöflum
Fréttir 6. mars 2019

Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði frá Þykkvabæjarkartöflum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Álfur brugghús bruggar bjór úr íslensku kartöfluhýði og byggi. Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði sem fæst úr Þykkvabæjarkartöflum. Fjórar gerðir eru komnar á markað og sú fjórða væntanleg.

Haukur Páll Finnsson segir að auk hans standi Bára Hlín Kristjánsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen að baki hugmyndinni að Álfi brugghúsi.

„Álfur er afrakstur frumkvöðla og starfsstöðvarverkefnis sem varð til fyrir rúmu ári og er nú orðið að veruleika. Hugmyndin varð til í kringum umræður um bjór, bjórdrykkju og matarsóun og hvernig megi draga úr henni. Faðir minn, sem er eigandi Þykkvabæjar, sagði einu sinni við mig að hann vissi til þess að það væri hægt að brugga bjór úr kartöflum og að í sinni framleiðslu félli til talsvert af kartöfluhýði sem gaman væri að geta nýtt á annan hátt en að dreifa því á sanda til landgræðslu.“

Kartöfluhýði og bygg

„Eins og er nýtum við hluta þess kartöfluhýðis sem fellur til hjá Þykkvabæjar í framleiðsluna hjá okkur. Það tók okkur um ár að finna bestu aðferðina til að vinna sterkju úr hýðinu með byggi en það er gert til að fá ensím úr byggi í framleiðsluna. Meðal þeirra afbrigða að humlum sem Álfur notar eru citra, cascade og loral.

Brugghúsið er í Kópavogi og sem stendur erum við að framleiða um 500 lítra á viku og er bjórinn fáanlegur á tveimur börum í Reykjavík og sá þriðji á leiðinni inn.“

Álfur er framleiddur í nokkrum útgáfum og styrkleikum. Búálfur hvítöl er 6%, Húsálfur Pale er 5% og Blómaálfur Saison er 4,7%, auk þess sem unnið er að gerð Ljósálfs Lager sem verður 4,7%

Bara á kútum

Haukur segir að viðtökurnar séu góðar og betri en hann hefði þorað að vona. „Strax fyrstu dagana seldust fullt af kútum og mikið um hrós fyrir góðan bjór. Sem stendur er bjórinn einungis fáanlegur á kútum en við stefnum á að koma takmörkuðu magni af Álfi á flöskum í Vínbúðir.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f