Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Einungis um 3,3% býla innan ESB eru með um eða yfir 100 hektara jarðir og hafa þannig undir sínum handarjaðri 52,7% af öllu jarðnæði í landbúnaði í sambandinu. Slíkum risabúum hefur verið að fjölga á undanförnum árum.
Einungis um 3,3% býla innan ESB eru með um eða yfir 100 hektara jarðir og hafa þannig undir sínum handarjaðri 52,7% af öllu jarðnæði í landbúnaði í sambandinu. Slíkum risabúum hefur verið að fjölga á undanförnum árum.
Fréttir 28. janúar 2019

Um 3,3% býla ráða 52,5% af öllu landbúnaðarlandi í ESB

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í yfirlitsskýrslu um landbúnað í ESB ríkjunum sem kom út hjá Eurostat í nóvember 2018 kemur fram að búum er stöðugt að fækka innan sambandsins og voru þau komin í 10,5 milljónir árið 2016. Hafði búum þá fækkað frá 2005 um 4,2 milljónir. 
 
Hlutfallslega hafa flest bú lagst af í Póllandi frá 2005 og var fækkunin þar 1,1 milljón, eða 43%. Þá hefur hefur einnig fækkað um 34% á Ítalíu en þar er fjöldi búa sem hætt hafa rekstri  um 600 þúsund.  Í Rúmeníu hafa 800 þúsund bú hætt starfsemi á fyrrnefndu tímabili sem er um 20% af heildarfjöldanum. 
Flest búin inna ESB svæðisins eru mjög smá í sniðum og tveir þriðju með innan við 5 hektara jarðnæði. Minnsta fækkun búa hefur verið á Írlandi. 
 
Um fjórðungur, eða 25,1%, allra bænda í ESB sérhæfðu sig í dýraeldi á árinu 2016. Þá var rétt rúmlega helmingur, eða 52,5%, að stunda akuryrkju. Í öðrum og blönduðum búgreinum voru 21,1% bænda.  
 
 
Heildarnýting landbúnaðar á landi í ESB löndunum er 47,1%
 
Um 9,7 milljónir manna störfuðu við landbúnað í ESB ríkjunum á árinu 2016. Í heild eru bændur í Evrópusambandslöndunum að nýta 173 milljónir hektara undir sína framleiðslu, en það er 38,8% af landrými ESB landanna. Þar við bætist reyndar skógrækt með 6,2% og annar landbúnaður með 2,1%. Í heild er því verið að tala um að 47,1% landnýtingar í Evrópu­sam­bands­lönd­unum að meðaltali sé vegna land­búnaðar.  
 
Sum lönd með allt að 70% landrýmis undir landbúnað
 
Landbúnaðar­land í sumum ESB landanna er yfirgnæfandi hlutfall alls lands eins og á Írlandi þar sem það er um 70%, í Bretlandi 65,7% og 60,9% í Danmörku. Þessu er öfugt farið í löndum eins og Finnlandi, þar sem ræktarland annað en skógrækt er ekki nema 6,5% lands og í Svíþjóð er hlutfallið litlu meira, eða 6,9%. Þessi tvö norrænu ríki innan ESB eru reyndar einu löndin í sambandinu þar sem skógræktarhluti landbúnaðarins er að nýta meira land en annar landbúnaður. 
 
Stórbýlin ráða ríflega helmingi lands
 
Einungis um 3,3% býla innan ESB eru með um eða yfir 100 hektara jarðir og hafa þannig undir sínum handarjaðri 52,7% af öllu jarðnæði í landbúnaði í sambandinu. Slíkum risabúum hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Þó stórbúin ráði ríflega helmingi landbúnaðarlandsins, þá eru fjölskyldubúin samt enn ríkjandi í evrópskum landbúnaði. 
 
Landbúnaður ESB skilar sama hlutfalli af landsframleiðslu og á Íslandi
 
Landbúnaður innan Evrópu­sambandsins skilaði um 1,2% af vergri landsframleiðslu (GDP) ESB ríkjanna á árinu 2017 samkvæmt tölum Eurostat. Það er nákvæmlega sama hlutfall og á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
 
Viðskipti með landbúnaðar­vörur voru þá í heild 7,4% af heildar vöruskiptum Evrópu­sam­bands­­ins á heims­vísu. Hafa slík viðskipti tvö­fald­ast á 15 árum og námu 275 milljörðum evra á árinu 2017.  Hlut­fallslega mest milli­ríkjaviðskipti með landbúnaðar­vörur voru við Bandaríkin, eða sem nam 33,3 milljörðum evra. Þangað fóru líka um 16% af öllum útflutningi landbúnaðarframleiðslu ESB á ári 2017. Mest var hins vegar flutt inn af landbúnaðarafurðum frá Brasilíu.
 
Hlutfallslega flest bú og minnst framleiðni í Rúmeníu
 
Hlutfallslega er mestur fjöldi býla í Rúmeníu en þar er einnig hlutfallslega langminnst framleiðni í landbúnaði. Þar á eftir kemur Pólland. Framleiðnin er aftur á móti mest á hvert býli í Hollandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Bretlandi og í Tékklandi.
 
Um 310 milljónir tonna af korni
 
Á árinu 2017 voru framleidd 309,9 milljónir tonna af korni sem var 8,2 milljóna tonna aukning frá árinu áður, en á 1,6 milljónum hektara minna landsvæði. Þar af voru framleidd um 142,6 milljónir tonna af hveiti. 
 
Um 45 milljónir tonna af kjöti
 
Þá voru framleidd 45,2 milljónir tonna af kjöti á árinu 2017 og um helmingur, eða 23,4 milljónir tonna, af því var svínakjöt. Mjólkurframleiðslan nam svo 170,1 milljón  tonna. 
 
Framleiðsla á nautgripakjöti stóð þá í stað á milli ára, en aukning var í öllum öðrum greinum landbúnaðarframleiðslunnar á árinu 2017, nema í svínakjötsframleiðslunni sem dróst um 0,9%. 
 
Verð á landbúnaðarafurðum hækkar
 
Verð á landbúnaðarafurðum hækkaði talsvert á árinu 2017. Þannig hækkaði meðalverð á mjólk um 17,1%, svínakjöt um 8,3% og korni um 3%. Einnig hækkaði verð á nautakjöti um 2,2% og kjúklingi um 1%. Verð á kinda- og geitakjöti hefur hins vegar verið á niðurleið og lækkaði um 1,4% á árinu 2017. 
 
Níu af hverjum tíu bændum eru eldri karlar
 
Þegar litið er til kynjaskiptingar og aldurs í landbúnaði í ESB ríkjunum, þá voru um 71,5% bænda eldri karlar á árinu 2016 og einungis 10,6% þeirra voru 40 ára eða yngri. Fram kemur í skýrslunni að mikill munur er á milli landa hversu hátt verð er á jörðum og leigu jarða.  
 

4 myndir:

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...